Leita í fréttum mbl.is

Deja vu

sem má þýða þegar séð eða fyrirséð framtíð er niðurlag á grein Óla Björns Kárasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar sem 365 halda því fram að 2/3 landsmanna lesi aðeins Fréttablaðið, þá kannski slysast einhver til að lesa þetta hér:

"Deja vu,

Komist vinstriflokkarnir til valda verður bjöllunum aftur hringt í Brussel.

Og eftir nokkrar vikur mun fjármálaráðherra (Steingrímur J?) standa upp og kynna umbyltingu skattkerfisins – í anda „you-ain’tseen-nothing-yet“.

Milliþrep í tekjuskatti verður ekki fellt niður líkt og lög kveða á um.

Í sælulandi vinstrimanna er tekjuskatturinn marg- þrepa og alltaf er sótt sérstaklega að millistéttinni.

Tollar verða ekki afnumdir, þeir verða hækkaðir og settir á að nýju.

Eignarskattar – auðlegðarskattar – verða kynntir til sögunnar að nýju og eldri borgarar verða fórnarlömbin.

Enn einu sinni verður gerð atlaga að sjávarútvegi og grafið undan ferðaþjónustu með auknum álögum.

Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Atvinnulífið heldur að sér höndum.

Það dregur úr fjárfestingum, laun lækka og störfum fækkar. Góðæri breytist í stöðnun, svo samdrátt og lakari lífskjör.

Öll fögru 200-milljarða kosningaloforðin fjúka út um gluggann.

Ríkissjóður verður rekinn með vaxandi halla, verðbólga eykst og skuldir hækka. Gamla vítisvélin fer aftur í gang.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina mótstaðan við vinstristjórn.

Á grunni stöðugleika vilja Sjálfstæðismenn sækja fram, bæta lífskjörin og halda endurreisn heilbrigðiskerfisins áfram. Með öflugu atvinnulífi er hægt að efla menntakerfið og ráðast í nauðsynlega innviðafjárfestingu.

Sjálfstæðismenn skilja að þegar ýtt er undir millistéttina með hófsemd í álögum, fær ríkissjóður aukinn styrk og þar með getum við staðið sameiginlega með myndarlegum hætti að velferðarkerfinu.

Kjósendur ráða niðurstöðunni þegar þeir ganga að kjörborði á laugardaginn.

Kostirnir eru skýrir – óvenjuskýrir.

Óli Björn er skarpskyggn að vanda. 

Auðvitað lifir þjóðin þessi "Móðuharðindi af Mannavöldum" af eins og fyrri plágur sem yfir þetta land hafa gengið. En af hverju að leggja þetta á sig að nauðsynjalausu?

"Til lengri tíma litið erum við öll dauð" sagði John Maynard Keynes þegar menn efuðust um langtímaáhrif ráðstafana hans.

Hvað okkur Íslendinga varðar er næsta kjörtímabil nokkuð fyrirséð ef ESB-flokkarnir ná að mynda hér "Bernhöftstorfustjórn".  

Eiginlega

Deja vu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband