Leita í fréttum mbl.is

Framboðsbullið

ríður húsum í íslensku þjóðlífi. 

Það er eins og hálf þjóðin hafi ekkert að kjósa um. Það vanti einhver ný framboð, nýjar hugmyndir um einhver bein lýðræði, nýjar stjórnarskrár, nýtt fólk með nýja sýnir. Og ef ekki er til fleira nýtt fólk þá þarf bara gamalt fólk með nýjar sýnir á sjálft sig.

Fremstir í þessum flokki fara Pétur Gunnlaugsson á Sögu, Þorvaldur Gylfason prófessor, Katrín Jakobsdóttir í VG, Egill Helgason og 101 liðið, Benedikt Jóhannesson í Viðreisn og svo þessi nafnlausi grúi sem er var í Samfylkingunni sálugu og enginn veit hvert ætlar að fara. Allt þetta fólk sem á það sameiginlegt að vera óhamingjusamt vegna einhvers Weltschmerz sem það getur samt illa útskýrt. Þetta fólk er ekki að meta lága verðbólgu og aukinn kaupmátt ár eftir ár vegna þess að verðtryggingin hefur ekki verið afnumin. Þó að hún sé núll þegar engin verðbólga er.

Nú á að kjósa um eitthvað sem maður hélt að skipti máli. Það eru almenn lífskjör sem felast í framangreindum ástæðum sem snúa að eigin búk. NÚNA en ekki einhvern tímann í einhverri framtíð sem framboðsliðið hefur þessar rokna áhyggjur af. Dagblöðin stúrfull af atvinnuauglýsingum. 

Hvað með alþýðu manna? Er hún óánægð með batnandi kjör af því að það eru einhverjir framsóknarmenn og íhaldskurfar í ráðherrastólum augnabliksins en ekki þessir gáfuðu vinstri menn sem hér eru nýfarnir frá með skömm? Því sé um að gera að fá eitthvað nýtt eins og beint lýðræði og nýja stjórnarskrá. Hópur manna, álíka stór og síðast myndaði Bjarta Framtíð á að geta safnað undirskriftum til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um allt mögulegt. Beint lýðræði heitir þetta.

Trúir því einhver að þetta muni bæta ástandið í þjóðfélaginu, útrýma okurvöxtunum, fá réttlæti í kvótamálinu og verðtryggingunni?

Þetta fólk fær nóg að kjósa um í haust fyrst góðærið á Íslandi um þessar mundir skiptir engu máli í pólitík heldur framboð og meiri framboð. 

Framboðsbull.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gefum fjórflokknum frí.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 13:29

2 Smámynd: Elle_

Já það er mikið nýja-bull, Halldór.  Nýtt hitt og nýtt þetta, bylting í öllu, burt með festu og stöðugleika og öryggi.  Nýtt Ísland, enda verið að skipta um þjóð í landinu með fáránlegum útlendingalögum og Schengen. 

Það skal á meðan verja með öllum ráðum að engin padda og engin planta jarðar deyi út.  Vitlaus stjórnmál vægt sagt og næstum enginn stjórnmálamaður þorir að vera á móti.

Elle_, 12.6.2016 kl. 15:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn Elle nema þá með hjáróma röddu, enga sannfæringu skíthrætt við niðurhalið frá Zoros,eða hvað það heitir  sem liggur í loftinu.-- bestu kveðjur Halldór og Elle. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2016 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband