22.11.2015 | 12:49
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins var á fjölmennum fundi flokksins í Kópavogi á laugardaginn.
Áslaug Arna er fullorðin kona þó ung sé. Hún hefur starfað sem lögreglumaður og er nú í meistaranámi í lögfræði. Hún kom mörgum fundarmanni í opna skjöldu með sjónarhorn sem okkur eldri gleymast stundum. Hún varaði okkur við að tala niður til Pírata. Þeirra fylgi væri það fólk sem væri okkar með réttu ef okkur hefði tekist að koma okkar boðskap til skila. Okkur hefði bara mistekist þetta. Sjálfstæðisstefnan höfðaði til mun stærri hluta fólks en skoðanakannanirnar segðu til um. Þarna hefðum við verk að vinna.
Okkur tækist ekki að fá ungt fólk til að tala um stjórnmál eða starfa að þeim. Ekkert stjórnmálastarf væri í framhaldsskólum landsins þar sem áður hefði verið mikið starf. Nú mættu Sjálfstæðismenn ekki koma í skólana nema að hafa alla flokka í fylgd með sér.
Margrét Friðriksdóttir skólameistari sagði skýringuna vera þá að flokkarnir sýndu engan áhuga á að tala við nemendur nema kortéri fyrir kosningar. Þá væri ekki stætt á öðru en að bjóða öllum flokkum það sama. Stjórnmálastarf væri bara ekki neitt innan skólanna milli kosninga.
Umræður urðu um fjármál Sjálfstæðisflokksins og komu nú skörp skeyti frá Labba eins og í handboltanum í gamla daga. Flokkurinn væri sokkinn í skuldir og yrði því tannlaus. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, varð fyrir svörum og rakti það hvernig bæði hefðu tekjur fallið um helming og skuldir vaxið um helming. Staðan væri þröng en nú væri unnið eftir fjögurra ára áætlun þar sem ekki yrði eytt meiru í kosningum en sem næmi því sem safnað hefði verið þrjú árin á undan. Gerðu fundarmenn góðan róm að en Labbi sagðist myndu fylgjast grannt með efndum.
Fundarmenn voru mjög óhressir með fjárhagsstöðuna. Mörgum varð áreiðanlega hugsað til Friðriks Sophussonar sem í sinni varaformannstíð koma styrktarmannakerfinu á fót. Við Sjálfstæðismenn getum ekki horft upp á þessa niðurlægingu flokksins hans Alberts Guðmundssonar sem átti manna mestan þátt í að byggja Valhöll skuldlausa með elju sinni. Við getum ekki horft upp á þetta hús okkar, stundum kallað " Albert Hall", veðsett upp fyrir rjáfur.
Við Sjálfstæðismenn verðum að að borga flokkinn okkar út úr þessu. Og jafnframt að sjá til þess að einstakir fjármálegir dilletantar innan flokksins geti ekki ráðstafað neinu því fé framar sem ekki er til. Stjórnmálamaður sem vill skuldsetja flokk sinn í kosningabaráttu er óábyrgur og óhæfur og á ekki að komast upp með slíkt. Valhöll má aldrei veðsetja og Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei lenda í vanskilum.
Ég vildi sjá Áslaugu Örnu, ritara Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjórann Þórð fara að vinna í þessu af krafti.
Við Sjálfstæðismenn getum þetta með samstilltu átaki.
Vilji er allt sem þarf og það eina sem ekki má vanta núna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Kannski að Albert Guðmundsson hafi gengið úr flokknum þegar hann var búinn að meðtaka boðskapinn?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 13:37
Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !
Halldór !
Það bezta: sem þið gerðuð í þessarri stöðu væri, að leggja NIÐUR þessa flokkshörmung einka- hagsmuna og óhóflegrar stjórnkerfis bákns stækkunar.
Almennir landsmenn - sjá engan mun lengur, á kerfislægni flokksins, miðað við vinstra flokka ruzlið, t.d.
Þá: er augljóst, helmingaskipta bröltið milli ykkar / sem hinna svonefndu Framsóknarmanna í gegnum tíðina, á ÖLLUM sviðum, Verkfr. vísi.
Sem og - ógeðfellda þjónkunina, við dekri hinna flokkanna ALLRA á tilrauninni til Múhameðs væðingarinnar, í landinu.
Þið væruð mun trúverðugri: ef þið hélduð úti stefnu Jobbik flokksins Ungverzka / sem og Austurrísku og Slóvakísku Þjóðfrelsisflokkanna t.d. - sem halda úti einarðlegri Hægri stefnu, sem og Svíþjóðar Demókratar, gagnvart hyski Múhameðs, sem uppi veður í nágranna álfu okkar, í austri.
Að - vera með fólk innanborðs, eins og Bjarna Benediktsson / Ólöfu Nordal og Illuga Gunnarsson:: ÖLL, velunnara Mekku liðsins hér á landi (Illugi t.d., gagnvart Feneyja Tvíærings hneykslinu), er bara ávísun á frekara undanhald ykkar, sem alemnn lélegheit, fornvinur góður !
Með beztu kveðjum, sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 14:15
Er bara ekki allt í lagi að fara í skólana með með fulltrúum annara flokka.En skil ég það svo að þeir séu aðeins með til að fylgjast með velsæmi pólitiskra andstæðinga?
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2015 kl. 16:05
Komið þið sæl - á ný !
Nafna mín: Kristjánsdóttir !
Hvar í ósköpunum - þykist þú finna ''velsæmi'' innan ísl. stjórnmála spillingarinnar, yfirleitt:: fornvinkona góð ?
Ég hygg þig: vita betur en svo, nafna mín góð.
Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 17:21
Óskar minn Helgi
ég held að það yrði fátæklegt sviðið ef við bara lokuðum sjoppunni Valhöll og legðum flokkinn niður. Yrði ekki eitthvað að koma í staðinn? Hvað er það sem þú vilt þá fá fram ef þú getur ekki brúkað neinn af þeim sem þú nefnir. Jón Gnarr? Stefán Jón Hafstein? Sigríði Ingibjörgu eða Árna Pál? Píratana? Hvaða séní sérðu á sjóndeildarhringnum?
Segðu okkur nú Óskar minn hvað þu vilt setja í staðinn fornvinur góður.
Halldór Jónsson, 22.11.2015 kl. 23:51
Helga, það sem er um að ræað er að þegar Jón Kristinn Snæhólm, Haukur og Helgi, þá var líf í pólitíkinnni hjá ungafólkinu. Nú er þetta steindautt og áhugalaust. Það var í tísku að vera róttækur þegarf ég var í 3. bekk en ég var strax andkommi svo ég var álitinn pólitískt fífl og þorði varla að tala við þessa díalektíkera og lærðu menn. Fór meira að segja einu sinni í leshring hjá Einari Olgeirssyni og hlustaði á hann útskýra að Rússar hafi ekki átt annars úrkosti en að ráðast á Finna sem voru að ógna þeim með fallbyssum. Ég fór nú ekki oftar,
Halldór Jónsson, 22.11.2015 kl. 23:56
Komið þið sæl - sem jafnan !
Halldór: mætur síðuhafinn !
Það - sem ég vildi sjá hér í framtíðinni, yrðu Kóreanskir og Japanskir kaupsýslumenn í efnahagslífinu / Taíwanskir Kúómingtang (Chiangs kai- Shek) liðar (í stjórnsýslunni), ásamt Rússneskum Hvítliðum og Spænskum og Líbönskum Falangistum í landvörnunum, NÓG kominn skammturinn:: af innfæddum hroka- og snobb gerpum, sem láta greiparnar sópa, UM OKKAR PRÍVAT VASA, Halldór minn.
Fullreynt algjörlega: með ísl. ''stjórnvizkuna'' fornvinur góður !
Ekki lakari kveðjur - þeim fyrri, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 00:07
Haldór minn! Ég var að senda svar fyrir 10 min,rellan "ritskoðaði"og sendi út í hafsauga eða til himins,hvað veit ég fávís um það? Já þegar fjörið fer að dofna og kyrrðin færist nær,þá er hressandi að heyra í fullhugum unga fólksins.Labbi er alltaf eins og unglingur,maður sér hann jafnan á labbi hér.Mkv.
Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2015 kl. 02:01
Hver er hann þessi herra Labbi?
Hefur hann stjórn á flokknum enn?
Hlustar fólk eftir karla-kvabbi?
Konurnar taka jú yfir senn,
sinna þurfa víst sjö kynja þjóð,
syngjandi kátar sín rugluðu ljóð:
staðgöngumæðrun og meira vín
meta þær helzt og (ekkert grín)
líknardauða þær dásemd halda,
dýrlegan endi á landinu kalda.
Jón Valur Jensson, 23.11.2015 kl. 05:32
Hann Labbi em er á labbi
er liðtækur í kvabbi
Gunnlaugur heitir garpurinn sá
gerir margan alveg frá
Hjálmarsson er höfðinginn
heldur margan ljúflinginn
heimsakann bak við huliðstjöldin
Halldór Jónsson, 23.11.2015 kl. 06:34
Næ þó ekki orðinu "heimsakann".
Jón Valur Jensson, 23.11.2015 kl. 13:00
prentvillupúkinn enn. Maðu flýtir sér svo. En þinn ljóðræni skilningur hefur ekki brugðist í að sjá að þarna á að standa heimskan og líka Labbi sem er... En þetta er náttúrlega ósvikin leirburður Jón minn Valur og bara saklaust grín til að vera sniðugur sem maður er svo auðvitað ekki neitt.
Halldór Jónsson, 23.11.2015 kl. 13:07
Elín
mér er nær að halda að hann Albert myndi snúa sér vi í gröfinni ef hann sæji veðbókarvottorðið yfir Valhöll. Svo mikil skömm og svívirðing er þetta fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ég sé hann Albert enn fyrir mér á vinnugallanum standandi á grunnbakkanum á laugardegi veifandi skóflunni meðan Framsóknarmenn keyrðu í grunninn okkar, nánar tiltekið hann Árni Jóhannsson stórsöngvari og höfuðsnillingur sendi alla sína bíla í þetta verk fyrir orð Alberts. Þessara höfðingja minnast allir vinir þeirra allir með hlýhug.
Halldór Jónsson, 23.11.2015 kl. 13:15
Satt segirðu Halldór.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 15:10
Gaman að sjá þetta um Albert og Árna söngvara.
Takk fyrir svarið, Halldór. Þú ert enginn bögubósi. En við eigum alltaf einn bandamann við yrkingarnar, kvenkyns reyndar, og það er hún fröken Þolinmæði.
Jón Valur Jensson, 23.11.2015 kl. 19:02
Eina sem mig vantar Jón Valur og eina sem er ófáanlegt
Halldór Jónsson, 23.11.2015 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.