Leita í fréttum mbl.is

Traust Landsbankans

hefur beðið hnekki telur bankaráð Landsbankans. Landsbankinn ætlar í mál vegna Borgunarsölunnar en bankaráðið segir bara af sér í vanþókun yfir einhverju.

Hversu mikið var þetta traust Landsbankans áður en þetta kom til? Hvernig skyldi það vera mælt? Í rúmmáli, þyngd eða lögun?

Allt frá því að Steingrímur J. Sigfússon hóf afskipti af Landsbankanum og bjó til nýja og gamla Landsbankann og eitthvert risaskuldabréf inn í framtíðina, hef ég verið að velta þessu fyrir mér.

Ég átti bréf í Landsbankanum sem Steingrímur þessi sagði að væru ónýt. Samt gat hann haldið áfram í sama húsi, með sömu græjum, sömu málverkum og sama fólki að reka einhvern Landsbanka sem hann sagðist allt í einu eiga. Það var ekki farið að skv. gildandi gjaldþrotalögum um búskipti  heldur öllu búinu bara kippt í burtu frá  fógeta, eigendunum og kröfuhöfunum.

Ég gat ómögulega fundið neitt traust hjá mér á þessum aðgerðum Steingríms Jóhanns hrunstjóra. Og ég hef ekki fundið neitt traust hjá mér þó Bjarni ætli að gefa öllum hlutabréf í mínum gamla banka og enn aðrir séu búnir að ákveða að þetta verði einhverskonar samfélagsbanki sem ekki eigi endilega að græða.

Ég vil því hughreysta fráfarandi bankaráðið með því að ég hef ekki tapað neinu trausti á Landsbankanum og það þarf ekki að hafa áhyggjur af mér.  Og ég er ekkert viss um að margir landsmenn telji sig sérstaklega hafa tapað trausti á Landsbanknum vegna þessa Borgunarmáls. Þetta er því eitthvað sem okkur kemur ekkert við því við sjáum aldrei eyrir út úr þessu öllu.

Það gera  bankastjórinn og starfsmennirnir hinsvegar sem skipta á milli sín hlutabréfum og bónusum í einhverju sem enginn veit hvað er né hvað verður um en kallast Landsbanki Íslands. Svo kemur bara  nýtt bankaráð til að blessa yfir þetta allt. Er þetta ekki vel launuð innivinna?  Getur maður ekkki boðið sig fram þó engir menn hafi komið að máli við mann?

Þarf  traust líka ekki að vera fyrir hendi áður en það getur tapast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Landsbankinn sendi sjálfan sig til helvítis þegar hann sendi Íslendingum reikning fyrir Icesave upp á 500 þúsund milljónir, setti Ísland á hryðjuverkaskrá, reis svo upp frá dauðum og hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist.  Að einhver vilji eiga viðskipti við þetta apparat er svo langt ofar mínum skilningi að ég get ekki annað en hrist hausinn.  Gamli eða Nýji - sami grautur í sömu skál.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 17.3.2016 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3418227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband