Leita í fréttum mbl.is

Mikil fjölgun hælisleitenda

Svo segir í Mbl í dag:

"Útlendingastofnun afgreiddi á fyrstu sex mánuðum þessa árs nærri jafn margar hælisumsóknir og allt árið í fyrra. Fyrstu sex mánuðina 2016 sóttu 274 einstaklingar frá 42 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tímabili í fyrra sóttu 86 einstaklingar um vernd. Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (69), Makedóníu (35), Írak (25), Sýrlandi (19) og Palestínu (12). Samtals komu 43% umsækjendanna frá löndum Balkanskagans. 75% umsækjenda voru karlkyns (204) og 25% konur (70). 81% umsækjenda voru fullorðnir (222) og 19% börn (52). Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru fimm á fyrstu sex mánuðum ársins (sjá nánar á utl.is). Niðurstaða fékkst í 310 hælismálum á fyrstu sex mánuðum 2016 en allt árið 2015 fékkst niðurstaða í 323 málum. gudni@mbl.is"

Hvervegna blaðamaðurinn Gudni lætur hjá líða að skýra frá því hvernig afgreiðslan fór, hversu margir fá hér hæli, er dálítið einkennilegt.

Það vekur athygli að málefni Albana hafa mjög verið til umfjöllunar í sambandi við hælisleitendur. Þar geisi ekki stríð og því séu þeir fremur sendir til baka.Lausnin er fundin. Á bls.17 í sama blaði er átakanleg grein um það hvernig Albanir þjást og þora ekki út úr húsi vegna hættu á að verða fyrir blóðhefnd. Fjölskyldur eru farnar að gera upp sakir með blóðhefndum innbyrðis eftir að flokksforræðið hvarf. Þetta á sér upphaf í hefðum sem settar voru upp á fimmtándu öld.

Albanir eru líka núna tæpur fimmtungur allar umsækjenda hérlendis. Nú er ekki lengur hægt að senda þá beint til baka vegna hættunnar á blóðhefnd.

Hvaða öfl eru það hér í landi sem berjast svona hart fyrir því að fjölga hælisþiggjendum sem allra mest? Réttur íslendinga er að senda alla hælisleitendur beint til baka án frekar i umfjöllunar, þar sem þeir koma allir frá öðru ríki og eiga að fá sína afgreiðslu þar skv. Dyflinnarreglugerð. Til hvers erum við að flækja þessi mál svona fyrir okkur og fjölga hælisþiggjendum meðan okkar eigið fólk sveltur? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Eftir höfðinu dansi limirnir!".

Nú er sjálfstæðisflokkurinn sem þú kaust í ríkisstjórn.

Hver er / hvar er stefna þess flokks inn í framtíðin?

Jón Þórhallsson, 15.7.2016 kl. 09:44

2 Smámynd: Hörður Þormar

Albanir sem koma til Þýskalands eru langflestir sendir strax til baka, til síns heimalands.

Þegar það spyrst út að Albanir sem koma til Íslands fái sérstaka fyrirgreiðslu og auk þess íslenskan ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu þá er ósköp eðlilegt að þeir streymi til landsins, lái þeim það hver sem vill.

Hörður Þormar, 15.7.2016 kl. 19:59

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón, þú spyrð um stefnuna. Hún er eitthvað sem Jónas kjördæmisstjóri, Unnur Brá og Áslaug Arna ásamt oeirðasveit Ungra bjuggu til í samsæri í fundarlok þegar flestir vorur farnir og samþykktu að opna landið upp á gátt. Ekki mín stefna né minna félaga og skal verða grimmilega hefnt á næsta landsfundi 

Skiljanlega Hörður, þegar eitthvað er auglýst gefins þá koma þeir sem vantar

Halldór Jónsson, 17.7.2016 kl. 13:48

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Landkynning okkar fyrir túrista náði um allan heim. Ég veit ekki betur en að önnur kynning hafi verið gerð fyrir flóttamenn svo þeir vissu hvort þeir myndu sætta sig við Ísland. Svona kynningar munu lifa á netinu í áraraðir tugi eða hundruðin ára svo við verðum að setja landamæri sem hleypa engum inn nema með áritun. Seljum atvinnuleyfi til árs í senn og sex mánuði í burt án möguleika á ríkisborgararétt.

Þetta er í öllum löndum sem ég hef komið til og oft þarf að borga tugi dollara fyrir túristapassa og sem dæmi yfir 100 dollara fyrir 3ja daga passa til kína og það eitt fylki og næsta rukkar líka. Við gefum allt s.s. hjálparsveitir, heilbrigðiskerfið og hver veit hvað. Þetta hljómar eins og bull en heilagur sannleikur og gerir mig hálf illan....  

Valdimar Samúelsson, 18.7.2016 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 3418316

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband