Leita í fréttum mbl.is

Vegagerðin á hrós skilið

fyrir veginn yfir Hellisheiði og þjónustuna á honum.

Frágangurinn er til fyrirmyndar. Girðingarnar á milli útiloka hina oftast hræðilegu framan-á-árekstra. Eitt slíkt slys henti á dögunum þar sem engin var girðingin á milli. Að aðskilja aksturstefnur sýnist því vera þýðingarmikið.

Annað frontal slys varð vegna skorts á nagladekkjum og vekur upp spurningu um af hverju útlendingar séu hreinlega ekki skyldaðir til að aka aðeins á negldu að vetrarlagi hérlendis?

Sýnir ekki reynslan að þeir sem ekki eru vanir vetrarakstri við okkar aðstæður séu betur komnir á nöglum? Og ef ég mætti ráða þá ættu allir að vera á negldu því það góða skaðar ekki. Íslensk vetrarveðrátta er nefnilega algerlega spes og krefst meira en venjulegir bílstjórar ráða alltaf við. Klessurnar kosta meira en viðgerðirnar á götunum.

Vegakerfið okkar Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Vegagerðin á hrós skilið fyrir hvernig hún hefur staðið vel að málum víða.

Okkur er líka að fara fram í hegðun í umferðinni. Ölvun er orðin lítill þáttur í umferðarslysum og þeferíið er orðið næsta óþarft. Enda eru þeir sem keyra fullir óábyrgir og ólöghlýðnir einstaklingar, bæði fullir og ófullir og óforbetranlegir. Þeim er bara skítsama um allt og alla og eru bara pakk. 

Enda af hverju á lögreglan að skipta sér af þeim sem ekki brýtur af sér þegar nóg er af hinu?  Á hún ekki að hætta sem mest að angra borgarana með tilefnislausri frumkvæðislöggæslu? Hafa bara vökul augu með þeim sem eru óábyrgir?

 

En Hellisheiðin er núna til fyrirmyndar. Húrra fyrir Vegagerðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418318

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband