Leita í fréttum mbl.is

Dagur rennur upp

fyrir mörgum foreldrum  sem lesa frétt Mogga í dag:

"Við erum byrjuð að skerða þjónustu og lýsir það sér þannig að við sendum börn heim af einni deild á dag, en sjötta daginn fara systkini heim,“ segir Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri á Bakkaborg í Breiðholti, en orsök þessa er erfið staða leikskólanna í Reykjavík og áframhaldandi krafa um frekari niðurskurð af hálfu borgaryfirvalda.

Á Bakkaborg starfa alls 28 manns og segir Elín Erna vanta 3 starfsmenn til viðbótar svo kalla megi leikskólann fullmannaðan.

Börnin eru alls 115 talsins og fer það eftir deildum hversu mörg börn eru send heim tiltekinn dag. Þannig eru suma daga 6 börn send heim en mest fer það upp í 26 börn. Í gær var 16 börnum haldið heima. „Við getum hins vegar ekki sent börn starfsmanna heim því það myndi einungis flækja stöðuna enn frekar með tilheyrandi vandamálum fyrir alla,“ segir Elín Erna.

Loka 30 mínútum fyrr

Aðspurð segir hún flesta foreldra taka þessari stöðu af æðruleysi.

„En sumir foreldrar eiga hins vegar mjög erfitt með að leysa þetta og skilja hreinlega ekki af hverju þessi staða er komin upp,“ segir Elín Erna og bætir við að sú skerðing sem nú er viðhöfð á leikskólanum dugi varla. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri á Sólborg í Vesturhlíð. Hún segir ástand þar vera lítt skárra en á Bakkaborg. „Hér, eins og alls staðar annars staðar í Reykjavík, vantar starfsfólk,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta leiðir auðvitað til skerðingar á þjónustu og við neyðumst til að stytta vistunartíma um 30 mínútur. Frá og með næstu mánaðamótum lokum við hálffimm.“

Þetta er merkilegur stjórnunarstíll hjá Degi B. Hann er í linnulausum átökum við alla borgarbúa. Það er sama hvort eru gamlingjar við Þorragötu og Vesturgötu, umferð við Hofsvallagötu, umferð við Grensásveg aða Borgartún, foreldrafélög í skólum, leikskólastjórnendur, málefni Reykjavíkurflugvallar, allt byggist á átakastjórnmálum frekar en umræðustjórnmálum.

Allt er þetta í boði Halldór Auðars Svanssonar sem ber ábyrgð á meirihlutanum. Hvað getur náð til þessa fulltrúa Pírata? Myndi undirskriftalisti foreldra í leikskólum hreyfa við honum þegar 70.000 undirskriftir Vallarvina náðu ekki til hans? Ætli sameining leikskóla og hagræðing í stjórnun þeirra komi ekki næst?

Það ætti að fara að renna upp fyrir Borgarbúum hvernig Dagur er upp runninn í leikskólamálum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má alveg segja að Dagur sé að kvöldi kominn.

Náttmyrkrið sem þessi Dagur setti fyrir Reykvíkinga,

og allt hans slekti,

er bara fyrsti þáttur í Gnarr húmornum sem Reykvíkingar

kusu yfir sig, bara til þess að sjá ísbjörn í

fjölskyldugarðinum heima.

Ísbörninn er mættur. En hann er ekki bara sá ísbjörn sem fólk

vonaðist eftir. Hann er kaldur. Húmorslaus, og finnst ekkert

skemmtilegra en taka á litlu greyjunum í leikskólum og sjá

til þess að þau hafi ekkert að borða og foreldrar þeirra þurfi

í ofaálag að bæta við sig vinnu svo Ísbjörninn geti haft það

gott. En hann á það stundum til, og þá ekki með góðu geði, að

bjóða öllum þeim sem elska Ísbjarnarblús, pönnukökur og kaffi

svo allir geti haldið kjafti hversu góður hann er.

Á meðan fást engvar pönnukökur í leikskólum landsins.

Krakkarnir þakka fyrir að fá útrunnið jógurt frá MS, og

ef einhver vogar sé að kvarta......!!!!

Þá mætir bara Dagsbjörninn og segir að

jógúrtið sé ekki útrunnið.!!

Heldur er lestrarhæfi barna þessa lands svo

lélegt að þau kunna ekki að lesa.

Þökk sé fyrir pólitíkusa að við þurfum ekki

að hugsa.

Vegna þeirra, þurfum við hvorki að hugsa né lesa.

Með von um bjartari nótt.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 21:26

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fréttir úr Kópavogi

"enda þarf allt að þrjátíu börn heim á hverjum degi af leikskólanum Austurkór í Kópavogi vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða í lausar stöður sem skapar álag á starfsfólk sem hefur í meiri mæli farið í veikindaleyfi vegna álags.

Foreldrar barna leikskólans fengu sent bréf þess efnis í gær. Segir í bréfinu að á rúmum mánuði hafi ekki tekist að ráða fólk á leikskólann og það vanti starfsfólk í fimm heilar stöður. „Allir hafa lagt hönd á plóg og brett upp ermarnar til að dagurinn gangi upp. En nú gengur það ekki lengur að bjóða börnunum upp á þessar aðstæður,“ segir í bréfi leikskólans. Svipað ástand er upp á teningnum í Reykjavík. Frá því var sagt í Fréttablaðinu á dögunum að þar vanti rúmlega 50 leikskólakennara til að fullmanna leikskóla borgarinnar."

Held að svona þórðargleið geri engum neitt gott. Það er almennt um allt land að það vantar fólk til starf og þannig er það í Kópavogi líka

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.9.2016 kl. 21:52

3 identicon

Satt segirðu, Halldór. Það versta er, að þetta vildu kjósendur sjálfir, og virðast líka vilja þetta ástand á landsvísu eftir skoðanakönnunum að dæma. Eða hvernig heldurðu, að ástandið yrði, ef þetta lið yrði kosið í næsta mánuði til að stjórna landinu? Það held ég yrði nú meira ástandið! Vildum við skipta úr þeim stöðugleika og viti, sem hefur ríkt í stjórn landsins nú yfir í þessa óstjórn og ósóma, sem hefur ríkt hér í Reykjavík, þegar útlit er fyrir að Reykjavíkurástandið muni verða að raunhæfum möguleika eftir næstu alþingiskosningar, ef marka má skoðanakannanir, sem ég efa samt, að séu réttar? Við skulum vona, að kjósendur hafi meira vit en svo, ef þeir geta þá lært nokkuð af mistökum, sem þeir gera. Það þýðir lítið fyrir þá að kvarta, finnst mér, því að þetta er það, sem þeir vildu, fyrst þeir voru að kjósa þetta ástand yfir sig. Þeir geta ekki kennt neinum um nema sjálfum sér og forðast að endurtaka þetta á landsvísu í kosningunum í næsta mánuði, og forðast líka að kjósa þetta lið yfir sig í næstu borgarstjórnarkosningum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 10:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

magnús Helgi, það er siyyhvað að fá ekki starfsfólk eða fá ekki mat eins og hjá krötunum í Reykjavík. Það er enn ekki svelti í leikskólum Kópavogs.

Annars á leikskólakerfið að verða partur af skylduskólakerfinu, byrja kannski við 4-5 ára bekki.Eða hvað?  

Halldór Jónsson, 15.9.2016 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband