14.7.2016 | 10:58
Pótemkin
var fursti sem frægur varð að hafa leiktjöld sem sýndu afrek hans í efnhagsmálum þegar drottningin ók hjá. Ástandið var hinsvegar dulið bak við leiktjöldin.
Ég man eftir því að Pólarnir voru málaðir þegar kóngurinn kom í gamla daga. Hann þurfti að keyra framhjá blessaður og þeir þóttu hrörlegir. Þar bjó fátækt fólk í húsnæði sem ekki þótti annars borga sig að halda við og því var helst lítið gert í málum hússins og sérstaklega málefnum íbúanna sem bjuggu við margar slæmar aðstæður bak við nýju málninguna.
Málningin á Pólunum varð því einskonar stjórnmálaleg viljayfirlýsing sem beindist að því að sýna kónginum að við værum alveg að fara að redda þessu. Viðreisn er alveg að fara að redda þessu ef við göngum í ESB.
Ég sló upp á síðu Viðreisnar. Ég segi að ég er eiginlega bit hvað búið er að gera Pólana flotta að utan. Hvar íbúarnir eru veit ég minna um. En þarna eru svakalega flottar stefnuskrár í atvinnulayouti og grafík sem Benedikt má vera stoltur af.
Þarna eru talsverðir peningar á ferð. En ekki kenndi ég marga af því fólki sem auglýst er sem forsvarsfólk, kannaðist við einn en kem honum ekki fyrir mig í bili.
Svo ég fór að lesa stefnumálin. Þau eru auðvitað samin af kunnáttumönnum og soðin upp úr þeim ótal óskalistum sem flokkar eins og til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn hafa sett fram í áranna rás. Kliðmjúkt í öllum málum sem hringsnúast um það eina mál sem ég fann til að vera ósammála: Innganga í Evrópusambandið
Það er hið mikla baráttumál sem þeir kalla Vestræna Samvinnu undir stóru Evrumerki. Hugsanlega væntanlegt flokksmerki.
Alltaf hef ég skilið hugstakið Vestræn Samvinna öðruvísi og að hún kæmi ekki ESB við. Byggðist á allt öðrum málum alls hins vestræna heims.
En öll önnur mál snúast um þetta atriði þar sem það er lagt sem nokkurskonar grunnatriði eftir því sem lýst er hvernig Fróðafriður sá skuli samsettur sem ríkja skal á Íslandi.
Flokkurinn hefur ekki haldið neinn landsfund né lagt málefni sín til umfjöllunar flokksmanna. Þetta er því ritverk fárra höfunda og hlýt ég að lesa það með tilliti til þess.
Svona hljóðar Manifesto Viðreisnar:
Réttlátt samfélag
Allir skulu hafa rétt til góðrar heilbrigðisþjónustu, menntunar og félagslegrar þjónustu. Lífskjör á Íslandi verði svipuð og í nágrannalöndum og gróska í menningarlífi.
Jafnvægi
Stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Sköpun verðmæta með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda til framtíðar. Hallalaus fjárlög og skuldir ríkisins lækkaðar.
Viðskiptafrelsi
Markaðslausnir þar sem við á, gjaldeyrishöft felld niður, engar samkeppnishindranir. Frelsi, jafnrétti, lýðræði og jafn atkvæðisréttur fyrir alla.
Vestræn samvinna
Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu til þess að ná megi aðildarsamningi sem borinn verði undir þjóðina.
Hvernig getur nokkur verið óssammála fyrstu þremur atriðunum? "Bind í sveitum sólskinið.." er ákveðið í annarri setningu sem gæti verið óvissa um.
En fjórða atriði skilur á milli. þar er gjá sem enginn andstæðingur ESB aðildar kemst yfir.
Ég tel að Íslendingar séu jafnmiklir Ameríkumenn og Evrópumenn í það minnsta. Ég þoli illa að heyra talað um það að Íslendingar séu Evrópumenn þegar við eiga miklu stærri skyldmennahóp vestan hafs. Landstærðirnar vestan hafs eiga líka miklu betur við okkur Íslendinga en þröngbýlið og smáborgaralíferni Evrópumanna.
En hvað leysist með því að kjósa Viðreisn í stað Sjálfstæðisflokkinn. Nýr og ferskur kannski og laus við doðann sem nú heltekur móðurflokkinn. Vinsæll foringi kosinn í fjöldakosningu? Flokksdeildir um allt land? 85 ára saga orðheldni og hugsjóna eða nýtt blað?
Við vorum búin að hafna ESB með 90% hætti á Landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Til hvers þarf þá enn einn Samfylkingarflokk til að halda því að þjóðinni? Aðildin fer aldrei í gegn meðan Sjálfstæðisflokkurinn stendur saman.
Pótemkín tjöld blekkja engan til lengdar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gott hjá þér, Halldór, sem oftar!
Heilar þakkir fyrir þína varðstöðu um fullveldi landsins, sem sjálfstætt á að geta samið við allar þjóðir um verzlun og viðskipti. Eins og fáeinir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins gera sér grein fyrir, einna helzt Sigríður Á. Andersen alþm., þá eru tolla- og vörugjalds-lækkanir gagnvart Bandaríkjunum margfalt meira hagsmunamál Íslendinga en frekari samningar við Evrópusambandið. Og Bandaríkin ætlast ekki til neins fullveldisframsals af okkar hálfu, hvað þá afsals æðsta og ráðandi löggjafarvalds!
Jón Valur Jensson, 14.7.2016 kl. 12:43
Ég er sammála honum Jóni Vali, að það er miklu vænlegra að halla sér meira að Bandaríkjunum og miklu meira hagsmunamál að gera milliríkjasamninga við þá heldur en ESB. Í Bandaríkjunum er þó hagvöxtur þótt lítill sé en samkvæmt spám er gert ráð fyrir mun meiri vexti þar í framtíðinni en í ESB er hnignun og ekki minkar hnignunin við BREXIT.
Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.