Leita í fréttum mbl.is

Hræsnin uppmáluð

Katrínlítur út eins og konan á myndinni:

" Ég held að hátt­virt­ir þing­menn verði að hlusta eft­ir þess­ari kröfu lands­manna, meira en 50 þúsund lands­manna, um að for­gangsraða í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag og vísaði þar til und­ir­skrifta­söfn­un­ar Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, þar sem þess er kraf­ist að 11% af lands­fram­leiðslu verði varið til heil­brigðis­kerf­is­ins.

Hins veg­ar vöknuðu upp spurn­ing­ar þegar þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans spyrðu að því hvar taka ætti pen­ing­ana. „Þarna kom­um við að grund­vall­ar­spurn­ing­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um sem snýst um það hver á um­fang sam­neysl­unn­ar að vera og hvernig ná­kvæm­lega ætl­um við að fjár­magna hana,“ sagði Katrín. Sakaði hún stjórn­ar­meiri­hlut­ann um að hafa unnið mark­visst að því að veikja tekju­stofna rík­is­ins. Meðal ann­ars með lækk­un veiðigjalda og breyt­ing­um á skatt­kerf­inu. VG hefði lagt til fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að tekj­ur­stofn­ar rík­is­ins yrðu óbreytt­ir.

„Ég held að þessi und­ir­skrifta­söfn­un, sem snýst fyrst og fremst um þetta, um það hvert um­fang sam­neysl­unn­ar eigi að vera og hvernig ná­kvæm­lega þurfa þá stjórn­mála­menn að svara því eigi að fjár­magna hana, sýni að al­menn­ing­ur vill setja þessi mál á dag­skrá. Og ég held að hátt­virt­ir þing­menn megi ekki dauf­heyr­ast við því held­ur taka al­var­lega þann ríka vilja sem þarna birt­ist í að efla innviði sam­fé­lags­ins okk­ar og þá þarf auðvitað að horfa til tekju­öfl­un­ar­inn­ar herra for­seti og það þarf nýja hugs­un í þeim mál­um.“

Á sama tíma gefur sama Katrín ekkert fyrir undirskriftir 70.000 Íslendinga  sem þeir Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson söfnuðu undir yfirskriftinni Hjartað í Vatnsmýrinni til stuðnings áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri.

Í Borgarstjórn samþykkir hún áframhaldandi stefnu flugvallarfénda og skipulagstudda gegn vilja nærri 83 % þjóðarinnar ef marka má skoðanakönnun mína sem nú hefur staðið árum saman hér á síðunni og nærri tólf þúsund manns hafa tekið þátt í til þessa.

Hvernig skyldi um fleiri mál ef Katrín Jakobsdóttir sést vera bara hræsnin uppmáluð í flugvallarmálinu?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, enginn lýðræðissinni.  Ekki varðandi ESB, ekki ICESAVE, ekki flugvöllinn.  Og að fólk skuli nefna hana í sömu setningu og forseta.  

Elle_, 28.1.2016 kl. 18:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kemur ekki til greina,enda JÚ enginn lýðræðissinni.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2016 kl. 07:10

3 identicon

Í þágu heilbrigðiskerfisins?  Í þágu lækna eða sjúklinga?  Um hvað er konan að tala?

http://www.visir.is/rotin-telur-medferdarkerfid-vera-urelt-ad-morgu-leyti/article/2015701269987

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418140

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband