Leita í fréttum mbl.is

Andstöðustjórnmál

Borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík  sem maður les um í fjölmiðlum valda manni furðu þegar maður býr í öðru bæjarfélagi þar sem nálægðin við stjórnkerfið er mikið.

Það er ráðist í þrengingu Grensásvegar og Hofsvallagötu, það er reynt að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll, það eru lagðar niður kaffistofur gamlingja. Það virðist samræmd stefna að hafa Reykjavík sem óþrifalegasta með sandskafla á götunum og rusl út  um allt. Það virðist stefna að hafa vondar götur með hættulegum holum í malbikinu en leggja frekar malbikaða hjólastíga. Skipulagsbreytingar eru barðar í gegn í andstöðu við íbúa og svo má lengi telja.Það er safnað skuldum sem nema 70 milljónum 24/7/365 á meðan , yfirmönnun í stjórnkerfinu er áberandi í samanburði við önnur sveitarfélög þar sem reynt er að spara.

Dagur B og EssBjörn fengu að vísu falleinkunn í kosningunum en fengu Halldór Pírata sem bjarghring. Píratar eru því beinlínis ábyrgir fyrir ástandinu í Reykjavík sem þeir hljóta þá að vera ánægðir með. Þó mörgum finnist íhaldið með afbrigðum pasturslítið í andstöðunni þá er það ekki eitt og sér nóg til að skýra stöðuna.

Það er eins og Reykvíkingar hafi týnt niður öllu metnaði fyrir hönd höfuðborgarinnar, sem eitt sinn bar ægishjálm yfir öll önnur sveitarfélög.Þarna var ég borinn og barnfæddur og því tekur mann þetta eiginlega sárt. Það eru engar byggingalóðir, það er bara ekki neitt nema draumsýnir um að einhverjir muni byggja ódýrar leiguíbúðir þar sem leigan verði niðurgreidd með húsaleigubótakerfi.

Þetta er auðvitað í algerri hugmyndafræðilegri andstöðu við grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem boðar eign fyrir alla. Í Reykjavík ríkir hinn klassíski kratismi sem skattleggur og eyðir í stað þess að láta fólkið eyða sjálfsaflafé.  Mér finnast þetta vera andstöðustjórnmál framfara í stað framfarastjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kópavogur skuldar 160% af árstekjum á meðan Reykjavík skuldar 77%. Í Reykjavík er ódýrara að búa samkvæmt vefsíðunni http://bestadbua.vi.is/ sérstaklega fyrir barnafólk. Göturnar í Kópavogi eru ekkert skárri en í reykjavík. 

Jónas Kr (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 14:32

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem þú nefndir húsaleigu bætur, þá má velta vöngum yfir því, hvort það eru bætur. 

Ljóst að þær eru ekki tilkomnar til gagns fyrir legendur.  Þar sem í ljós hefur komið að húsalega lækkaði ekki við þær, eða hvað? 

Svo sér sem húsaleigu bætur séu eingöngu til smíðaðar handa leigusölum.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.4.2016 kl. 18:00

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónas Kr.

Við skulum hafa það sem sannara reynist:

Ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2015 liggur ekki fyrir. Samkvæmt ársreikningi 2014 námu heildartekjur borgarinnar (samstæðan) 133 MKR. Skuldir og skuldbindingar í árslok 2014 námu 287 MKR. Það gerir að skuldir og skuldbindingar námu 215% af tekjum.

 

Svona kemur þetta út frá ársreikningnum. Svokallað skuldaviðmið sveitarfélaga er hins vegar ekki reiknað beint út frá ársreikningi í tilviki borgarinnar þar sem sett var undantekning inn í útreikningsreglurnar þegar veitufyrirtæki vega þungt í samstæðureikningi. Þannig er OR ekki inni í útreikningi á skuldaviðmiði borgarinnar. Stórfelld yfirfærsla skulda frá borgarsjóði yfir á OR á árum áður nýtist því vel núna til lækkunar á þessu skuldaviðmiði. Töfrabrögð ISG nýtast því til framtíðar. 

 

Heildarskuldir á hvern Íbúa í Rvk eru þvi um 2,4 mkr. Til samanburðar Kóp. 1,8 mkr pr. íbúa og Seltjarnarnes 0,4 mkr. pr íbúa.

 

Komdu yfir í Kópavog og sjáðu hvað allt er þrifalegra þeim megin og holurnar færri. 

Halldór Jónsson, 16.4.2016 kl. 09:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

 Hrólfur, ég hugsa að þú hafir margt til þíns máls varðandi þessar húsaleigubætur. Þær létta fyrir leigusölum verður maður var við.

Halldór Jónsson, 17.4.2016 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband