Leita í fréttum mbl.is

Villi Bjarna

hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir föstudagsgreinar sínar á Mogga undanfarið. 

Margir af vinstri vængnum vilja gera einhvern  peninga- sérvitring úr Villa fyrir ýmisleg afskipti hans af málefnum líðandi stundar. Samt hefur Villi verið mest akademiker fram að því að hann settist á þing eiginlega öllum á óvart. Hann hefur þó iðullega vakið athygli fyrir djarflega framgöngu gagnvart höfðingjum og peningafurstum. 

Og það má líka segja að Villi kemur skemmtilega á óvart í þessum greinum sínum vegna mikillar þekkingar á sögunni og innbyrðis tengingar efnahagsmála og daglegs lífs við umheiminn og þess sem þar gerist.

Í dag rekur Villi það hvernig fyrri heimstyrjöldin réði mestu um þróun efnahagsmála á Íslandi næstu áratugina eða raunar allt fram að næstu heimstyrjöld. Hann rekur þannig hvernig við erum í rauninni enn föst í þeim stjórnmálalínum sem þá voru lagðar.

Hvernig við skiptumst í flokka skoðanalega. Hvað sem flokkarnir heita hverju sinni þá er Alþýðubandalagið, gömul afturganga kommúnistaflokksins, ljóslifandi meðal okkar undir öðru nafni og sjálfsþurftastefna stórbændanna lifir enn eftir ellefuhundruð ára sambýli  með þjóðinni eins og Hannes Hólmsteinn hefur rakið. 

Fyrir þá sem ekki lesa Moggann er greinin hér:

"Speglar á bílum eru til horfa aftur fyrir sig. Lagasafn og bækur eru til að horfa aftur fyrir sig. Verst er þó þegar nútímamenn hirða upp og standa vörð um allt hið versta úr fortíðinni. Nú kann einhver lesandi að halda að fyrirsögn á þessari grein sé byggð á skopskyni þess er ritar. Svo er alls ekki. Lög þessi eru undirrituð í Amalíuborg 8. mars 1920 <ská>»Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R (L.S.)«. Undir þetta, með ráðherraábyrgð, ritar Pétur Jónsson, atvinnumálaráðherra og formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það verða svo örlög íhaldsmannsins Magnúsar Guðmundssonar að undirrita <ská>»Reglugjörð um bann gegn innflutningi á óþörfum varningi.«

 Aldarfar

 Þegar rýnt er í síðustu öld má með einföldum hætti segja að allt stjórnarfar fólst í hömlum á innflutningi ellegar skattlagningu á alla neyslu. Engin skattlagning var eðlileg nema að huglægt álit ráðamanna væri með í för. Þannig segir í 1. grein reglugjörðarinnar: <ská>»Fiskmeti, nýtt, saltað, reykt eða niðursoðið. Kjötmeti og pylsur, nýtt, saltað, reykt eða niðursoðið.« Svo kemur síðar; »Úr, klukkur, gullsmíðisvörur, gimsteinar, og hverskonar skrautgripir, nýsilfurvörur, nikkelvörur. Legsteinar.« Í næsta kafla er til viðbótar lagt enn frekar bann gegn innflutningi; <ská>»Smjör, smjörlíki og alls konar feitmeti nema til iðnaðar. Ostur alls konar. Egg ný og niðursoðin.« Síðar er bann gegn innflutningi á öli og ölkelduvatni. Enn síðar:<ská>»Ljósmyndavélar og hlutar í þær. Bifreiðar, bifhjól, reiðhjól og varahlutir í þau tæki.Tuttugasta öldin einkenndist af langri baráttu fyrir fríverslun, afnámi tolla og hvers kyns hamla í utanríkisviðskiptum og frjálsu flæði fjármagns.

 

Inn í nútímann

Nú veit hver maður að mikið vatn hefur runnið til sjávar í Þjórsá, þótt nokkuð hafi verð virkjað þar og nútíminn haldið innreið sína á Íslandi. Þeim er ritar er minnisstætt þegar bílar voru settir á »frílista«. Höfundur er jafnframt stoltur af því að hafa átt aðild að því að afnema tolla á fatnaði og skóm, en slíkar vörur eru taldar upp í reglugjörðinni. Höfundur er jafnframt stoltur af því að hafa átt þátt í að afnema vörugjöld af ýmsum vörum, sérstaklega heimilistækjum, eins og sjónvörpum og þvottavélum. Í dag eru einungis tollar á tilteknum matvælum, sem er augljós arfur frá löggjöf um bann gegn innflutningi á óþarfa.

 Framfarir

 Það var í upphafi viðreisnarstjórnar að farið var að snúa ofan af ýmsum ráðstöfunum gegn frjálsum viðskiptum, sem höfðu verið hertar á 40 árum. Fyrsta ráðstöfunin var að ákvarða gengi krónunnar út frá ýmsum verðuppbótum á útflutning og yfirfærslugjöldum vegna vöruviðskipta, sem höfðu náð hámarki á árunum 1956-1960 með Útflutningssjóði, sem reiknaði framleiðsluverð sjávarafurða og greiddi til framleiðenda, óháð verði á erlendum mörkuðum. Mismunurinn var greiddur með álagi á vöruinnflutning.

 Næsta skref var að nálgast þær þjóðir sem töldu markaðsviðskipti þjóna hagsmunum sínum best. Það ferli markaði þáttaskil með aðild Íslands að EFTA í ársbyrjun 1970. Atkvæði voru greidd í Sameinuðu þingi þann 19. desember 1969. Atkvæði féllu þannig að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks greiddu atkvæði með aðild að EFTA auk tveggja forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sem höfðu yfirgefið Alþýðubandalagið, en aðrir þingmenn Alþýðubandalags greiddu atkvæði gegn aðild. Framsóknarmenn gátu ekki tekið afstöðu og sátu hjá.

 Enn var stigið skref til að nálgast þær þjóðir, sem stunda markaðsviðskipti, með aðild að Evrópsku efnahagssvæði, EES, en þá höfðu 8 af 12 þjóðum EFTA gengið í Evrópusambandið. Greidd voru atkvæði um aðild hinn 12. janúar 1993. Já sögðu 33 þingmenn en 23 þingmenn voru á móti. Meðal þeirra sem voru á móti voru þrír sjálfstæðisþingmenn, en enn voru þingmenn Alþýðubandalagsins á móti, svo og hinar »frjálslyndu þingkonur Kvennalistans« og nokkur hópur þingmanna Framsóknarflokksins, sem fylgdi Steingrími Hermannssyni að málum. Sex þingmenn Framsóknarflokksins greiddu ekki atkvæði, svo og ein kvennalistakona.

 Í dag

 Svo bar við hinn 19. desember 2015 að enn voru greidd atkvæði um frjálsa verslun. Nú var ekki um grundvallarmál að ræða, heldur aðeins kartöfluflögur, sem voru með ofurtollum, 59%, og verður svo út þetta ár. Kemur þá ekki enn upp sama mynstur í og í fyrri atkvæðagreiðslum. Sá flokkur sem nú heitir Vinstrihreyfingin - grænt framboð og er arftaki Alþýðubandalagsins, er eins og fyrirrennari hans fylgjandi ofurtollum ásamt einum þingmanni Framsóknarflokksins, en þær framfarir hafa orðið helstar að fimm af þingmönnum Framsóknarflokksins voru fylgjandi afnámi ofurtolla á kartöfluflögum, og að venju sátu aðrir þingmenn Framsóknarflokksins hjá.

 Sennilega væru hér enn í gildi lög um heimildir til að banna innflutning á óþarfa og ofurtollar á þeim vörum, sem þingmönnum er annars ekki vel þóknanlegar ef ekki hefði komið til aðild að EFTA og EES. Víst er að meginhluti Framsóknarflokks hefur ekkert lært frá 1920 og Alþýðubandalag, það er nú heitir Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alls ekkert lært og heldur fast við sína forsjárhyggju, eins og fram kom í atkvæðaskýringu formanns flokksins.

 Sennilega væri Ísland enn á stigi sjálfsþurftarbúskapar ef stjórnarfar þessara flokka réði ríkjum. Íslendingar væru þá enn að yrkja um »Lystigarð ljúfra kála«.

 Því má ekki gleyma að það var nefnilega verulegt frjálsræði í viðskiptum fyrir 1920, jafnvel meira en er í dag."

Ég get ekki sagt að ég deili hrifningu Villa á öllu  sem EES hefur fært okkur eins og EFTA gerði sannarlega. En hugsanlega væri nú hægt að sníða verstu vankantana af EES ef þingmenn almennt nenntu að lesa og hugsa, sem er ekki útbreitt meðal þess liðs sem nú situr þar. Það réttir upp hönd án þess að hafa kynnt sér tilskipanir EES sem þeir leiða í lög án fyrirhafnar. Hvernig skyldu vinnubrögð Pírata verða í þessum málum fyrst hinir eru svona?

Menn eins og Villi hafa hlutverki að gegna við að uppfræða og upplýsa fáfrótt fólk í kring um sig sem gæti orðið að einhverju gagni fyrir land og lýð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór: sem jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Vilhjálmur Bjarnason: er svona ámóta ómarktækur, og Pírata gerpin / sem þorri samþingmanna sinna: annarra.

Blaðrar út í eitt - á fullum launum, úr vösum skattgreiðenda, og veraldar vafstur hans, snýzt einungis, um hans eigin hasgmuni.

Væri: einhver töggur í þessum manni / væri hann fyrir löngu, búinn að beita sér fyrir uppfyllingu loforða glamurs Þorseteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hnanibalssonar, um niðurfellingu svonefndra Bifreiðagjalda t.d. / gjalda skratta, sem Þorsteinn  og Jón Baldvin klíndu á okkur, í byrjun árs:: 1989 - en ÁTTU EKKI að vera lengur við lýði, en fram á árið 1990 / eins og fram kom í viðtali við Þorstein og Jón Baldvin, í þáverandi Kastljóss þætti Ríkissjónvarps ins, Haustið 1988.

Svo - aðeins sé rifjaður upp, enn einn skíthaugurinn / sem eftir ísl. stjórnmálamenn liggur, fornvinur góður.

Þú getur alveg:sparað þér Gyllinguna og lofsyrðin yfir þessum skrumara (Vilhjálmi Bjarnasyni) Halldór minn.

Eftir hann - liggur EKKERT, í þágu ísl. heimila / hvað þá fyrirtækja:: sbr. löngu tímabær niðurfelling áðurnefndra gjalda, sem og endurgreiðzlur, á þeim.

Vilhjálmur Bjarnason: er dæmigert sníkjudýr, á bökum vinnandi fólks í landinu, og verðskuldar ekkert annað en háðung, fyrir sinn liðleskjuhátt.

Sjáum Halldór - Bifreiðagjöldin / Tryggingagjaldið (hvergi hærra í veröldinni, líkast til), sem og Stimpilgjöldin frá 19.öldinni, og áframhald vivarandi sóðaskaparins, af þessum plágum fyrirtækja rekstrar aðila, sem og heimilanna í landinu, o.s.frv.

Hvar í ósköpunum: sérð þú þess staðar / að Vilhjálmur og þau hin, í Djöfuls þinghúss kumbaldanum, séu að STARFA í okkar þágu:: yfirleitt, Halldór minn ???

Með beztu kveðjum til þín Halldór - sem annarra / ENGUM aftur á móti, til þeirra, sem maka krókinn, á okkar kostnað //    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 12:41

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég velti stundum fyrir mer hvað menn eigi við þegar þeir segja að þingmenn "séu ekki að starfa í okkar þágu". Til að þjóðfélagið hreyfist áfram (þ.e. staðni ekki) þarf að huga að mörgu. Börn og barnafólk hefur ekki sömu þarfir og aldraðir, bændur hafa aðra hagsmuni en útgerðin, landsbyggð gagnvart borgarbúum og verkafólk aðra hagsmuni en menntamenn o.s.fr. Miðstéttin hefur nú verið endurreist og kaupgeta fólks hefur vaxið. Þetta sýnist mér vera merki um að verið sé að vinna í okkar þágu. Ekki fyrir mig persónulega heldur fyrir okkur sem þjóð. Hvað skyldi Óskar Helgi eiga við þegar hann kvartar undan áhugaleysi þingmanna að vinna í okkar þágu?

Ragnhildur Kolka, 15.1.2016 kl. 15:43

3 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ragnhildur Kolka !

Dugur: sem áræðni og kjarkur / sem þor : Bænda / Sjómanna og Iðnaðarmanna, sem Verkafólks, hefir verið burðarásinn í ísl. samfélagi:: allar götur, frá landnámstíðinni á 7. - 9. öldunum, til þessa dags.

Hins vegar: hafa sjálfbirgingar embættis- og stjórnmálanna verið helztu hemlar gagnvart réttlæti og eðlilegum framförum, gegnum tíðina.

Fyrir nú utan: hversu ráðandi öflin ALLRA FLOKKA, hafa verið einna drýgzt í, að hygla sér og sínum - á okkar kostnað, Ragnhildur mín.

Með - sízt lakari kveðjum, en hinum og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband