Leita í fréttum mbl.is

Schadenfreude

er þýskt orð sem er erfitt að þýða svo öllu sé til haga haldið.

Það lýsir því hvernig maður gleðst yfir óförum annarra. Sér stjórnmálamann af öndverðum væng stingast á nefið í forina. Glottir afsíðis þegar manns eigin maður á í hlut.

Þegar maður sér einhverjum hefnast fyrir að keyra framúr með látum og keyra svo sjálfan sig í klessu eilítið framar í röðinni, þá gefur maður honum puttann og segir  mátulegt á þig þú þarna apinn þinn, þegar maður sér draumadísina sína ólétta eftir annan og greinilega vansæla? Þegar Gunnar Thoroddsen bauð sig fram til Forseta, höfðu þá ekki samflokksmenn hans margir sérstaka ánægju af því að setja löppina fyrir hann til að sjá hann steypast?

Ætli það verði eins með Davíð núna? Skiptir engu þó að hann ætli að gera þetta fríkeypis og spara hundruð milljóna, RÚV-kommarnir, 101 lýðurinn, 365 liðið og besserwisserarnir voru fljótir að reikna út að þetta væri bara kjaftæði og ekkert myndi sparast sem neinu skipti. Hvort hann hefði reynslu af rekstri ríkisins skipti engu því það væri allt íhaldsreynsla sem væri verri en engin reynsla og stéttahatur. Hann væri líka gamall, gráhærður  og ljótur, hefði skrifað í Moggann ljótt um vinstrimenn, væri með þessa brandara sem allir hlægju að og væri orðheppinn og minnugur.Hann væri líka með skítlegt eðli eins og Ólafur Ragnar hefði komist að fyrir margt löngu. Nei, ekki skal þessi djöfuls kall á Bessastaði að okkur heilum og lifandi.

Verður það ekki dýrðlegt að sjá Davíð stingast á hausinn? Það er bara sá atburður sem skiptir okkar sál sköpum. En ekki hvort að hann gæti gert gagn sem Forseti við vissar aðstæður þar sem hann væri betur heima en Guðni, Sturla og Andri Snær? Að sjá hann Davíð liggja það væri toppurinn sem yfirskyggir allt annað.

Þannig er víst þjóðin. Schadenfroh. Hún stjórnast af tilfinningum en sjaldnast rökhyggju. Hvernig halda menn að hér yrði umhorfs ef Pétur og Þorvaldur kæmu þessu beina lýðræði á? Að nokkurn veginn helmingur vinstrimanna geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu? Um fundarstjórn Forseta ef ekki annað? Fyndist engum ráðlegra að setja mörkin við helming þjóðarinnar eða meira?

Schadenfreude? Það er merkilegt hugtak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband