Leita í fréttum mbl.is

Gúrkutíð

hjá stjórnarandstöðunni svokölluðu stendur yfir. 

Þar sem öll ytri og innri skilyrði í þjóðarbúskapnum eru ýmist í lagi eða batnandi, þá voru þeir komnir í þá stöðu að ekki nokkur maður vildi hlusta á eitt né neitt sem þeir voru að segja. Sama hvort þeir heita, Árni Páll, Steingrímur J., Helgi Hjörvar, Katrín Jakobs, ekki nokkur maður bjóst við að þetta fólk hefði nokkuð fram að færa annað en það sem örugglega yrði til bölvunar fyrr þjóðina.

Ríkisstjórnin hefur fengið óskabyr. Skuldir lækka, þeir hafa efnt eða hálfefnt mörg kosningaloforð sín, gengið hækkar, verðbólgan fer niður þrátt fyrir brjálaðar taxathækkanir, olían lækkaði, það er raforkuskortur til að seðja eftirpurn. Einmitt þegar neyðin er mest þá gefst höggfæri á Sigmundi Davíð.

Nú skal Austurvöllur stormaður og þinghúsið grýtt á morgun.Nú gengur RÚV fram fyrir skjöldu að samræma áróður gegn ríkisstjórn Íslands á öllum rásum erlendra útverpsstöðva. Nú skal allt gert til að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs verði hrakin frá völdum með áhlaupi.

Hvað á að taka við spyr maður sig? Treystir maður  Árna Páli, Steingrími J., Helga Hjörvar, Katrínu Jakobs til að stjórna landinu betur? Er þetta fólkið sem við á að taka?

Allt út af einum manni og konu hans.Er Sigmundur Davíð þess virði að fela þessu endemis liði lyklavöldin aftur? Er ekki fullreynt með það? Ef kona Sigmundar er hrægammur er ljóst að hann á í erfiðleikum. Ef allt er satt og rétt sem fram hefur komið er allt í lagi þrátt fyrir ýlfrið í vinstrimönnum. 

Örlög þjóðarinnar mega bara ekki verða þau að fljótræðisákvarðanir, jafnvel studdar með ofbeldi,  verði til þess að skola þessu botnfalli íslenskra stjórnmála upp í valdastóla landsins í samræmdri gúrkutíð áróðurs og misbeitingar sem er nú í fullum gangi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt. Ég var einmitt að velta því fyrir mér, hver ætti eiginlega að stjórna landinu, þegar búið er að grafa undan núverandi ríkisstjórn og þeirra flokkum, vinstri flokkarnir eru í frjálsu falli í skoðanakönnunum í réttu hlutfalli við djöfulganginn í Sovétfréttastofu Rúv út í ríkisstjórnina og óstjórnina hjá krökkunum í Ráðhúsinu, sem sýnir það eitt, að fólk er búið að fá sig fullsatt upp í kok og vel það af þessu fólki, sem veður svona yfir allt og alla á skítugum skónum, og fer sínu fram, hvað sem hver segir. Ég er ekki viss um, að þetta fólk vilji endilega, að Píratar taki við stjórninni. Þetta fólk er bara þau fífl að vita ekki, að því meir sem þessi djöfulgangur gengur lengra og heldur áfram, því minna kærir fólk sig um þetta vinstra lið. Ég var að rifja það upp núna, að þegar einhver réðist harkalega að Vigdísi Finnbogadóttur í kosningabaráttunni, þegar hún bauð sig fyrst fram ásamt fleirum, en enginn frambjóðandi vildi kannast við að hafa ráðist að henni með óviðurkvæmilegri orðræðu í blaði sínu, þá fékk hún einmitt heilmörg atkvæði út á þessa árás, og þeir, sem voru sakaðir um að hafa staðið fyrir óhróðrinum báru minna úr býtum. Mér þætti því undarlegt, ef Sigmundur Davíð og Bjarni græddu ekki á þessum djöfulgangi í þeirra garð, þ.e.a.s. ef fólk er ekki orðið svo gegnsýrt af vandlætingu og reiði og orðið upptrekkt og æst af þessum áróðursmaskínu Sovétútvarps Rúv, sem mátti nú ekki bæta mikið við það, sem komið er í þeim efnum. Þetta er orðið hreinasta hneisa, hvernig þessi fréttastofa er. Ég var líka að velta fyrir mér, hvernig Margréti Indriðadóttur, fv. fréttastjóra, líði eiginlega, þegar hún fylgist með þessum ósköpum. Nú hefur hún alltaf verið vinstri manneskja, eins og frægt er, en hún lagði sig í líma við að halda hlutleysi útvarpsins, hvernig sem allt veltist, og það gerðu líka flokksbræður hennar, Jón Múli, Stefán og Henrik Ottóson, ásamt kratanum Pétri Péturssyni, sem snúa sér áreiðanlega við í gröfinni, ef þeir vissu, hvernig ástandið er orðið á þessum bænum. Þetta er svo svívirðilegt orðið, að ég á varla orð yfir það. Mér finnst mál að linni og verði gerð hreinsunarrassía þarna á fréttastofunni. Það er ekki hlustandi á þetta lengur, og það í útvarpi, sem á að heita í eigu almennings, og við borgum okkar skata og skyldur af. Við verðum að fara að gera kröfur um, að þessarri Sovétfréttastofu verði lokað hið allra snarasta. Þetta eru líka þeir vitleysingar þarna inni að gera sér ekki grein fyrir, að því meira sem þeir hamast á þennan hátt, þá verður það til þess að vinstri flokkarnir þurrkast alveg út úr pólitíkinni hér á Íslandi, - og þá er hægt að spyrja, hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum, þegar það hefur verið gert. Þeir verða að fara að vakna og spyrja sjálfa sig að því, hafi þeir eitthvað vit í hausnum. Ég segi enn: Mál er að linni og meira en það. Að mati almennings í landinu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 20:45

2 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðbjörg Snót !

Utanþingsstjórn manneskja: nema hvað ?, ætti að taka við, strax í fyrramálið (4. IIII.), hafi Ólafur Ragnar Grímsson rænu á, að skipa svo málum - sem honum ber: ALGJÖRLEGA.

Nógsamlega komið - af skemmdarverkum hvitflibba- og blúndukerlinga alþingis, Guðbjörg mín.

Því miður !

Með ebztu kveðjum af Suðurlandi - engu að síður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 21:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ólafur á eftir að koma í fréttatímum í Blomberg eða einhverri annari stöð trúi ég. Hann lætur ekki þetta yfir landið ganga.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2016 kl. 21:59

4 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafna mín: Kristjánsdóttir !

En - hefir Ólafur Ragnar Grímsson bein í nefi / skipar hann Utanþingsstjórn STRAX: á morgun.

Annað: á ekki að koma til greina / eftir þá skammarlegu framkomu, sem alþingi og stjórnarráð hafa sýnt okkur, í gegnum tíðina.

Að - Ásmundi Friðrikssyni undanskildum, sem þorir einn þingmanna, að berjast gegn Múhameðsku vánni, sem vinstri menn og þorri miðju- moðsins (Sjálfstæðis- og Framsóknar flokka) eru að reyna að koma hér inn  í landið, bakdyra megin, nafna mín góð !

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 22:11

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Æi Óskar minn Helgi, reyndu nú að vera almennilegur við góðar konur. Það virðist endanlega slokknað á lýðræðisneistanum í falangista sálinni þinni þegar þú ert farin að frugta upp á Ólaf Ragnar að stjórna landinu að hætti fasista.

Halldór Jónsson, 3.4.2016 kl. 22:26

6 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Halldór !

Nei - því fer fjarri, að Fasísk úrræði ættu að ráða, hjá Ólafi Rganari í næsta skrefi / meiklu fremur:: Falangízk, í anda Francós vinar okkar, eftir þann scandal og misbeitingu gerfi- lýðræðisins hérlendis sem við höfum horft upp á, að undanförnu, Halldór minn.

Í öllu falli: getum við þó verið sammála um, Verkfr. vísi, að við núverandi og óbreytt ástand, getum við ekki unað, sé mið tekið af þeim Riddaralegu viðhorfum, sem á æskuárunum voru mér innprentuð, mikið til / og þér eflaust líka, og ekki í neinu, var meining mín, að snupra eða móðga þær heiðurs konur: Guðbjörgu Snót, né nöfnu mína, síðuhafi kæri.

Með: ekki lakari kveðjum - en hinum öðrum, og áður /                    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband