13.12.2015 | 00:54
Ótrúlegt !
er það sem maður les í Staksteinum Mogga.
"Lög sem sett voru árið 2013 og gera það að verkum að olíufélögin verða að setja íblöndunarefni í eldsneytið eru vafasöm fyrir margra hluta sakir.
Fyrir það fyrsta voru vinnubrögðin við lagasetningu stórundarleg, þar sem í ljós kom að tiltekinn hagsmunaaðili hafði samið lögin.
Þá hefur verið bent á að lögin, sem sett voru til að mæta tilskipun frá ESB, ganga mun lengra en þörf var á og væru jafnvel alveg óþörf ef stjórnvöld hefðu frekar farið þá leið að sækja um undanþágu, sem ætti að vera sjálfsögð miðað við hve stór hluti orkunýtingar hér á landi er frá umhverfisvænni orku.
Einnig hefur komið fram að lögin hafa leitt til þess að miklar fúlgur af dýrmætum erlendum gjaldeyri hafa farið í að kaupa íblöndunarefnið, langt umfram það sem eldsneytið sjálft kostar. Þar við bætist að eldsneytið nýtist verr með íblöndunarefninu í, sem eykur líka kostnað bíleigenda.
Nýjast í þessu máli er svo að Samkeppniseftirlitið bendir á það í nýrri skýrslu sinni um eldsneytismarkaðinn að þessi lagasetning sé samkeppnishamlandi og hafi einnig þannig orðið til að auka kostnað neytenda.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Sigríðar Andersen og nokkurra annarra þingmanna um að vinda ofan af þessar vitleysu. Alþingi hlýtur að afgreiða frumvarpið með hagsmuni íslenskra neytenda í huga."
Er þetta afrek hjá Sigríði Andersen eða er þetta vitni um sofandahátt núverandi ríkisstjórnar að hafa valdið neytendum þessum skaða og halda því áfram?
Hverskonar vinnubrögð eru þarna við Austurvöll? Er þetta fólk að vinna fyrir almenning eða einhverja aðra? Hvar er virðing Alþingis stödd? Er þetta umhyggjan fyrir smælingjunum að láta þá borga meira fyrir bensínið?
Langafi minn, hann Jón Ólafsson, gekk þaðan út einn góðan veðurdag fyrir margt löngu, sagði af sér þingmennskunni og sagðist ekki geta setið stundinni lengur með þvílíkum mönnum sem þar væru innan dyra. Enda var hann um margt á undan sinni samtíð hann Jón Ólafsson. Hann átti það eftir löngu síðar að segja af sér þingmennsku og öllum eftirlaunum af sömu ástæðum.
Þá voru líklega bæði launin og eftirlaunin ekki eins góð og þau eru í dag sem gera það að verkum að menn hanga á þingmennskunni sinni eins og hundar á roði. Hver skyldu mánaðareftirlaun Steingríms J. Sigfússonar, sem setti lögin um íblöndunina, sem hins þingelsta verða þegar hann loksins hættir?
Jón Ólafsson barðist fjárhagslega í bökkum til æviloka vegna seinni afsagnarinnar sem hann gerði í bræðikasti vegna þess að vera ekki skipaður í bygginganefnd Safnahússins. Hann hafði nefnilega 8 ára starfsreynslu að baki sem bókavörður í Chicago umfram alla þálifandi Íslendinga. Hann reiddist svona illa þegar Landlæknirinn var tekinn fram yfir hann í nefndina.
Jón þessi fékkst við margt um dagana. Hann gaf út stafrófskver handa Íslendingum í meira en 16000 eintökum rétt eftir aldamótin 1900 og kenndi greinilega flestum Íslendingum af þeim kynslóðum að lesa. Hann varð ritstjóri fleiri blaða en nokkur Íslendingur til þessa dags.
Jón Ólafsson kenndi í Verslunarskólanum og samdi eitt fyrsta íslenska fræðiritið í Hagfræði sem afkomandi hans, Ársæll Valfells lektor, hefur endurútgefið.
Hann varð líka þjóðskáld með "Máninn hátt á himni skín." Hann dró að sér konur sem segull stál og þjáðist í hljóði vegna fjarvista við börnin sín mörg og fjarlægu því hann var án efa tilfinningaríkur maður.
Í dagsins önn var Jón Ólafsson höfundur nýyrðanna:
Lindarpenni,strokleður,afbrigðilegur, bandalag, dómgreind, eldmóður, félagslund, fjölbreytni, fjölhæfi, fjölhæfni, formælandi, talsmaður, frumkvæði, frumlegur, frumleiki , hugðarefni, hugnæmur, íhlutun, jákvæður, neikvæður, misbeita, ófremdarástand, ofstækismaður, raunhæfur, raunvísindi, réttmætur , rétttrúaður, rökleiðsla, rökræða, samkeppni, sérlyndi, siðmenning, skilgreina, smásálarskapur, stjórnmálamaður, umburðarleysi, uppeldisáhrif, valdhafi, vanmeta, viðfangsefni, víðtækur, þröngsýnn.
Flest orðin eru notuð enn í dag. En Jón varð að búa þau til til að geta tjáð hugsun sína fyrir einföldum sálum á þeirri tíð.
Jóni Ólafssyni var hinsvegar ávallt mest í nöp við heimskuna ótrúlegu í fari mannkynsins og reyndi ávallt að kenna og uppfræða alþýðu.
Hann mælti við mann af munni fram daginn áður en hann dó, 67 ára gamall:
"Höndin skelfur, heyrnin þverr,
helst þó sálar kraftur.
Sjónin nokkuð ágæt er
og aldrei bilar kjaftur".
En er ekki gott þegar menn geta með stífri efrivör gert góðlátlegt grín að sjálfum sér að leiðarlokum eins og Jón þessi Ólafsson sem kallaði sjálfan sig ævintýramann? Og hafði nokkuð til síns máls.
Hefði Jón sætt sig við þá íblöndun bensíns sem myndi rýra kjör lítilmagnanna eins og samþykkt Alþingis ber vitni?.Var þetta ekki sama fólkið og snökti af umhyggju fyrir fátæka fólkinu fyrir kosningarnar? Hefði Jón Ólafsson samþykkt svona ótrúlegt "ófremdarástand" í eldsneytismálum fátæks fólks?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Þetta var mjög fræðandi pistill. Í senn svakalegur, fyrri parturinn, og skemmtilega fróðlegur hinn seinni. Stórmerkilegur maður, Jón Ólafsson, það er ljóst.
Már Elíson, 13.12.2015 kl. 03:40
Var hann nokkuð Indíafari? :-)
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 10:35
Takk fyrir þetta Már. Já hann reyndi margt hann Jón. Líklega hefði hann viljað geta komið fleiru til leiðar. Langar dvalir hans í Vesturheimi gáfu honum líklega talsvert víðari sjóndeildarhring en meðal íslenskra fátæklinga.Honum sveið efnaleysi þeirra mikið og kenndi Dönum um það í miklu óhófi að manni finnst. Hann vildi flytja alla Íslendinga til Alaska þar sem þeir myndu getað búið við betri skilyrði og þá var olían alveg eftir ófundin.Hann var ótrúlegur brokkari allt sitt líf.
Nei Rafn Haraldur, það var miklu eldri maður en stórkostlegur líka..
Halldór Jónsson, 13.12.2015 kl. 11:46
Þakka þér fyrir greinina þar sem þú minnir á orðasmíð langafa þíns. Ég las þessa bók Mills á sínum tíma en hafði ekki hugmynd um að öll þessi merkilegu orð sem þú nefndir væra frá Jóni Ólafssyni komin. Ég játa að ég trúði þér ekki í fyrstu og fletti eitthvað 10 orðum upp í Orðabók Háskólans. Og viti menn! Öll orðin frá Jóni komin.
Þakka þér fyrir að minna okkur á þetta! Og halda uppi minningu um þennan stórmerkilega (ævintýra(mann). Það er góð tilfinning að vera frá góðum kominn!
Eggert Ásgeirsson
Eggert Ásgeirsson (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.