20.6.2016 | 09:24
Jón Þorláksson
verkfræðingur er í mínum huga eitt af stórmennum landsins hvernig sem á er litið.
Það virðist ekki skipta máli hvað svið sá maður kom inná, yfirburða skýrleiki og skilningur einkennir allt sem maðurinn setti niður á blað. Það er unun að lesa fræðandi greinar hans um húsabyggingar og opna jafnvel augu nútímamannsins með undrun á því hversu mikið hann vissi á sinni tíð.
Líklega er það eina sem honum kann að hafa skjöplast um var tilraun hans til að skilja eðli gengis krónunnar gagnvart útlöndum sem hann setti fram í ritinu Lággengið. Hann virðist hafa mismetið kostina af hágenginu á móti samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækjanna. En tímaröðin kann að hafa ráðið þar meira um en maður sér í fyrstu og innbyrðis sveiflur vörutegunda á alþjóðamarkaði sem hafa verið Akkilesarhæll Íslendinga lengi vel vegna einhæfni okkar, hafi haft skekkjandi áhrif á fróman tilgang hugsunarinnar.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins fjallar um skilgreiningu Jóns á umrótsstefnunni annarsvegar og íhaldsstefnunni hinsvegar, þar sem Jón dregur fram það sem að baki hinnar seinni býr. Jón segir íhaldsstefnuna spyrja:
" Hvað hefir reynst vel á þessu sviði hingað til? Það, sem vel hefir reynst, viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varðveita það.Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýjungin sé betri.
En umrótsstefnan festir augun á göllum hinnar eldri tilhögunar, sem einatt verða auðfundnir í þessum ófullkomna heimi, og segir: Burt með það gamla og gallaða, vér viljum reyna eitthvað nýtt.
Sá mismunur á lundarfari, sem hér er lýst, er önnur hin algengasta undirrót flokkaskiptingar í þjóðmálum, þó að slík flokkaskipting geti að vísu risið upp af ýmsum öðrum rótum.
Íhaldsmaðurinn er venjulega aðgætnari og þess vegna oft seinlátari til nýjunganna en umrótsmaðurinn. En af þessu leiðir líka einatt það, að þegar íhaldsmaðurinn eftir sína nákvæmari athugun er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgir hann henni fram með meiri festu en umrótsmaðurinn, sem ekki hefir gert eins miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni.
Þess vegna vill það einatt verða svo, að íhaldsmennirnir verða duglegri framkvæmdamenn á sviði nýjunganna en umrótsmennirnir, en upptökin að nýjungunum koma oftar frá umrótsmönnunum.
Og Jón segir ennfremur um meginlínur í stjórnmálum á hans tíma:
" mismunandi skoðun á afstöðu félagsheildarinnar eða ríkisvaldsins til einstaklinganna.
Önnur stefnan heldur því fram, að hver einstaklingur eigi að vera sem frjálsastur sinna athafna innan þeirra takmarka, sem lögin setja til varnaðar gegn því, að einstaklingarnir vinni hver öðrum eða félagsheildinni tjón.
Hún lítur svo á, að verkefni ríkisvaldsins sé einkanlega það að vernda heildina gegn utanaðkomandi árásum og einstaklinga hennar gegn yfirgangi lögbrjóta og misendismanna.
Þessi stefna hefir mjög oft kennt sig við frjálslyndið, og er það fremur vel valið heiti, því að frjálslyndið, þ.e. vöntun á tilhneigingu til þess að gerast forráðamaður annarra, er sjálfsagt höfuðeinkenni þess lundarfars, sem markar stefnuna.
Höfuðröksemd þessarar stefnu fyrir málstað sínum er sú, að þá muni mest ávinnast til almenningsheilla, er hver einstaklingur fær fullt frjálsræði til að nota krafta sína í viðleitninni til sjálfsbjargar öðrum að skaðlausu.
Andstæðingar þessarar stefnu eru þeir menn, sem vilja láta félagsheildina eða ríkisvaldið setja sem fyllstar reglur um starfsemi einstaklinganna, banna margt, leyfa fátt og skipulagsbinda allt. Þeir festa sjónir á því, að þar sem einstaklingsfrelsið er ríkjandi, þar fara mörg átökin til ónýtis, af því að þeim er klaufalega beitt. Þeir halda sig geta beint átökum einstaklinganna í rétta átt með því að gefa nógu ýtarleg lagaboð og reglur um starfsemi þeirra, en gæta miður að hinu, að um leið og einstaklingurinn er sviptur frelsinu, þá er venjulega þar með kæfð löngun hans til að beita kröftunum, og frost kyrrstöðunnar færist fyrir þjóðlífið.
Þeir festa líka stundum sjónir á því, að frelsið skapar mönnum misjöfn kjör, dugnaðarmaðurinn nær í meira af sólskini tilverunnar handa sér og sínum en meðalmaðurinn, og vilja þá jafna þetta með því að hengja á dugnaðarmanninn hnyðjur eða hneppa framtakssemi hans í viðjar einhvers skipulags, gleymandi því, að skuggarnir á tilveru meðalmannsins verða að minnsta kosti ekki bjartari fyrir því, þó að sólskinsblettunum sé burtu rýmt úr þjóðfélaginu.
Vinstri menn í þjóðfélagi okkar hafa aldrei getað náð sér út úr þeirri staðreynd að þeir urðu rökþrota í þessum deilum við Jón Þorláksson. Allt frá Háskólasamfélaginu með Kúbu-Gylfa, Stefán Ólafsson og Baldur Þórhallsson innanborðs niður til díalektískra spekinga á borð við Kristinn E. Andrésson, Einar Olgeirsson og Svavar Gestsson og seinni tíma komma og krateríis Jóns Baldvins tímans, eru svörin mest slagorð og upphróp um einhverja nýfrjálshyggju sem er þeirra eigin uppfinning í heimi trölla og forynja þar sem aldrei skín sól.
Þrátt fyrir lúsaleit gat bloggari ekki séð nein sérstök fingraför á þessu Reykjavíkurbréfi. Það er gaman að vita að Moggi ræður yfir skríbentum sem geta skrifað vitræn Reykjavíkurbréf þótt einn þeirra sé upptekinn við annað sem stendur.
Þetta Reykjavíkurbréf var þörf upprifjun á því hvernig starfsamir vitmenn geta haft áhrif á þankagang heillar þjóðar til lengri tíma.
Jón Þorláksson var þeirrar gerðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.