Leita í fréttum mbl.is

Húsnæðið of dýrt

og kannski of flott líka?

Svo stendur í Mogga í daga:

 

"Hafnarfjarðarbær og Alþýðusamband Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði. Markmiðið er að afhenda lóðir fyrir 32 íbúðir á yfirstandandi ári, 28 íbúðir árið 2017, 45 íbúðir árið 2018 og 45 íbúðir árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Þar segir einnig að ASÍ vinni að stofnun og fjármögnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem muni starfa á landsvísu. ASÍ hefur þegar haft milligöngu um byggingu um 1.000 leiguíbúða í Reykjavík og að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, hafa einnig farið fram viðræður við sveitarfélög í öllum landsfjórð- ungum varðandi uppbyggingu á leiguíbúðum. Aðstæður þar eru hins vegar aðrar en á höfuðborgarsvæðinu og stendur hár byggingarkostnaður frekari uppbyggingu fyrir þrifum.

„Við höfum verið í samtölum við sveitarfélög úti á landi en það kemur í ljós að húsnæðisvandinn þar er annars eðlis en á höfuðborgarsvæðinu. Þar snýr vandinn að skorti á húsnæði en húsnæðisverð og leiguverð er mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Þess vegna kemur það í ljós að leiguverð í þessu nýja kerfi er mun hærra en leiguverðið er á þessum stöðum og fasteignaverðið er mun lægra en byggingarkostnaður,“ segir Gylfi.

Hann bendir á að af þessum sökum séu einstaklingar og lögaðilar tvístígandi að hefja framkvæmdir. „Byggingarkostnaður er svipaður um allt land. Lóðaverðið er hærra á suðvesturhorninu en á móti er efniskostnaður hærri á landsbyggðinni vegna flutningskostnaðar. Það veldur því að byggingarkostnaður er hærri en markaðsvirði.

Þetta eru aðstæður sem er eilítið flókið að eiga við,“ segir Gylfi. Hann segist hafa lagt það til að haldið yrði málþing um málið fljótlega til þess að fara yfir þetta við- fangsefni.

„Við viljum gjarnan vera landsfélag en leiguverð hjá okkur yrði alltaf hærra en það yrði á annars staðar landsbyggðinni,“ segir Gylfi."

Gylfi mætti velta fyrir sér af hverju er húsnæðisverð svona miklu hærra á Íslandi en í erlendis gerist? Maður sér íbúðir til sölu í Póllandi á hundraðþúsund krónur fermetrann. Í Bandaríkjunum enn lægra.

Erum við ekki sjálf að setja reglur um að gera okkar húsnæði dýrara? Heimta algilda hönnun á öllu sem þýðir að allir gætu verið  öryrkjar og búið allstaðar. Þurfum við allt í toppi?

Treysti ég mér ekki til að búa í gámaíbúð þó það væri dýrara að kynda hana og hjólastóll kæmist ekki á klósettið ef ég þyrfti ekki á betra að halda í bili? Gæti leigt svona íbúð á helmingi þess sem venjulegt er?

Af hverju þarf að búa til öll þessi vandamál þegar tæknin býður upp á öðruvísi lausnir? MúltiMilljón dollara villa er of dýr fyrir mig að leigja, það er nokkuð ljóst. Ég get komist af með eitthvað til bráðabirgða af því að ég er í tímabundinni hönk. En þá má ég það ekki vegna reglugerða?

Og hver ræður reglugerðunum mest? Bankarnir sem stjórna verðinu á lánsfé? Eða hann Gylfi Arnbjörnsson sem sér að húsnæðið okkar er of dýrt og getur haft áhrif allstaðar í kerfinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er magnað að Gylfi Arnbjörnsson skuli vera með próf í hagfræði upp á vasann.

Hann heldur því fram að leiguhúsnæði á landsbyggðinni sé ekki samkeppnisfært vegna þess að byggingakostnaður þar sé hærri en á höfuðborgarsvæðinu. Þó bendir hann á að lóðaverð sé þó lægra á landsbyggðinni og því jafnist þetta. Staðreyndin er einföld, leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er uppsprengt og þess vegna kjósa þeir sem byggja leiguhúsnæði að byggja þar, en ekki á landsbyggðinni. Þarna ráða auðvitað gróðasjónarmið. Það er svo spurning hvort ASÍ, ef það vill taka þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis, eigi að láta slík sjónarmið ráða.

Húsnæðisvandinn hér á landi á þó ekki rætur að rekja til skorts á húsnæði, nema að litlu leiti. Hár byggingakostnaður og þó enn frekar gígatískur fjármagnskostnaður er þar stæðsti vandinn. Á það í raun við um bæði leigjenda- og eignamarkaðinn.

Hvaða gagn hefur ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, þó fjölgað verði íbúðum verulega en leiga eða fasteignaverð er svo hátt að útilokað er að leigja eða eignast húsnæði?

Það þarf að taka á þessum óheyrilega fjármagnskostnaði hér á landi. Hvergi í heiminum eru vextir á íbúðahúsnæði jafn háir og hér og hvergi í hinum vestræna heimi eru slík lán verðtryggð.

Sem dæmi þá eru vextir ofaná verðtryggð lán, sem íslenskir bankar veita, nærri helmingi hærri en vextir án verðtryggingar í nágrannalöndunum!

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að slíkt geti gengið til lengdar?!

Gunnar Heiðarsson, 6.7.2016 kl. 10:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður að vanda Gunnar og lest mun betur í ástand húsnæðismarkaðarins en hagfræðingurinn Gylfi Arnbjörnsson.  Fyrir það fyrsta, þá er engu líkara en að Gylfi hafi fengið hagfræðiprófið sitt í kornflekkspakka, svo furðulegar eru "útskýringar" hans á hinum ýmsu málum.  Vaxtastigið og vaxtaokrið hér á landi er alveg sérstakur kapítuli út af fyrir sig.  Það er talað um að vextir á lánsfé, sé sá það "gjald", sem lánveitandi fær fyrir að veita lántakanda aðgang að fjármagninu.  Jú þetta er alveg rétt en það er ekkert sem segir að sá sem á fjármagnið geti alfarið ákveðið hvert gjaldið á að vera.  Að mínu mati (og það eru fleiri sem eru á sama máli, Jóhannes Nordal fyrrverandi  Seðlabankastjóri var fyrstur til að benda á þetta) eiga vextir á verðtryggðum lánum ekki að fara yfir 1,5-2%. Yrði þetta atriði lagað verður um leið auðveldara fyrir ungt fólk að komast yfir húsnæði án þess að þurfa að veðsetja lifur og lungu og stóran hluta annarra líffæra.  Og svo eru kröfurnar, sem gerðar eru  til lífsgæða orðnar geigvænlega miklar.  Ég er ekki að tala um að við eigum að fara aftur til þess tíma, þegar fólk lét sig hafa það að flytja inn í húsin hálfkláruð, engar hurðar og ekki búið að setja upp í loftin og vantaði gólfefni og lítið til af húsgögnum.  En fyrr má nú rota en dauðrota í dag kemur maður ekki inn í nýbyggða íbúð, sem ekki er með dýrum innréttingum, flottum og alls ekki ódýrum gólfefnum, rándýrum baðherbergjum og svona mætti lengi telja.  Þarf ekki aðeins að taka til í þessu málum?

Jóhann Elíasson, 6.7.2016 kl. 15:54

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gylfi sagði ekki að byggingakostnaður væri hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á landsbyggðinni stæðði hár byggingakostnaður uppbyggingu leiguíbúða fyrir þrifum. Þar er hann greinilega að vísa í að á landsbyggðinni er byggingakostnaður það mikið hærri en markaðsverð íbúða og því ekki hægt að byggja upp leigumarkað með nýbyggingum.

Það er lágt markaðsverð íbúða á landsbyggðinni sem veldur því að byggingakostnaður er þetta mikið hærri en markaðsverð heldur en er á höfuðborgarsvæðinu en ekki hærri byggingakostnaður á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Hins vegar er hægt að byggja upp leigumarkað þar með því að kaupa notaðar íbúðir en þá um leið er íbúðum til sölu fækkað.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2016 kl. 17:30

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Aðstæður þar eru hins vegar aðrar en á höfuðborgarsvæðinu og stendur hár byggingarkostnaður frekari uppbyggingu fyrir þrifum."

Hvernig skilur þú þessi orð Gylfa, Sigurður M?

Gunnar Heiðarsson, 6.7.2016 kl. 18:46

5 identicon

  Smá tölfræði úr Numbeo.

Rent Per Month Esbjerg Denmark

  Apartment (3 bedrooms) in City Centre 195,051.02 kr
       

Apartment (3 bedrooms) Outside of Centre     132,906.86 kr

Rent Per Month Reykjavik  
Apartment (3 bedrooms) in City Centre     242,072.59 kr    

Apartment (3 bedrooms) Outside of Centre     191,146.23 kr  

Maður getur fengið fína íbúð á leigu í Esbjerg í úthverfi   fyrir 130 þúsund kall. Eithvað rotið í Íslandsveldi í þessu tilfelli.

 

 

 

 

 

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 19:01

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnar Helgason. Ég skil þetta þannig að hann sé að tala um byggingakostnað umfram markaðsverð. Lægra markaðsverð íbúða á landsbyggðinni endurspeglar leiuverð þar sem er mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem byggingakostnaðurin er ekki lægri á landsbyggðinni þá er erfitt eða jafnvel ómögulegt að byggja nýjar leiguíbúðir þar og láta leiguna dekka rekstrarkostnað íbúðarinnar þar með talin fjármagnskostnað. Vissulega er lóðaverðið lægra á landsbyggðinni en það nær ekki að dekka lægra leiguverð þar.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2016 kl. 23:33

7 identicon

Esbjerg er útkjálki eins og Akureyri en ekki höfuðborg.

Rent Per Month Akureyri 
Apartment (3 bedrooms) in City Centre     143,333 kr    

Apartment (3 bedrooms) Outside of Centre     127,981 kr

Rent Per Month Copenhagen
Apartment (3 bedrooms) in City Centre     279,974 kr    

Apartment (3 bedrooms) Outside of Centre     196,975 kr

Davíð12 (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418442

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband