Leita í fréttum mbl.is

Endalok hugsjónamanna

í pólitík blasa allstaðar við.

Stjórnmálamennska virðist vera orðin vera bara mest einhver  tegund  af atvinnubótavinnu. Það er nokkurð sama hvert litið er. Hvar sjá menn hugsjónaelda brenna?

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík náði  sér ekki á strik eftir að Davíð gekk af skipinu. Kjósendur misstu gersamlega trú á Sjálfstæðisflokknum þegar þeir koksuðu á því grunnatriði að 2. maður á lista er varamaður 1. mann á lista.

Þegar Davíð fór byrjuðu allir fulltrúarnir á skítugu valdatafli til að grafa undan Magnúsi L. sem var 2. maður. Þá  sýndu þeir kjósendum að þeim var ekki treystandi sem ábyrgum flokki þegar enginn var með vöndinn á þeim. Magnús hafði ekki hörkuna til að berja þá til hlýðni enda kannski eðlislægir svikamerðir allir saman.

Traust er einnota. Sá sem fyrirgerir því á ekki svo auðvelt með að ná því upp aftur. Eða er bara allt í lagi hjá til dæmis trygginagfélögunum núna að segja bara Barbabrella, allt í plati, við erum hættir við(allavega í bili).

Afleiðingin á landsvísu er núna sú að "Sjálfstæðisflokkurinn virðist sætta sig við það að vera áfram með fylgi um fjórðungs kjósenda bæði á landsvísu og í borginni, svo framarlega sem fylgið er stöðugt og flokksforystan traust í sessi" að því að Ómar Ragnarsson segir á bloggi sínu.

Fólk hefur þá mynd að það séu nær engir hugsjónamenn eftir í Sjálfstæðisflokknum heldur bara menn sem vilja hafa lifibrauð af pólitíkk. Þeir inspírera engann, það er engin sannfæring sem fylgir orðunum.

Mér finnst það eiginlega vera bara Gulli sem er hugsjónamaður og getur rifið fólk upp með sér. Hann líkist Davíð að því leyti að pólitíkin er bæði hugsjón, vinna og lífsstíll. Mér finnst flestir aðrir okkar menn í stjónmálum vera flestir bara kontóristar. Það sem ég hef heyrt til nýja aðalritarans hefur ekki breytt þeirri skoðun. Valhöll er sokkin í skuldir, enginn hreyfir sig með herhvöt til Sjálfstæðismanna að hrista þessa óværu og höfuðskömm á "Albert Hall" af sér með landsátaki.

Og láta það fylgja að skuldsetning eigna flokksin vegna kosninga sé eftirleiðis harðbönnuð. Frambjóðendur eiga að stofna einkahlutafélag fyrir kosningar þar sem 1. maður er stjórnarformaður. Þetta félag ber ótakmarkaða ábyrgð á kosningabaráttunni en ekki sjálfstæðisfélagið á hverjum stað.

Ef eigendurnir kollsigla sig þá verða þeir óhæfir skv. nýjum lögum. Flokksmenn safna fyrir þetta félag öllu sem hægt er fyrir kosningar.Það verður að duga fyrir allri dellu sem oddvitanum dettur í hug.

Svo verða menn að kunna sjálfstæðisstefnuna utanbókar, fyrr geta þeir ekki orðið hugsjónamenn fyrir þann flokk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki veit ég hvursu mikill hugsjónamaður Davíð Oddsson getur talist. Læt öðrum að dæma um það. Að vera einungis foringi, með kjafti og klóm, á ekkert skilt við hugsjónir. Ljóst er þó að með mönnum eins og Eykoni, sem hafði hugsjón sem ætla átti okkur réttlátan hlut í úthafinu umhverfis landið, hvarf sennilega síðasti sanni hugsjónamaðurinn af Alþingi. Síðan þá hefur ekki nokkur sála komist með tærnar, sem hann hafði hælana. Mestmegnis litlaust rauplið, með eigin hagsmuni, eða fyrirgreidda, að leiðarljósi. Samsuðan sem nú situr þingið er svo litlaus, að jafnvel þeir sem reyna að fylgjast með, hafa ekki hugmynd um hverjir eru þarna innandyra. Á það við um flesta flokka. Þetta lið getur ekki einu sinni komið sér á þing af eigin rammleik. Nei, það þarf að ríkisstyrkja þessar gufur, með almannafé í kosningabaráttunni, sem síðar veldur fýkn, sem seint virðist eldast af þessum amlóðum. Valhöll er bara hús. Ég man vel eftir byggingu hennar og ávallt stóð Gústi í Tollvörugeymslunni slaginn og barði á mönnum. Það var kraftur í pólitíkinni í þá daga, hvort heldur menn sátu á þingi fyrir flokkinn, eða skófu spýtur og naglhreinsuðu, uppi í Valhöll. Sú tíð er liðin nafni og við blasir litlaus hjörð mömmudrengja og kvenna, sem endalaust væla yfir minnsta mótstreymi. Hugmynda og hugsjónagelt lið, með að því er virðist, næringu í æð, aðeins til að "meika"daginn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 01:53

2 identicon

Vel orðað og hárrét hjá ykkur nöfnunum.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 08:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já vel mælist þér nafni minn að sunnan. Davíð tel ég tvímælalaust hugsjónamann en hann var líka foringi og ekki lamab að leika sér við frekar en aðrir slíkir.Og litlaus vara hann ekkki.Já Gústi í geymslunni, hann var alvöru maður

Halldór Jónsson, 13.3.2016 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband