Leita í fréttum mbl.is

Viðreisn

var orð sem mér þótti vænt um í gamla daga.það var Viðreisnarstjórnin sem frelsaði Íslendinga frá skömmtunar-og skortskiptingarhagfræði kommúnista og aftaníossa þeirra sem tröllreið þjóðinni í langan tíma.

Nú hefur það gerst að stjórnmálaflokkur sem snýst um það að afsala fullveldi Íslands og ganga í Evrópusambandið. En NB: málið er enn svo óvinsælt vegna slaks gengis sambandsins að þeir þora ekki að nefna það upphátt. En allir vita hvert hugurinn stefnir.

Sigríður Andersen fer ágætlega yfir áhersluatriðin í Mogggagrein í dag:

"Tíminn líður. Hinn þjóðkunni kaupmaður á Bílasölu Guðfinns rifjaði það upp á Facebook í vikunni að ég hefði mætt Benedikt Jóhannessyni stærðfræðingi á nokkrum fundum um afstöðuna til Icesave. Þetta var vorið 2011. Fyrir rúmum fimm árum.

Tíminn líður hratt. Ég var þá ásamt góðu fólki í forsvari fyrir ADVICE-samtökin sem lögðust gegn samþykkt Icesavesamningsins. Samningur þessi var þess efnis að ríkissjóður Íslands gengist undir ábyrgð á mörg hundruð milljarða króna skuldum einkabanka í erlendri mynt.

Benedikt fór fyrir samtökum sem mig minnir að hafa heitið „Áfram“ og unnu sér það helst til frægðar að birta auglýsingu sem sýndi umkomulausa Íslendinga á stjórnlausu rekaldi sem hákarl myndi gleypa ef þeir samþykktu ekki kröfur Breta og Hollendinga. Þetta voru fjörugir fundir og mörgum fundarmönnum heitt í hamsi. Tæpum tveimur árum síðar kom svo dómur frá EFTAdómstólnum sem staðfesti að það sem var svo skýrt og fallega orð- að í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var í engu ofmælt:

„Við segjum NEI við löglausum kröfum Breta og Hollendinga.“ Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að Benedikt Jóhannesson hefur nú stofnað stjórnmálaflokk um hugsjónir sínar sem hann hefur lýst svo:

„Við viljum aðallega höfða til þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum, frjálslyndi í samskiptum, umburðarlyndi og heiðarlega stjórnsýslu. Við sjáum á hverjum einasta degi að þessi grundvallar atriði eru brotin.“

Er það til marks um frelsi í viðskiptum að ætla sér að láta kröfur á einkafyrirtæki falla á skattgreiðendur? Er það heiðarleg stjórnsýsla að láta ekki reyna á rétt Íslendinga fyrir dómi þegar sótt er að þeim af svo mikilli óbilgirni? Mér sýnist að fáir hafi gengið harðar fram í að brjóta þessi grundvallar atriði en Benedikt.

Það blasir við að stefna hins nýja flokks er í ósamræmi við allan málflutnings Benedikts í Icesave-málinu. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vildi hann þjóðnýta skuldir einkabanka? Eina skynsamlega skýring á þessu er að helsta baráttumál Benedikts í áraráðir hefur verið að Ísland gangi í Evrópusambandið. Evrópusambandið sótti það mjög stíft að Íslendingar gengjust undir Icesave-ánauðina.

Það gerðist jafnvel meðstefnandi Breta og Hollendinga gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. "

Mér svíður að þessi flokkur kalli sig Viðreisn. Hann á gersamlega ekkert sameiginlegt með viðskiptafrelsi og þeim anda sem ríkti á tímum viðreisnarstjórnarinnar. Flokkur sem vill ganga í tollabandalag gegn Bandaríkjunum er ekki að boða viðskiptafrelsi. Maður er líka að horfa á að flokkahlaupara í kunningjahópnum sem aldrei tolldu neins staðar með öðrum, segjast vera  gengnir í Viðreisn. Flestir á eftir metorðum sem aðrir flokkar voru tregari til að meta þá verðuga til.Þau eru súr sagði refurinn.

"Við viljum aðallega höfða til þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum, frjálslyndi í samskiptum, umburðarlyndi og heiðarlega stjórnsýslu. Við sjáum á hverjum einasta degi að þessi grundvallar atriði eru brotin.“ segir formaðurinn. Hvaða endemis rugl er þetta? Hvar býr þessi maður? Er ekki Ísland sæmilegt réttarríki sem býr við heiðarlega stjórnsýslu að mestu. Er frjálslyndið að finna í EES tilskipununum sem hafa valdið okkur stórskaða eins og t.d. í orkumálunum?

Ef hann heldur að lýðræðið sé meira í kommissaraveldinu með lýðræðishallann á meginlandinu, þá legg ég til að hann flytji þangað sjálfur en láti okur í friði með vitleysuna sína.

Ég spái því að Viðreisn fái ekki einn einasta mann kjörinn í kosningunum. Flokkur sem þorir ekki að viðurkenna stefnumál sitt gengur ekki ofan í meðalkjósandann íslenska. Þeir fá þó allavega milljónir frá ríkinu  fyrir bröltið og má þá segja að fyrir okkur sem borgum sé billega sloppið ef við þurfum ekki að fást við að friðþægja þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fólk sem hefur eiginleika til að hafa jafn afgerandi vitlaust fyrir sér, eins og Icesave fólkið hafði,  verður seint hægt að treysta fyrir þjóðargersemum.

Þó að við látum okkur hafa það að Bjarni sjái um fjármálinn þá  höfum við vakt á honum. En hann er klár í fjármálum og gæti unnið sér aftur traust, slái hann af Evrópusambands daðrinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2016 kl. 11:57

2 identicon

Ég man ekki betur en að þessi Bjarni sem nú er fjármálaráðherra, hafi fyrst snúist í 180* í þessu Icesave máli, svo aftur í 180*, samasem 360*  og svo enn aftur í 180*, samasem 540*. Ég held að enginn hafi toppað það.

Ën ég hef líka tekið eftir því að hæstu tölur sem ég hef séð t.d. Jón Val Jensson nefna í sambandi við Icesave. Þær ná ekki einusinni 10% af þeirri upphæð sem ég hef séð byrtar af því sem ein útgerð hefur fengið afskrifað. Samt tala menn endalaust um Icesave. Og þó menn tali endalaust um Icesave og kenni hinum og þessum um hitt og þetta, þá er það lögu komið útúr umræðunni, hver skapaði Icesave. Umræðan alltaf frá öfugum enda, líka umræðan um einkavæðingu Bankanna. Þá er ég að einkavæðinguna hina fyrri. Það er eins og það skipti engu máli hverjir komu öllu bullinu af stað.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.8.2016 kl. 12:28

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ég er algerlega sammála skoðunum þínum í þessum pistli, Halldór, og tilvitnuð Morgunblaðsgrein Sigríðar Andersen í dag var frábær og orð í tíma töluð. 

Það er búið að "fordjarfa" pólitísku inntaki hugtaksins "Viðreisn" og snúa því á hvolf. 

Bjarni Jónsson, 30.8.2016 kl. 13:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þér svíður það eðlilega, Halldór, að þessi ESB-innlimunarsinnaði flokkur kalli sig "Viðreisn" -- og að foringinn þar var einn af helztu baráttumönnum gegn rétti Íslands og þjóðarhag í Icesave-málinu!* Þessir menn virðast ekki kunna að skammast sín.

Og þökk sé Sigríði Ásthildi fyrir tímabæra grein hennar!

* Sbr. hér (með myndinni frægu):  Áfram-hópurinn með sínum hættulega blekkingaráróðri gekk þvert gegn ótvíræðum rétti Íslands!

Jón Valur Jensson, 30.8.2016 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband