Leita í fréttum mbl.is

Orð í tíma töluð

koma frá Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi þegar Andra Snæ Magnasyni finnst hann verðskulda að komast á framfæri þjóðarinnar sem Forseti Lýðveldisins Íslands til að leysa dr. Ólaf Ragnar Grímsson af þeirri vakt.

Vilhjálmur skrifar:(leturbreyt. mínar)

„Í nóvember í fyrra spyr Andri Snær Magnason hvers vegna íslensk ungmenni ættu að vilja vinna í stóriðju í sinni heimabyggð þegar þeim stendur allur heimurinn til boða. Andri segir líka í þessari grein sem hann skrifaði að þeir sem alast upp á Íslandi njóti þeirra „forréttinda“, ólíkt flestum jarðarbúum í gjörvallri mannkynssögunni, að geta valið sér starfsvettvang í öllum heiminum.

Það má vel vera rétt hjá Andra að ungt fólk hér á landi njóti þeirra forréttinda að geta valið sér starfsvettvang í öllum heiminum. Hinsvegar er alveg ljóst að fáir njóta þeirra forréttinda sem hann nýtur, að geta verið á listamannalaunum í rúm 9 ár og fengið frá íslenskum skattgreiðendum rúmar 38 milljónir og nýtt tímann sinn vel í að kasta rýrð á önnur störf sem að eru unnin hér á landi eins og til dæmis stóriðjustörfin. En þessi störf eru að skila íslensku þjóðarbúi gjaldeyristekjum sem hjálpa við að íslenskt samfélag geti haldið hér úti góðu velferðarkerfi, menntakerfi og öðrum nauðsynjum sem hvert samfélag þarf að búa við. 

Ég veit að fjölmargir starfsmenn sem starfa í stóriðjum vítt og breitt um landið eru farnir að taka þessa neikvæðu umræðu um þá starfsemi sem innt er af hendi í stóriðjunum, inn á sig og finnst hún oft á tíðum vera afar óvægin. Sem betur fer hefur okkur tekist að láta þessa stóriðju greiða mun betri laun en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði en þeirri vinnu við að bæta kjör þeirra sem starfa í þessum verksmiðjum er hvergi nærri lokið.

Það er dapurlegt að heyra rithöfundinn sem skilað hefur einni bók á síðustu 10 árum og verið á launum hjá íslenskum skattgreiðendum ráðast sífellt á störf sem hér skapa íslensku samfélagi gjaldeyristekjur því það er mikilvægt að við sýnum öllum störfum virðingu og hættum að tala þau niður. Það er ljóst að ef ekki nyti við fyrirtækja sem afla hér gjaldeyris fyrir íslenskt þjóðarbú þá væri hann og aðrir listamenn hér á landi ekki að njóta þeirra forréttinda að geta verið á listamannalaunum í allt að 10 ár eins og í hans tilfelli, listamannalaunum sem nema tæpum 40 milljónum á umræddu tímabili.“

Er alþýða manna látin ala margar nöðrur sér við brjóst án þess að vera frædd um ávöxtunina? Eru margir "rithöfundar" komnir á sjálfstýringu í ríkisframfærslu án þess að skila markverðu á móti til þeirra sem borga?

Þetta eru orð í tíma töluð hjá Vilhjálmi Birgissyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er nú óþarfi af nokkrum að taka orð ómerkinga "inn á sig".  Afætan ASM dregur þjóðina í dilka með þeim hætti, að hann hefur gert sig vanhæfan til að gegna stöðu forseta lýðveldisins, en sá eða sú, sem á Bessastöðum situr, þarf að vera meira sameiningartákn fyrir þjóðina en sundrungartákn, og flestir landsmenn þurfa að geta litið upp til viðkomandi vegna þeirra verka, sem forseti á að baki á ferli sínum.  Það er innantómt raus, að heimurinn breiði nú út faðminn til að veita ungmennum frá Íslandi viðnám krafta sinna sem aldrei fyrr.  Þegar við lukum námi á erlendri grundu á sinni tíð, vorum við eftirsóttari starfskraftar en ungt fólk nú á tímum í okkar sporum getur gert sér vonir um erlendis.  Tækifærin eru nú yfirleitt meiri í hagvaxtarlandinu Íslandi en í stöðnuðum þjóðfélögum utan lands, þökk sé fjölbreytilegri og vel heppnaðri auðlindanýtingu í krafti vinnusemi og verkþekkingar landsmanna.

Bjarni Jónsson, 17.4.2016 kl. 10:53

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Viljið þið nú ekki gefa manninum smá séns á að sanna sig? Allt sem þið segið er rétt en hann á nú kannski smá von um að komast í starf sem gefur meira af sér en listamannalaun.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.4.2016 kl. 18:23

3 Smámynd: Elle_

Gott hjá Vilhjálmi Birgissyni. Já af hverju nákvæmlega fær þessi Andri Snær endurtekið úthlutað þessum milljónum frá ríkinu?

Elle_, 17.4.2016 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband