Leita í fréttum mbl.is

Hvað skiptir mestu máli?

í framtíð Íslands?

Óli Björn Kárason fer yfir þau mál sem hann telur mest aðkallandi í nýrri ríkisstjórnarstefnu sem hugsanlega er í mótun.

Óli segir svo í niðurlagi pistils sín í Mogga í dag:

"....Engu að síður er vert að vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum, sem komu fram í frétt Morgunblaðsins í gær og byggjast á upplýsingum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat:

 Skattbyrði á Íslandi er sú þriðja þyngsta í Evrópu, leiðrétt fyrir greiðslum til almannatrygginga.  Tekjuskattar á einstaklinga og fyrirtæki hér á landi eru þeir þriðju hæstu í Evrópu.

Eitt til viðbótar:  Skattar sem eingöngu leggjast á fyrirtæki þrefölduðust í hlutfalli við landsframleiðslu frá 2003 til 2014. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja versnaði.

Það er því í besta falli lítið svigrúm til skattahækkana ef ný ríkisstjórn ætlar ekki að skerða samkeppnisstöðu fyrirtækja og draga þar með úr möguleikum til launahækkana og minnka skatttekjur ríkisins.

Hækkun skatta á einstaklinga skerðir einnig samkeppnisstöðu Íslands, ekki síst gagnvart þeim sem hafa alþjóðlega menntun; heilbrigðisstarfsfólk, verkfræðingar, iðnaðarmenn og þannig má lengi telja. Það verður ekki sérlega aðlagandi fyrir vel menntaða sérfræðilækna að flytja heim til Íslands í óvinveitt skattaumhverfi. Ekki frekar en fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóttir um allan heim.

Án þessara starfsstétta verður heilbrigðiskerfið ekki byggt upp. Nauðsynleg fjárfesting í innviðum krefst verkfræðinga, tækni- og iðnaðarmanna. Vinnuafl þeirra er óháð landamærum. Í stað þess að takast á um skattahækkanir er skynsamlegra að leggja drög að því að lækka fjármagnskostnað ríkissjóðs.

Ef fjármagnskostnaður í hlutfalli af gjöldum hefði verið svipaður á síðasta ári og 2003- 2006 hefði ríkið haft 46 milljörðum meira úr að spila. Þetta er næstum jafnmikið og allur rekstrarkostnaður Landspítalans. Þetta eitt lítið atriði sem gott er að hafa á minnisblaði og hafa upp á borði við myndun nýrrar ríkisstjórnar."

Það er mikill sannleikur í þessum orðum. Ísland má ekki hafa slíkt skattkerfi að það hreki bestu syni og dætur þjóðarinnar til framandi stranda. Við þurfum á okkar fólki að halda. 1000 hælisleitendur geta ekki komið í þess stað.

Til að lækka skuldir ríkissjóðs eru þeir kostir helstir að taka toll af ofsagróða bankanna. Og að sækja óhafnar skattgreiðslur ríkisins í lífeyrissjóðina. 46 milljarðar á ári leysa það vandamál sem Óli Björn er að lýsa. Ef vinstra fólk gæti skilið nauðsyn þess að þetta fé verði áfram í vösum fólksins heldur en að rífa það af því með sköttum, þá væri vel.

Það skiptir mestu máli að fé fólksins fái að spíra og skjóta rótum í þjóðfélaginu en sé ekki brennt upp í kratismanum sem engin efnahagsráð önnur þekkir en að skattleggja og eyða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband