Leita í fréttum mbl.is

Frábær þáttur

hjá þeim feðginum Ómari Þorfinni Ragnarssyni og Láru dóttur hans um Bárðardal. Það beinilínis lagði hugarró sveitarinnar sem maður man svo vel eftir frá í gamla daga frá skjánum.

Húsfreyjan á Mýri hún Guðrún Sveinbjörnsdóttir geislaði frá sér þessu sálarjafnvægi sem er svo óvíða að finna á lengur á mölinni þar sem ekkert er í boði nema húsnæðisvandamál, fjölmenningaráþján og samfélagshatur. Lifandis fannst mér þessi þáttur góður og kvikmyndunin af náttúruundrunum einstök.

Fyrir þennan þátt vil ég þakka RÚV sem ljós í myrkri frá fréttaflutningnum sem hefur ergt mig oft mikið og lengi. Hann er á ábyrgð örfárra starfsmanna og furðulegt að það sé ekki hægt að rækta þetta úr stofnunni til þessa að hún geti aftur orðið sú þjóðareign sem hún ætti að vera.

En fegðginunum færi ég mínar fremstu þakkir fyrir frábæran þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega sammála þér, nafni. 

Göðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.11.2016 kl. 21:55

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Missti af þessum þætti því miður, en um hlað á Mýri á Bárðardal hef ég oft átt leið.  Einhverju sinni komum við félagar á Dodge Weppon þar og höfðum tapað skóflunni, en að Mýri eru vandamál leyst og við fengum lánaða skóflu til suðurferðar að skoða Heklu að létta á sér. 

Á heimleið skiluðum við skóflunni en hún hafði komið sér vel sérlega á suðurleiðinni því það snjóaði grimmt alla nóttinna og undir skaranum var öræva drulla, en spilið og skóflan af Mýri hjálpuðust að við að bjarga okkur úr þeim vanda.

Löngu seinna var ég á leið norður Sprengisand og þá brotnaði beislið á tjaldvagninum skammt frá vegamótum að Kiðagili og dóttir mín ung tók til að hágráta og ég skyldi að hún taldi að hann yrði bara skilin þarna eftir. Og hún grenjaði svo sárt og trega blandið og sagði, þetta var svo fallegur tjaldvagn.  

En ég hafði séð spýtu í vegkantinum um mílu áður en beislið brotnaði og sú spýta bjargaði málinu og við komumst niður á Bárardal og yfir Mjóadalsá og að Mýri og þar fékk ég aðstöðu til lagfæringa með rafsuðu og öllu sem vantaði. 

En fólk allt sem og hin myndarleg húsfreyja voru í heyskap.  Hafið mína þökk sem og dóttur minnar Þóreyjar, Bændur allir að Mýri á Bárðardal við Mjóadalsá.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2016 kl. 19:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir kveðjuna nafni.

Þetta var skemmtileg frásögn hjá þér Hrólfur. Þetta fólk er bakbein þjóðarinnar svo sannarlega.Svo lék húsfreyjan í kvokmyndinni Hrútum eins og ekkert væri.

Halldór Jónsson, 15.11.2016 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418327

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband