16.8.2016 | 16:20
Gone with the wind?
er klassísk mynd sem ég var að rifja upp á Netflix. Hugsa sér hvað þetta var flott í gamla daga. Ég er líklega kominn á þann aldur að finnast allt flottara sem var í gamla daga og þá menn og málefni líklega líka. Clark Cable var stórglæsilegur maður og raunveruleg stríðshetja og Maureen O´Hara var fegurst kvenna.
Mér finnst ég kannske vegna einhverrar fortíðarþrár upplifa skrítna tíma sem Sjálfstæðismaður þessa dagana. Á kannski erfitt með að aðlaga mig breyttum heimi þar sem aðeins fjórðungur fólks á samleið með flokknum mínum gamla.
Ég hitti fólk hingað og þangað sem skilur ekki upp né niður í stefnu flokksins í vaxta og verðtryggingarmálum. Ég heyri Vilhjálm Birgisson ræða við Pétur á Sögu um það, að það sé búið að sníða fjármálakerfi utan um þjóðina sem haldi öllum í gíslingu. Það sé ekki verið að hjálpa neinum heldur bara að herða tökin. Þjóðin sé til fyrir Fjármálakerfið en ekki öfugt.
Hver sem þarf aðstoð banka er samstundist spunninn innan í hylki eins og fluga sem lendir í neti köngurlóar þaðan sem hann ekki kemst út nema með afarkostum. Það eru gjöld ofan á verðtryggingu og kostnað og svo 5-15 % vextir í 1.1 % verðbólgu sem orðin lægri en í Evrópu þar sem vextir eru núll eða mínus. Þetta allt segir Vilhjálmur Birgisson af Akranesi.
Það eru greiðslumöt til að fá lán fyrir fyrstu íbúð sem enginn byrjandi stenst nema að eiga helming í fasteign. Séreignarsparnaður sem er 10 ár iúti í framtíðinni má nú nota sem útborgun. Er þetta ekki rosaleg aðstoð við unga fólkið?
Allt þetta er svo að gerast á fasteignamarkaði þar sem fermetraverðið stefnir í 700.000 krónur á fermetrann meðan hann kostar 100.000 í Póllandi. Húsavík neitar verktökum um leyfi til að byggja ódýrar bráðabirgðaíbúðir á pólsku verði. Þeir ætla að halda uppi standardinum hjá fólki. En hafa þeir háu herrar athugað að unga fólkið býr ekki lengur við sama standard og þær alsnægtir sem foreldrarnir bjuggu við. Rétt eins og gömlu Suðurríkin eru horfin og koma ekki aftur.
Sama myndi gerast hér hjá félagshyggjustjórnunum á höfuðborgarsvæðinu, hvaða flokkar svo sem meirihlutana mynda. Hér fær enginn að byggja gámahús sem er hægt að byggja á pólsku verði og flytja inn á morgun. Nei, þú verður að fara á fasteignasölu og kaupa tilbúna flísalagða lúxusíbúð á íslenska verðinu. Hvað er að því að búa í sumarbústað? Er ekki aðalatriðið að sofa við upphitun, komast í vinnuna, skólann og á krárnar í 101?
Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra Framsóknar fara í Hörpu og ætla að útskýra fyrir meðaljónum landsins hvernig fólk eigi að kaupa sér fyrstu íbúð. Hvorki Vilhjálmur Birgisson né Pétur vildu viðurkenna svo ég skildi að þeir hefðu skilið boðskapinn. Og þaðan af síður að þeir hefðu upptendrast af bjartsýni við hann. Hvað má þá vesalingur minn segja? Hvað er annars hlutverk leiðtoga í stjórnmálaflokkum? Að maður tali ekki um í aðdraganda kosninga?
Ég hlusta á velferðarráðherrann Eyglóu úr Framsókn flytja ræður um nauðsyn þess að lengja fæðingarorlofið sem nýtur dvínandi vinsælda og lækkandi fæðingartíðnar hjá Íslenskum mæðrum. Hún ætlar að hækka kostnað skattgreiðenda af því um helming eða svo. En aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá krónu til baka af því sem Steingrímur J. stal af þeim. Og það er eins og enginn hafi talað um leiðréttingar síðan?
Og svo eru þessir flokkar að stefna þjóðinni í kosningar. Eru þeir bara búnir á því? Uppgefnir á stjórnarstörfum? Búast þeir við glæstum sigrum?
Hvað ætla þeir ríkisstjórnarmenn að bjóða í kosningabaráttunni? Hvað og fyrir hverja? Og hverjir eru líklegir til að leggja við eyrun? Hælisleitendur og flóttamenn munu líklega njóta lengingar fæðingarorlofs þar sem þeirra barnafjöldi verðu margfaldur á við Íslendinga.
Hvað með aðra þjóðfélagshópa? Hefur þeim verið boðið eitthvað það sem sópar til sin atkvæðum og tryggir stjórninni framhaldslíf?
Það eru margir sem skilja forystumenn stjórnarflokkanna ekki. Gamalgrónir flokkshestar segja upphátt að þeir geti ekki hugsað sér að kjósa flokkinn sinn í fyrsta sinn í fimmtíu ár.
Það er talsvert talað um að leita eftir að leggja fram DD-lista, slíkt sé orðið gapið á milli þingliðsins og þjóðarinnar. Þetta gamla þinglið og þreytta sem fær að hlýða á ræður um að senn fái það liðsauka með barnungum frambjóðendum. Þá hljóti flokkurinn að geta sungið sig inni í hjörtu þjóðarinnar í kosningunum 29. október. n.k. Því trúir auðvitað hver Sjálfstæðismaður sem betur getur.
Að hugsa sér að eitt sinn fékk Sjálfstæðsflokkurinn 45 % á landsvísu. Þá var Geir Hallgrímsson formaður. Jón Baldwin sagði að karlinn í brúnni væri ábyrgur fyrir aflabrögðunum. Það hlýtur að vera misskilningur enda Alþýðuflokkurinn löngu steindauður. Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður í leftover Samfylkingar virðist varla ná inn manni í kosningunum. Og hvað sem menn halda um Viðreisn þá sé ég hana ekki vera að taka við af Sjálfstæðisflokknum eða ná inn manni nema að vinna hann af Samfó.
Svo hvar er stemningin? Hvar er baráttuandinn? Hver eru málefnin? Hvar er allt sem var?
Gone with the wind?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.