Leita í fréttum mbl.is

Vilji er allt sem þarf

þegar Schengen samningurinn er á dagskrá. En aðgerðaleysi okkar vegna samningsins í landamæravörzlu hefur farið í margra taugar lengi.

ÞAð virðist vera að örfáum stjórnmálamönnum hafi tekist að halda þjóðinni þarna inni í krafti yfirburða þrætubókar sinnar. Það er eins og enginn venjulegur stjórnmálamaður þori lengur að úttala sig um málið  frá eigin sannfæringu. Það er eins og allir bíði eftir einhverju páfabréfi. Samt hefur bryddað aðeins á því hjá Schengen sinnum að hugsanlega megi eitthvað endurskoða í þeim samningi.

Óli Björn veltir þessum málum fyrir sér Morgunblaðsgrein í dag.(Svigar og feitletranir eru bloggarans)

Hann veltir fyrir sér veikingu lögreglunnar vegna fjárskorts og segir meðal annars:

".........Ólíkt flestum öðrum eigum við Íslendingar aðeins borgaralegar stofnanir til tryggja okkar eigið innra öryggi; lögregluna, tollgæsluna og Landhelgisgæsluna. Miðað við hvernig staðið hefur verið að fjárveitingum á síðustu árum er illa hægt að komast að annarri niðurstöðu en að við séum fremur sinnulaus um eigið öryggi. Að raungildi hafa framlög ríkisins til almennrar löggæslu og Landhelgisgæslunnar minnkað. Þau voru 2,7 milljörðum krónum lægri á síðasta ári en árið 2007. En við höfum sett meiri fjármuni í dómstóla og aukið verulega framlög til fangelsismála.

  

Afleiðing lægri fjárveitinga er sú að lögreglumönnum hefur fækkað hlutfallslega. Aldamótaárið var einn lögreglumaður á hverja 418 íbúa. Á síðasta ári voru 483 íbúar á bak við hvern lögreglumann. Með öðrum orðum: Það vantar a.m.k. 104 lögreglumenn í fullt starf og þá aðeins til að halda í við fjölgun íbúa. Þar með er ekki öll sagan sögð. 

Árið 2000 komu tæplega 303 þúsund erlendir ferðamenn til landsins eða 455 á hvern lögreglumann. Á liðnu ári heimsóttu tæplega 998 þúsund útlendingar landið heim eða 1.463 á hvern lögreglumann. 

Með nokkurri einföldun er því hægt að segja: 

Aldamótaárið þurfti hver lögreglumaður að sinna að meðaltali 418 Íslendingum og 455 útlendingum. Alls 873 einstaklingum. 

Árið 2014 sinnti hver lögreglumaður 483 Íslendingum og 1.463 erlendum borgurum. Alls 1.946 einstaklingum........

(Af hverju skoðar hann Óli Björn ekki valdatíma Steingríms sérstaklega í sambandi við niðurskurð til löggæslunnar?)

Frumskylda ríkisvaldsins gagnvart eigin borgurum er að tryggja öryggi þeirra. Voðaverkin í París eru óvægin áminning um að þessari frumskyldu sé sinnt. Þegar fjárveitingarvaldið - Alþingi - gengur frá fjárlögum komandi árs hlýtur forgangurinn að vera augljós. Fyrst skal tryggt að ríkið sinni skyldum sínum en láti léttvægari og á stundum hégómleg verkefni mæta afgangi.

(dómsmál og fangelsi?. Af hverju ekki einkarekin fangelsi hér eins og í Bandaríkjunum? Nóg framboð af vistun og ódýrara en í Hólmsheiðarbruðlinu) 

Endurreisn löggæslunnar ein og sér dugar skammt ef landamærin eru ekki trygg. Þess vegna verður ekki hjá því komist að endurskoða þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, ekki síst ef ekki verða gerðar grundvallarbreytingar á því. 

Í orði og á blaði eru sameiginlegt landamæraeftirlit Schengen-ríkjanna og afnám innri landamæra skynsamleg og til hagsbóta fyrir borgarana. Á borði hefur reyndin því miður orðið önnur. Aðildarríkjunum hefur reynst um megn að verja ytri landamæri og afleiðingarnar blasa við. 

Í huga Francois Hollandes, forseta Frakklands, er málið einfalt: 

»Ef Evrópa getur ekki stjórnað landamærum sínum við aðrar heimsálfur þarf að snúa aftur til landamæra landanna sjálfra.« 

Orð Frakklandsforseta eru augljós sannindi. Forsenda þess að innri landamæri Schengen-ríkjanna voru þurrkuð út var loforðið um trygg ytri landamæri. Við það loforð hefur ekki tekist að standa. 

Falli Schengen mun það hafa veruleg áhrif á allt samstarf innan Evrópusambandsins og því munu leiðtogar þess leggja mikið á sig svo lausn finnist á þeim vanda sem blasir við öllum. Miklu skiptir að íslensk stjórnvöld fylgist ekki aðeins með heldur leggi fram og hafi áhrif á með hvaða hætti Schengen-samstarfinu verður breytt. Það er síðan sjálfstæð ákvörðun hvort Ísland eigi að halda áfram að vera innan Schengen. Rökin fyrir aðild verða fátæklegri með hverjum mánuðinum...."

Það er einkennilegt svo ekki sé meira sagt að við Íslendingar skulum bíða eftir að  öll mál innri landamæra Schengen verði einhvernveginn að leysa á undan spurningunni um ytri landamærin sem eru núna að vestanverðu hjá okkur á Íslandi.

Ég hlýddi með nokkurri forundran á viðtal við Kolfinnu Baldvinsdóttur sem lýsti Schengen sem því stórkostlegasta sem gerst hefði í mannkynssögunni. Fólk hefði fengið ferðafrelsi í fyrsta sinn. Maður sýnir skilning vegna ætternisins.

Þetta gæti staðist hjá hennni við þau skilyrði að ytri landamærin væru í lagi. Þetta virkaði alveg í byrjun og maður þurfti ekki passa frá Luxemburg til Þýskalands. Eini munurinn frá mínum ungu dögum var sá að þá þurfti maður stundum að sýna passa við stikkprufur á landamærum. En maður hafði alveg ferðafrelsi.

En nú eru þessi ytri landamæri ekki í lagi þarna austur frá. Mörg lönd í Schengen sem við lítum frekar upp til en niður krefjast nú vegabréfa á innri landamærum. En bara ekki við. Það er bara hikað.

Menn geta sjálfsagt veifað vegabréfum og æpt asyl asyl og stoppað hér þess vegna. En þeir koma ekki hingað í land án vegabréfs sem væri á ábyrgð flytjandans. Það myndi létta á straumnum sem er nú orðinn þvílíkur að hann krefst sérstakrar skattlagningar landsmanna sem mörgum þótti ærin fyrir, lántöku eða prentunar.

Mér finnst vera búið að fórna nógu blindandi á altari Shengen þó gert sé hlé. Það er meira segja heimilt að gera tímabundnar unanþágur án þess að hrófla við þessum heilaga samningi samkvæmt Schengen samningnum sjálfum.

"Vilji er allt sem þarf.-og það eina sem vantar" eins og hann Kristján vinur minn orðar það.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Ástæðan fyrir því að ég kann ekki að tjá mig um þetta Schengen(eitthvað) er sú, að ég hef aldrei skilið hvernig það Schengen(eitthvað) virkar.

Virðist einna helst líkjast afleiðingum af svikum og óheiðarleika, sem tjáir sig undir svikulli rós.

Almættið algóða hjálpi þeim sem festast í plönuðu neti fjárans Páfans heltekna, hverju sinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2015 kl. 21:10

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Stjórnvöld í ráðstjórnarríkjum varðar ekki um álit almennings, en snobbhænsn gangast upp í því að skríða fyrir útlendingum og þannig er það með þetta Schengen rugl sem okkur vantaði aldrei og þurfum að losna við nú þegar.

Um þetta er búið að tala árum saman en hrokafullir ráðstjórnarmenn heyra ekkert það sem þeir vilja ekki heyra.  Nú verandi innanríkisráð herra segir að það sé engin hætta og að Schengen samstarfið sé ekkert í hættu.  Forsætisráðherrann muldraði að mögulega væri þetta Schengen samstarf að verða ónítt.

Okkur sem vantar ekki  þetta  stórhættulega Schengen, sem ljóslega var smíðað af rugludöllum og teymt hingað af afglöpum.  Okkur varðar ekkert um það hvort þessi rugludallasmíð er í hættu, okkur vantar það ekki því það er hættulegt. 

Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2015 kl. 22:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Youre talking Hrólfur

Halldór Jónsson, 19.11.2015 kl. 00:57

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Halldór það er þreytandi þegar maður telur sig búa í lýðræðis ríki en aftur og aftur eru grungildi lýðræðis hunsuð og brotin. 

Það var rétt sem þú sagðir um daginn, hann Elmer gamli vissi hvað hann söng, enda komst New York lögreglan harkalega  að því fyrir nokkuð löngu síðan að baunabyssur duga ekki.    

Hrólfur Þ Hraundal, 19.11.2015 kl. 12:44

5 Smámynd: Elle_

You're talking Hrólfur.  Keep writing;)

Það þarf að bæta við lögreglumönnum og hætta opnum landamærum.  Verður ekki sagt of oft.

Elle_, 19.11.2015 kl. 14:01

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Elle you´re talking

Halldór Jónsson, 19.11.2015 kl. 23:32

7 Smámynd: Elle_

Halldór keep writing.  Við gætum farið að standa vörð í fjörunum úr því Landhelgisgæslan er fjársvelt og Schengen dugir ekki.

Elle_, 21.11.2015 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband