Leita í fréttum mbl.is

Fækkun aldraðra

virðist vera eina leiðin sem fær er fyrir íslensku þjóðina í núverandi mynd. Það er hægt að breyta myndinni með því að flytja inn ungt fólk frá Arabalöndunum  til að setjast hér að. Ef það væri þá gefið að það muni vinna eins og Íslendingar og borga skatta og skyldur fyrir þá. Núverandi þróun virðist leiða beint til glötunar.

Fækka öldruðum? Hvernig á að gera það?  Raunhæft og mannúðlegt er það líklega aðeins hægt með því að breyta skilgreiningunni á aldraður.Nú er maður aldraður 67 ára. Eftir breytingu sem skilgreindi aldraða 77 ara og eldri myndi öldruðum fækka talsvert.

Ung og glófext kona, Hildur Sverrisdóttir, vill fá frama á Alþingi Islendinga. Þeir sem svo er ástatt fyrir skrifa lærðar greinar í Mogga þar sem allir geta séð hvað þeir eru mikið afbragð.

Hildur segir meðal annars í sinni grein:

..."Í dag eru um fimm vinnandi menn á hvern aldraðan á Íslandi. Árið 2050 verður hlutfallið tveir og hálfur á móti einum. Þetta þýðir að við þurfum að stórauka framleiðni til að standa undir verðmætasköpun samfélagsins og þar með velferðarþjónustu við þjóð sem eldist hratt. Við þurfum að búa til helmingi meiri verðmæti á hvern vinnandi mann – og gott betur. "

Er raunhæft að við Íslendingar getum náð þessu markmiði? Stærðfræðilega hef ég ekki lausnina á hreinu enda margt á huldu.Hvað fjölgar þjóðinni mikið til 2050. Eiga kjör aldraða að vera eins og í dag eða eiga þau að versna mikið? Er ekki tilgangslítið að reikna með  að þau batni þegar manni skilst að allt sé svikið jafnharðan og því er lofað ef marka má hvað skrifað er?

Ef lengja má lífaldur og heilsu með tækni þá er það kannski ekki svo fráleitt að menn verði látnir vinna lengur og leggja meira í lífeyrsisjóði. Hugsanlega kemur aukin framleiðni með þessu líka? batna þá kjör aldraða með því að fleiri vinni fyrir hvern aldraðan árið 2050?

Eða eru þessar bollaleggingar og aðrar um málefni aldraðra ekki bara B-S? það er ekki hægt að bæta nein kjör aldraðra í dag og það verður aldrei hægt. Aldraðir geta lítið varið sig, þeir eru líka flestir að missa kjark, greind og heilsu og þeir verða bara að sætta sig við það sem að þeim er rétt.Ef einhver vill þá rétta þeim eitthvað?

Ég sé fáar aðrar lausnir til að bæta kjör aldraðra eða veita meiri heilbrigðisþjónustu en að stórauka skattlagningu. Allt þetta tal um forgangsröðun og betri nýtingu gengur ekkert upp lengur. Þegar búíð er að kroppa ketið af beinunum eins og í leikskólum Reykjavíkur, þá eru bara ekkert nema bein eftir sem er ekki hægt að tekjufæra árið eftir eins og Dagur Bé.gerir.

Svo hvað er til ráða?

Er eitthvað nærtækara en að færa skilgreininguna til sem fyrst og fækka þannig öldruðum?

Enda hver vill sosum vera gamall? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Þeir sem vilja fækka öldruðum ættu að hafa kjark til að segja sína meiningu umbúðalaust, að slík fækkun verði einungis gerð með sprautum eða byssum!

Það er ekki undarlegt þó fólk átti sig ekki á stærðfræðinni sem liggur að baki því svelti sem aldraðir búa við. Þá stærðfræði skilur enginn, enda engum ætlað að skilja hana. Sú stærðfræði er einungis gerð til að kasta ryki í augu landsmanna, jafnt þeim em greiða í lífeyrissjóðin sem og hinna sem þiggja sínar greiðslur frá þeim. 

Niðurstaða útreikninga fer alfarið eftir því hverjar forsendur eru notaðar. Hversu margir vinnandi menn eru að baki hverjum lífeyrisþega nú skiptir auðvitað máli. Meiru máli skiptir þó hversu mikið þeir greiða til sjóðanna versus það sem lífeyrisþeginn fær. Hversu margir vinnandi menn verða á hvern lífeyrisþega árið 2050 er hins vegar einungis spá, spá sem fundin er með þvi einu að reka puttann upp í vindinn!

Ef það er rétt að fimm vinnandi menn séu bak við hvern lífeyrisþega í dag, er ljóst að sjóðirnir eru að safna verulegum fjármunum um hver mánaðamót og hermir það saman við ársreikninga sjóðanna. Meðallaun í landinu liggja einhversstaðar yfir 400.000 kr á mánuði. Lífeyrisgreiðsla fimm meðallaunamanna eru því einhversstaðar um eða yfir 300.000 krónur á mánuði, sem fer í sjóðina. Það er því augljós mismunur þess sem fer inn í sjóðina og þess sem greitt er úr þeim.

Hækkun lífeyrisaldur um þrjú ár er þó engin töfralausn. Slík breyting myndi einungis hækka lífeyrisgreiðslur inn í sjóðina um ca.5% eða minna, eftir því hvort næg atvinna væri til fyrir þá aukningu vinnuafls á markaði. Ef við tækjum nú fullyrðingu puttaspámannsins trúanlega og að hér yrði helmings fækkun vinnandi handa bak við hvern lífeyrisþega, er ljóst að hækkun lífeyrisaldurs mun engu breyta um þann vanda! 

Ég hef áður ritað um lífeyrissjóðina og það rugl sem þar viðgengst, bæði hér í athugasemdum hjá þér sem og á eigin bloggsíðu. Því ætla ég ekki að fara út í slík skrif hér og nú. Vil þó benda á eina staðreynd.

Þegar sjóðirnir voru stofnaðir voru helstu stærðfræðingar og hagfræðingar landsins fengnir til að reikna út hvert iðgjaldið þyrfti að vera, svo sjóðirnir stæðu undir sér. Sér til halds og trausts leituðu þessir menn upplýsinga erlendis frá. Niðurstaðan var að 6% iðgjald ætti að duga vel til að sjóðirnir gætu sinn sínu starfi, um alla framtíð. Ári eftir að sjóðirnir voru stofnaðir komust atvinnurekendur inn í stjórnir sjóðanna og strax var farið að tala um hækkun iðgjalds. Síðan þá hefur gjaldið farið stighækkandi, ætið í tengslum við kjarasamning og sem hluti þeirra. Nú stefnir að iðgjaldið verði 15,5%, eða vel rúmlega einn sjötti hluti launa alls launafólks!!

Í dag er eign lífeyrissjóðanna svo mikil að jafnvel þó hætt væri að greiða inn í þá frá og með deginum í dag, mun taka yfir 40 ár að tæma þá í hendur lífeyrisþega, með lífeyrisgreiðslum. En nóg um lífeyrissjóðasukkið.

Þingmenn, allir sem einn, ættu að skammast sín. Hvernig þeir koma fram við aldraða er með ólíkindum, það fólk sem gerði landið að því sem það er, það fólk sem af elju vinnusemi og ósérhlífni tókst að koma þessu landi úr örbyrgð og fátækt yfir í að vera eitt ríkasta land í heimi, því fólki sem kom okkur úr torfkofunum yfir í hallir! Mest er þó skömm svokallaðra "félagshyggju" flokka, þ.e. þeirra sem flokkast til vinstri á pólitíska landslaginu.

Núverandi stjórnvöld hafa vissulega staðið sig illa í að bæta kjör þessa fólks, en síðasta ríkisstjórn gekk þó enn lengra, þar sem hún þóttist sjá mikil auðæfi hjá öldruðum og kroppaði vel utanaf þeim aurum sem því er skammtað!!

Ef eina lausnin sem stjórnmálamenn sjá er að fækka öldruðum, hvort heldur það er gert með því að breyta skilgreiningunni eða með sprautum og byssum, er ljóst það fólk er á rangri hillu og ætti að finna sér einhverja aðra iðju en pólitík!!

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 3.9.2016 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband