Leita í fréttum mbl.is

Píratar hefja sókn

með frábærum þáttum á ÍNN.

Þar tala fallegar og menntaðar stelpur um hluti eins og Grunnstefnu Pírata undir stíliséraðri mynd af Vilmundi heitnum Gylfasyni sem er greinilega orðinn fyrirmyndin að erkipíratanum. Hin mikla fyrirmynd kjarksins og ósvífninnar sem hann var í augum margra á sinni tíð. Þeir Píratar höfða greinilega til Vilmundar sem síns hugsjónahöfundar sem á sinni tíð hristi kerfið frá toppi til táar svo það lék á reiðiskjálfi.

Þessar myndir eru settar upp af atvinnumönnum í grafískri hönnun og stafa lögmál stjórnmálanna ofan í þá kjósendur sem lítið vita. Hvort sem boðendurnir vita mikið meira sjálfir eða minna, þá skiptir það ekki máli. Því  þetta er áróður par excellence.

Okkar Sjálfstæðisflokkur með fína ritarann og flotta húsið Valhöll, sem er einskonar svarthol þaðan sem enginn ljósgeisli sleppur út til kjósenda, á ekki sjans hjá unga fólkinu ef hann ætlar ekki að gera eitthvað og það strax. Það er vitað að það kýs okkur enginn í þessum fjölmennu aldurshópum. Við og hinir gömlu flokkarnir eru steindauðir gegn þessu áhlaupi. 

Skyldum við Sjálfstæðismenn ekkert ætla að gera fyrir kosningar nema auglýsa í Fréttó og Mogga? Við eyðum örugglega öllum peningunum í ónýtar auglýsingar afglapanna sem skyndilega uppgötva rétt fyrir kosningar að það er engin eftirspurn eftir þeim. Þá veðsetja þeir að vanda eignir flokksins í eigin þágu stjórnlaust. Flokkurinn og fólkið situr uppi með margra ára gjaldþrot en frambjóðendurnir láta sig gjarnan hverfa prompte eftir tapið og gera ekki neitt til að kítta í gatið.

Er þetta virkilega að fara svona lóðbeint til andskotans hjá okkur í gamla Sjálfstæðisflokknum ?

Hverju ætlum við að svara Pírötum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Píratar höfða ekki til món, og ekki gömlu flokkarnir heldur.  Allt má þetta hverfa í hafið fyrir mér.

Verst er að þetta allt eru einu valkostirnir.  Og verða það, sýnist mér, um nokkra tíð.

Ég efast mikið um að þessir píratar séu sú mikla bylting sem svo margir halda að þeir séu.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.7.2016 kl. 00:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það held ég líka Ásgrímur,en verst finnst mér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn raðar í kjörskrár,án prófkjörs.Það má reka það ofan í mig ef ég fer með rangt mál varðandi Norðurland Vestra.  

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2016 kl. 01:50

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega má auka lýðræðið innan flokkanna með prófkjöri, Helga, en það virðist þó ekki alltaf hjálpa. Sá flokkur sem hvað lengst hefur stundað prófkjör er að þurrkast út af pólitíska landslaginu hér á landi. Þá virðist ekki hamla Pírötum þó fámenn sveit sjái um uppstillingu á lista þeirra, samanber Norðurland Eystra.

Vanda stjórnmálaflokkanna er að leita annað og er dýpri en bara prófkjör. Einhverra hluta vegna ná þeir ekki eyrum kjósenda, ná ekki að opna augu fólks fyrir því hversu vel hefur tekist.

Kannski fjórða valdið, fréttamiðlar, eigi þar stóra sök. Vald þeirra er mikið og lítið mál fyrir þá að ná eyrum landsmanna og fífla þá. Engum stjórnmálaflokk né nokkrum félagsskap hefði tekist að draga tugi þúsunda landsmanna niður á Arnarhól, nema fjölmiðlum og engum stjórnmálaflokk né öðrum félagsskap hefði tekist að láta þúsundir landsmanna ferðast erlendis, jafnvel þó engir peningar væru í buddum margra þeirra, nema fjölmiðlum.

Auðvitað höfðu þeir gott málefni að boða, frábært gengi íslenska landsliðsins í fótbolta, en þetta sýnir hvert vald fjölmiðla getur verið. Og það nýta þeir einnig í miður góðum tilgangi á pólitíska sviðinu.

Það er staðreynd að sum stjórnmálaöfl eiga betri aðgengi að fjölmiðlum en önnur og þau ná eyrum kjósenda. Öðrum er haldið markvisst frá og jafnvel leynt og ljóst reynt að mistúlka allt sem frá þeim kemur, á versta veg.

Það er í sjálfu sér ekkert að því að svokallaðir frjálsir fjölmiðlar, þ.e. einkareknir, haldi uppi slíkum áróðri, en þegar fjölmiðill í eigu landsmanna, rekinn fyrir fé úr vösum þeirra án þess nokkur geti rönd við reyst, þá er málið orðið alvarlegt.

Við sáum vald fjölmiðlanna í nýafstöðnum forsetakosningum. Þar náði einstaklingur kjöri að öllu leyti vegna framgöngu fjölmiðla. Reyndar voru landsmenn aðeins að opna augun, svona síðustu dagana fyrir kosningu og allt eins víst að úrslitin hefðu farið á annan veg ef kosið hefði verið viku síðar.

Og fjölmiðlarnir hafa nú þegar ákveðið úrslit komandi þingkosninga. Bara spurning hvort þjóðin fattar það og opnar augu sín og eyru. Þannig og einungis þannig er hægt að slá á putta þessara sjálfskipuðu valdhafa, fjölmiðlana.

Þeir stjórnmálaflokkar sem nú sitja hafa náð undraverðum árangri á flestum sviðum, þó auðvitað megi alltaf gera betur. Vanda aldraðra og öryrkja þarf að laga og draga þarf formlega aðildarumsóknina til baka. Fá stjórnvöld hafa lagt jafn mikið til heilsugæslumála og þau sem nú sitja, en eftir niðurrif síðustu stjórnar þarf að gera þar enn betur. Þannig mætti lengi telja, en megin málið er að þó núverandi stjórnvöld hafi lyft Grettistaki í stjórnun landsins, þurfa þau enn frekar að bæta í á sumum sviðum, þar sem svo hressilega síðasta ríkisstjórn gekk niðurskurði og álögum.

Það er skelfilegt til að hugsa ef vinstri afturhaldöflin ná aftur ráðum hér á landi. Það mun taka þau eitt til eitt og hálft ár að rífa niður það sem byggt hefur verið. Það sem eftir lifir þess kjörtímabils mun síðan verða skelfing fyrir þjóðina.

Það þarf ekki annað en líta til stjórnunar Reykjavíkurborgar til að sjá hvernig fara mun fyrir landinu, nái þessi öfl aftur ráðum!

Gunnar Heiðarsson, 6.7.2016 kl. 08:28

4 identicon

Þetta er að verða sama sjóvið og með Gnarrinn. Bara kjósa okkur til að kjósa eitthvað. Það mun taka Reykjvavík mörg ár að jafna sig eftir Gnarr veisluna sem Dagur stjórnaði og loksins þegar sést til sólar í landsmálum, þá skal allt setja í svartholið aftur. RUV mun sjá til þess að réttir menn komist að, ESB verður samþykkt á Alþingi sem svo verður samþykkt af ESB forsetanum okkar. Búið að hefna fyrir ófarir seinustu forsetakosninga svo um munar. Verði Íslendingum að góðu. GÖmlu flokkarnir sitja fastir í sínum fornaldarhugsunum og slímsetja þeirra sem troða sér fram gegnur frá þeim endanlega. Ekkert nýttt. Engin endurnýjun. Gömlu frasarnir. Sama spillinginn. Sama fólkið ár eftir ár sem flestir ef ekki allir eru búnir að fá upp í kok af. Meðan pólitíkusar á Íslandi, geta ekki vegna siðblindu sinnar, axlað ábyrgð, þá er ekki nema von að allt fari til fjandans.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 09:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður virðist vera nokkuð sama hvort sé "raðað" á lista af flokksforystunni eða prófkjör.Í prófkjör komast einungis þeir sem eru flokksforystunni þóknanlegir, þannig að niðurstaðan verður nokkuð lík hvor leiðin sem er farin. undecided

Jóhann Elíasson, 6.7.2016 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband