Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur landbúnaður

á oft undir högg að sækja.

Kratar hafa ávallt verið miklir fjandmenn íslensks landbúnaðar og fundið honum það til foráttu að framleiða dýrari vöru en hægt er að kaupa erlendis frá hverju sinni. Er þá látið einu gilda hverrar gerðar vara sé, hvernig hún er framleidd eða hvort hún sé styrkjavædd. Aðeins verðið er skoðað.

 

Það gefur auga leið, að færri wött af sólarorku lenda árlega á hverjum fermetra Íslands en í suðurlöndum. Allur vöxtur er því líklegri til að verða hægari á Íslandi. Við höfum hinsvegar mikla orku úr iðrum jarðar sem við nýtum með ódýrum hætti til að jafna bilið. 

Friðrik Pálsson bendir á í grein í Morgunblaðinu í dag, að "Íslenskir bændur mótuðu þá stefnu árið 1985 að blanda ekki sýklalyfjum í fóður eins og víða er gert í öðrum löndum heldur nota þau eingöngu í lækningaskyni. Með þessu tóku þeir mikilvægt skref í átt til bættrar lýðheilsu á Íslandi."

Ég heyri tölur sem segja að lyfjanotkun á Spáni við framleiðslu einhverra afurða sé jafnvel 60-föld á við það sem er hér á landi. 

Friðrik nefnir einnig að"Íslenskir húsdýrastofnar eru því sem næst lausir við algenga búfjársjúkdóma sem landlægir eru í nágrannalöndum okkar, t.d. gin- og klaufaveiki og kúariðu svo dæmi séu nefnd."

Ennfremur segir Friðrik að "Fyrir hálfri öld var einnig tekin sú ákvörðun að vaxtarhvetjandi hormónar yrðu heldur ekki leyfðir í íslenskri framleiðslu."

 

Og enn nefnir Friðrik að "Það er ólíðandi staða til lengdar og ekki nema sanngjarnt að íslenskar landbúnaðarvörur njóti þess í samkeppni að vera framleiddar með heilnæmum hætti. Íslenskur landbúnaður hefur að öllum líkindum mikla sérstöðu þegar kemur að notkun efna af þessu tagi. Sem dæmi þá notar íslensk ylrækt, sem ræktar m.a. jarðarber, tómata og gúrkur, blóm og margskonar grænmeti, lífrænar varnir (skordýr) til að verja sína uppskeru en ekki eiturefni."

 

Og er hér ekki komið að þungamiðju málsins? Íslenskur landbúnaður nýtur ekki sannmælis hjá krötunum. Það er bara horft á þurrt kílóverðið en ekki á aðra þætti sem eru líklega miklu meira virði. 

Erum við svo lélegir sölumenn að við getum ekki nýtt okkur þessa lífrænu yfirburði í landbúnaðinum til þess að greina á milli? Af hverju er ekki annað sérstakt opinbert skilti til að setja á íslenskar landbúnaðarvörur  sem tilgreinir þetta? Skiptir ekki máli að við seljum hreinleikan með landbúnaðarvörunni?

Kratar vilja flytja flest inn til landsins og halda því fram að allt slíkt bæti það sem fyrir er. EES, Schengen, Evran og Evrópusambandið og fleiri flóttamenn og hælisleitendur bæti allt sem fyrir er með fjölmenningu.

En sé svo, tilhvers erum við þá yfirleitt að halda uppi einhverjum standard hérlendis? Af hverju ekki bara láta ferðamenn kúka þar sem þeir eru komnir? Keyra út af og skemma bíla? Týnast á fjöllum. Hafa helst allt ókeypis fyrir Ögga sem vill ekki borga inn á Kerið.

Eigum við ekki að að fara að gera okkur grein fyrir því hversu nútíma tæknivæddur íslenskur landbúnaður er  mikil auðlind og þjóðargersemi, sem okkur ber að fara vel með í stað þess að níða hann niður með vanhugsuðum slagorðum eins og oft er gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenska lambakjötið er frábært, en afhverju þarf þetta landbúnaðarkerfi? Má ég ekki bara borga fullt verð fyrir mitt lamb ?

Það er ekkert styrktarkerfi fyrir grænmetisbændur, samt blómstra þeir. 

kv.

Emil

emil (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 09:22

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hreinleiki íslenzkrar matvælaframleiðslu er auðlind, og verðmæti hennar munu fara vaxandi með auknum skilningi á skaðsemi kemískra lyfja og annarrar "ónáttúru" við matvælaframleiðsluna.

Bjarni Jónsson, 23.8.2016 kl. 09:40

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það gleymist oft í umræðunni að milliliðir taka sennilega til sín ríflega helming verðs allra afurða frá bændum- og stórskemma þær. Eðlilegast væri að bændur hefðu markað eins og aðrar þjóðir.

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.8.2016 kl. 10:41

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vel mælt Halldór.

Mig langar að bæta einu við, en það er það sem vinstrimenn og aðrir kratar líta fram hjá, en það er matvælaöryggið sem felst í því að hlúa vel að landbúnaðinum.

Ég veit að kratar líta til ESB sem sitt öryggi. En hvað ætla þeir að gera þegar allt fer í kalda kol í Evrópu? þegar flutningaleiðir lokast og upplausn verður á meginlandinu? þá verður ekki hægt að reiða sig á flutning matvæla eða annarra nauðsynja til okkar, þá verðum við að standa á eigin fótum.

Ég er Guði þakklátur fyrir bændastéttina, sjómannastéttina og alla þá sem láta sig heill lands og þjóðar varða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.8.2016 kl. 12:16

5 identicon

Ef flutningaleiðir lokast þá fæst ekkert eldsneyti og því verða engir flutningar innanlands. Matvælaöryggið væri því ekkert þegar mjólk og kjöt kemst ekki frá bændum og fiskiskip sitja olíulaus bundin við bryggju. Það er óraunhæft að reikna með því að aðeins lokist fyrir kjöt og fisk verði einhver upplausn.

Vilji einhver borga það sem framleiðslan kostar má vera landbúnaður, bílaframleiðsla, bananarækt eða húsgagnaframleiðsla og þá er grundvöllur fyrir rekstrinum. Þurfi skattgreiðendur að niðurgreiða framleiðsluna þá er ekki grundvöllur fyrir rekstrinum og hann á ekki rétt á sér. Vilji síðan Danskir og Þýskir skattgreiðendur borga sínum framleiðendum svo ég fái ódýrari vörur þá þigg ég það með þökkum. Ég er sáttari við það að borða nautalund kostaða af Gunther Schmit frá Bremerhafen en að horfa á Lúlla nágranna grilla lambalæri sem ég borgaði.

Gústi (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 17:12

6 identicon

Gústi@17:12

Hvers vegna þurfa skattgreiðendur að niðurgreiða framleiðsluna?

Ef það er til að hún seljist í samkeppni við innflutta vöru ýmist niðurgreidda eða framleidda á láglaunasvæðum þá þarf að athuga a.m.k. tvennt. 

Niðurgreiðslurnar erlendisfrá gætu verið tímabundnar niðurgreiðslur á tímabundinni offramleiðslu. Lítið er á slíkt fæðuframboð að byggja til lengdar en ekki verður annað í boði ef hún verður látin drepa niður innlenda framleiðslu. 

Hitt er að viljum við flytja inn vöru framleidda á láglaunasvæðum en sem hægt er að framleiða hér, sem vissulega er sjónarmið út af fyrir sig. verðum við þá ekki að stíga allt skrefið og fá verktaka t.d. frá Kína í að sinna hér landhelgisgæslu, Pólverja með 600 kall á tímann til að ganga hér í flest störf innlendra og innleiða láglaun í bókstaflega öllum geirum samfélagsins?  

Það verður alltaf hægt að bera því við að annað sé of hátt verð. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 18:48

7 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Dóri

Við þetta sem þú segir má bæta því að mjólkin úr landnámskúnum er miklu betri (hollari) en sú "erfðabætta", evrópska. Það skýrir lægra hlutafall sykursýki en í öðrum sambærilegum löndum.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.8.2016 kl. 20:22

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Ég er um það bil hætt að borða kjöt, vegna þess að ég veit ekki hvaðan það er, né úr hverju það er. Svikin og lygin er allt um lykjandi í eftirlitskerfinu á Íslandi.

Sumum finnst kannski óþægilegt að ég segi frá heilsufarinu mínu hér á netinu. En ég ætla samt að gera það í þeim tilgangi að upplýsa almenning. Pensillín eyðilagði þarmaflóruna mína þegar ég var barn, með tilheyrandi næringarskorti, vöðva/liða-bólguverkjum og  magaverkjum allt mitt líf, hingað til. Ekki nokkur einasti læknir sagði mér frá því að fjölmörg heilsufarslega nauðsynleg bætiefni verða einungis til í heilbrigðri þarmaflóru. Annað hvort vissu þeir ekki betur, eða þögðu viljandi yfir staðreyndum? 

Að sjálfsögðu fór heilsan mín alveg í rusl, með tilheyrandi sjúkdómum, bæði andlegum og líkamlegum, og tilheyrandi harmleikjum sem lyfjamafían græddi á. Og læknarnir báru víst enga ábyrgð á öllum þeim hörmungum? Ég bar víst ábyrgðina? Hvernig má þetta vera svona? Ég hef þurft að berjast gegn þessu blekkingarkerfi, til að komast þangað sem ég er komin í dag.

Þegar eftirlitið á öllum kerfum á Íslandi er marklaust og glæpamafíustýrt, þá skiptir engu máli hvaða helvítis merkimiði er settur á kjöt, fisk, krabbameinsvaldandi sykraðan mat, og ómeltanleg rotvarnareiturlyf.

Læknavísindin halda áfram á sinni ábyrgðarlausu tilraunabraut, og lifa meðal annars á húsnæðisbankarændum láglauna-skatt/lífeyrissjóðsrændum og heilbrigðiskerfis-sviknum. Heiðarlegir læknar sem vilja segja frá, missa læknaleyfið ef þeir segja frá læknaeiðs-svikunum heims-lyfjamafíustýrðu. Sum lyf eru vissulega nauðsynleg, en of mörg lyf eru stórhættuleg.

Meðan æðsti dómstóll Íslands ver þessar ábyrgðarlausu vísindalæknatilraunir lyfjamafíufyrirtækjanna á ábyrgðarlausan hátt er ekkert að marka neitt. Og með stjórnsýslu lífeyrissjóðs/bankamafíutoppanna, SA, ASÍ og fleira óhreint/svart á Íslandi, þá erum við ekki siðmenntað stjórnsýsluríki.

Það hljóta allir að skilja?

Skiptir engu máli hvort verið er að tala um landbúnað eða eitthvað annað rugl hér á landi. Þetta er allt ein stjórnlaus mafíuglæpastýring ólöglöglegra og lögmannavaraðra dómstóla. Bæði inn og út úr landinu.

Engin hindrun fyrir lögmanna/dómstólavarða fíkniefna-inn/út-flytjendur, og þrælaflutninga inn og út úr landinu, við tollgæsluna hripleku og hættulegu?

Tímabært að tala um raunveruleikann eins og hann er hér á landi. Það er of seint að iðrast og ætla að segja frá óverjandi glæpum, eftir dauðann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2016 kl. 20:28

9 identicon

Hvers vegna eru skattgreiðendur látnir niðurgreiða framleiðsluna? Ekki hefur verið sýnt fram á raunverulega þörf.

Niðurgreiðslurnar erlendis frá gætu vissulega verið tímabundnar niðurgreiðslur á tímabundinni offramleiðslu. Það eru þá tímabundnar niðurgreiðslur á tímabundinni offramleiðslu sem staðið hefur í öllum greinum landbúnaðar í öllum löndum í mannsaldur og ekki er fyrirsjáanlegt neitt lát á. Og þó svo væri ekki þá kaupum við vörur á tilboðum og útsölum þó við vitum að verðið geti hækkað. Og þegar Bónus er með tilboð fær Hagkaup ekki sjálfkrafa styrk frá ríkinu. Útsala í Húsasmiðjunni kallar ekki á vörubílspalla af skattfé til Byko. Rekstur sem þolir ekki samkeppni á engan rétt á sér. Þess vegna er ekki niðurgreidd tómatarækt á Íslandi og niðurgreidd kjötframleiðsla mun hverfa.

Í áratugi höfum við flutt inn fólk til að vinna láglaunastörf. Og við flytjum inn vörur framleiddar á láglaunasvæðum sem hægt væri að framleiða hér. Það er fátt sem ekki má rækta í gróðurhúsum en samt flytjum við inn kaffi, banana og epli. Íslenskir iðnaðarmenn gætu smíðað bíla en við kjósum að flytja þá inn. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að framleiðsla á fötum og skóm væri okkur ekki ofviða, samt er megnið innflutt. Það að við séum fær um að framleiða eitthvað þýðir ekki að skattgreiðendum beri að niðurgreiða framleiðsluna svo hún verði samkeppnisfær. Þá er sama hvort um er að ræða lambakjöt, stígvél eða appelsínur.

Hvers vegna eru skattgreiðendur látnir niðurgreiða framleiðsluna? Við því hefur ekki enn fengist vitrænt svar. Sé um þá gæða vöru að ræða sem haldið er fram ætti að vera auðvelt að selja hana á réttu verði, án niðurgreiðslna og með góðum hagnaði. Þýskir skattgreiðendur gefa ekki milljónir með hverjum Benz og BMW svo þeir geti keppt við Hyundai í verðum. En sé ekki um þá gæða vöru að ræða sem haldið er fram þá er ástæðulaust að halda áfram kostnaðarsamri framleiðslu þegar aðrir gera betur og ódýrar.

Gústi (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 21:43

10 identicon

Þið þekkið okkur kratana og innræti betur en við sjálfir . Og hvað við hugsum. Málefnaleg innlegg eða hitt þó heldur.

Höddi (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 22:51

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er einnig merkilegt að vísitala innlendra matvæla skuli lækka en þau erlendu standa í stað á meðan krónan styrkist.

Það að halda því fram, undir rós, að það séu einhverjir tímabundnir útflutningsstyrkir hjá EU líkt og Gústi heldur fram, eru kjánalegar staðhæfingar. Það mætti með auðveldum rökum benda á að samkeppnislega séð, séu þeir ólöglegir. Enda, ef kjánarökin eru góðkennd, til þess ætluð að bola öðrum út af markaðinum.

Allur landbúnaður er styrktur á einn eða annan hátt, það að láta sér detta í hug að vera alfarið upp á önnur ríki komin varðandi matvæli, vantar hyggjuvit.

Sindri Karl Sigurðsson, 23.8.2016 kl. 23:42

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svala-ræktun á kjöti og grænmeti, og einokun heimsveldisbanka á fræjum. Það er planið hjá ójarðtengdu heimsvaldaráns-einokunar-alþjóðabankanum.

En enginn vill vita af óþægilegum og óverjandi framtíðarplönum heimsmafíunnar. Það er þægilegast í augnablikinu, að horfa í hina áttina og láta eins og allt geti gengið óbreytt, hindrunarlaust, og farsællega áfram?

Beint í ó-jarðtengt heimsbanka-einokunar strand.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2016 kl. 00:11

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir þennan pistil, Halldór.

Við hann má bæta að Noregur er talinn framleiða nokkuð hreinar landbúnaðarvörur, svona miðað við löndin á meginlandi Evrópu. Þó er notkun sýklalyfja þar margföld við slíka notkun hér á landi, auk þess sem þeir nota hormónalyf,sem eru óþekkt hér á landi.

Þá þarf einnig að halda því til haga að ekki er upprunavottorðs krafist af innflutningi á landbúnaðarvörum, einungis vitað frá hvaða landi þær vörur fara í fragt hingað til lands.

Mjög sterkar vísbendingar eru um að þeir kjúklingar sem hingað koma, frá löndum ESB, eigi sinn uppruna í Kína. Reikna má meðað það eigi við um aðrar kjöttegundir líka.

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2016 kl. 08:56

14 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Hér eru sumir haldnir þeim ranghugmyndum að íslensk grænmetisræktun sé ekki niðurgreidd...

Högni Elfar Gylfason, 25.8.2016 kl. 11:00

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Gunnar heiðarson, hver er kominn til að segja okkur hvaðan kjúklingurinn er raunverulega kominn' Seldu ekki kvótagreifarnir  vörumerkið Iceland í Bandaríkjunum, einhverjir Kínverjar eiga það og seljasinn  fisk undir því merki. Hann Þórir Gröndal gæti sagt okkur þær sögur en gerir það lóklega ekki þar sem við gerum ekkert með svona óþægindi. 

Halldór Jónsson, 25.8.2016 kl. 18:17

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Sindri, þú ert með fingurinn á púlsinum."Allur landbúnaður er styrktur á einn eða annan hátt, það að láta sér detta í hug að vera alfarið upp á önnur ríki komin varðandi matvæli, vantar hyggjuvit."

Þegar allir eru að niðurgreiða, hvernig á þá að tala um frjálsa verslun? Kannski kaupmanna? Það er nefnilega vitlaust gefið eins og í kjördæmamálinu hér.Þú færð aldrei rétt svar við neinu sem þú spyrð um því annað hvort er spurningin lygi eða svarið nema hvorutveggja sé.

Hvað er rétt verð á kvóta?

Íslandsmið myndu strax í dag þola 400.000 tonna þorskveiði til næstu 5 ára.

Kvótanum er haldið niðri undir yfirskyni gervivísinda til þess eins að þjóna sægreifunum og bönkunum til að halda uppi verði á kvótanum og sjá til þess að veðin rýrni ekki.

Sjómenn sem ég tala við segja að aldrei hafi verið eins vitlaus fiskur á Íslandsmiðum og nú. Við bara veiðum hann ekki vegna kvótakerfisins. makríllinn syndir allur framhjá, þorskurinn líka,

Svo er kvakað um rányrkju og bla bla þegar nú er miklu meiri fiskur í sjónum en þegar tjallinn var að veiða hér 400.000 tonn upp í landsteinum. Þetta er ein blekking en það þýðir ekkert að tala um það vegna þess að allt svona tal er kveðð niður af varðhundum kerfisins .

Halldór Jónsson, 25.8.2016 kl. 18:25

17 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Nei Halldór það var Framtakssjóður íslenska ríkisins sem leysti upp SH og seldi vörumerkið Icelandic til Higliner seafoods.

Ríkið á aldrei að eiga neitt sem getur orðið að pening.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.8.2016 kl. 22:42

18 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Reyndar var SH áður orðið að Icelandic group en það breytir ekki stóru myndinni.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.8.2016 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband