Leita í fréttum mbl.is

Sámur fóstri

 

Loksins, loksins!  
 
Sámur fóstri er kominn út í 20.000 eintökum. Hann er 44 bls. að stærð og var* prentaður í Landsprenti eftir hádegi í gær. 
 
Verður dreift 14. og 15. desember af Íslandspósti í 19097+ póstkassa milli fjöru og fjalla frá Kirkjubæjarklaustri um allt Suðurlandsundirlendi og Vestmannaeyjar, öll Suðurnes og Reykjanes til Voga á Vatnsleysuströnd.
 
Auglýsendur  mun örugglega finna fyrir talsverðri söluaukningu frá þessum dögum. 
 
Enda hvernig væri hægt að afsanna það?
 
Vonum að allir auglýsendur verði með í næsta tölublaði þar sem Sámur fóstri hefur vaxið mikið á skömmum tíma og fylgir fast sínum vinum sem sá gamli frá Hlíðarenda gerði á dögum Gunnars. En án auglýsenda kemur svona blað ekki út. Þeirra skulu allir lesendur minnast hlýlega, sem hafa gaman af að lesa þetta blað. Sem ég held að sé bara skemmtilegt og fróðlegt. 
 
Ef þið, sem örlögin hafa sett niður til búsetu utan þessara framantöldu svæða sem Ingólfur fór um á leið sinni til Reykjavíkur og svo auðvitað allt dreifbýlis-og sjófólk um allt land, þið þurfið ekki að fara á mis við blaðið og getið skoðað það strax með því að fylgja þessum tengli:
 
 
Vona að ykkur líki blaðið og megið gjarnan láta álit ykkar í ljósi á hvorn veginn sem er. Því eins og Mark Twain vissi að betra er illt umtal en ekki neitt. 
 
Hver var hann Sámur fóstri? Það veit auðvitað allt Njálufólk. Ekki allir vita samt að hann var trúlega risastór írskur úlfhundur af kyni sem enn í dag er sagt hafa svipað skaplyndi og Ólafur Pá segir Sám hafa þegar hann gefur Gunnari frá Hlíðarenda þennan hund.
 
Hvar verður saga blaðsins Sámur fóstri í framtíðinni, það veltur á móttökum lesenda og stuðningi velunnara. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt og fróðlegt blað, en ég vil þó benda á prentvillu eða missögn sem fer talsvert í taugarnar á skaftfellingum, og vil benda á að Skaftártunga í V.Skaft. er eintölunafnorð  sem líklega er ruglað saman við Biskupstungur sem er fleirtölunafnorð.( er í grein um flóðvarnir vegna Kötlugoss. )

Virðingarfyllst

Jón Þorbergssonj

Jón Þorbergsson (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 08:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef verið að lesa blaðið, eftir að það barst.  Það kom mér bara verulega á óvart hversu fjölbreitt og gott efni var í blaðinu.  Til hamingju með gott blað.

Jóhann Elíasson, 17.12.2015 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband