Leita í fréttum mbl.is

Fram­kvæmda­stjórn Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna

hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu, þar sem niðurstaða próf­kjörs­ins er hörmuð.

„Sú staðreynd að fjór­ir karl­ar skipi efstu fjög­ur sæti list­ans er að mati fram­kvæmda­stjórn­ar LS óviðun­andi og end­ur­spegl­ar á eng­an hátt þá breidd sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn býr yfir. Til að tefla fram sig­ur­strang­leg­um lista verður kynja­hlut­fall að vera jafn­ara en nú er. Kon­um hef­ur með þess­ari niður­stöðu verið hafnað í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Það er ekki ein­ung­is slæmt fyr­ir kon­ur, held­ur fyr­ir flokk­inn all­an og kem­ur til með koma niður á fylgi flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um.

Próf­kjörs­regl­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins eru skýr­ar. Þar er kveðið á um að kosn­ing er ekki bind­andi nema kjör­sókn sé 50%. Svo er alls ekki nú.

Fram­kvæmda­stjórn­in skor­ar á for­ystu flokks­ins, þau Bjarna Bene­dikts­son, Ólöfu Nor­dal og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, að beita sér fyr­ir breyt­ingu á list­an­um áður en hann verður samþykk­ur, um leið og við fögn­um fyrstu viðbrögðum for­manns flokks­ins við niður­stöðunni sem gefa fyr­ir­heit um að for­yst­an muni bregðast við. Þá skor­ar LS einnig á kjör­dæm­is­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi að samþykkja list­ann ekki óbreytt­an,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. "

Ég óttast svona yfirlýsingar. Til hvers eru prófkjör ef ekki á að fara eftir því sem kjósendur vilja? Þetta er annars eðlis en flugvallarkosningin hennar Ingibjargar. Þarna er prófkjör öllum opið um fylgi einstaklinga.

Af hverju á núna að taka upp píratalýðræði þegar maður í efsta víkur glaður af listanum eftir bara að hafa verið læstur inni með foringjanum drykklanga stund? 

Mér er sagt að konur hafi eins verið um þriðjungur þeirra sem mættu í prófkjörin hjá Sjálfstæðismönnum. Vill ekki Landsambandið útskýrt þetta fyrst áður en ræðst á ráðamennina með þessum hætti. Auðvitað hefðum við viljað þetta öðruvísi. 

En liðs Framkvæmdastjórnar Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna er verri en allt annað sem mönnum dettur í hug. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband