Leita í fréttum mbl.is

Vatnið skal renna upp í mót !

segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs.

Hann segir "að ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ekki þrýst á um að fá fjármuni frá Alþingi vegna framkvæmda á umferðarmannvirkjum í borginni sé sú að árið 2012 hafi verið samið við Vegagerðina og hið opinbera um að fá allt að einum milljarði á ári til tíu ára til þess að byggja upp almenningssamgöngur. Í staðinn myndi Reykjavík ekki ráðast í stórar framkvæmdir á borð við mislæg gatnamót á tímabilinu.

 

 

Aukinheldur segir Hjálmar sérfræðinga segja það engu breyta þótt byggð verði mislæg gatnamót því framtíðarspár um umferðarþunga sýni að gatnakerfið muni springa ef umferð vegna einkabílsins eykst á sama hraða og hún hefur gert liðna áratugi.

 

»Samkomulagið fólst í því að Vegagerðin væri ekki skyldug til að fara í gríðarlega dýrar framkvæmdir á borð við mislæg gatnamót og Sundabraut. Þess í stað að fjármagnið yrði sett í vistvænar almenningssamgöngur. Bílaumferð er ekki eini samgöngumátinn, heldur ein tegund samgöngumáta,« segir Hjálmar.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem á sæti í fjárlaganefnd Alþings, sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag að flest eða öll sveitarfélög landsins þrýstu á um fjármuni til samgöngumannvirkja. Reykjavíkurborg hefði hins vegar tekið öll umferðarmannvirki af skipulagi og því væri tilgangslaust að setja fjármuni í verkefni sem ekki væri hægt að framkvæma.

 

 

Hjálmar segir að umferðarsérfræðingar hafi dregið upp þá sviðsmynd að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir allsherjar umferðarteppu á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni væri að fleiri veldu sér annan samgöngumáta en einkabílinn.

 

»Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund til ársins 2040. Ef umferð eykst eins mikið til ársins 2040 og hún gerði árin 1987-2012 þá verður hér allt stopp. Jafnvel þótt settir yrðu margir tugir milljarða í að byggja mislæg gatnamót,« segir Hjálmar.

 

Hann segir að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að þessi sviðsmynd rætist sé sú að ferðamátar breytist. »Það þýðir ekki að allir eigi að hjóla, ganga eða fara í strætó, heldur að hærra hlutfall fólks geri það en nú,« segir Hjálmar."

Hvað skyldi verða gert við svona mann í Bandaríkjunum? Skyldi nokkur kjósa mann til valda sem er fyrirfram uppgefinn að leysa vandamálin í nútíð og framtíð? Hann yrði úrskurðaður meinvættur í samtímanum sem enginn treysti.

Hér reynir Fréttablaðið að halda því að fólki að núverandi Borgaryfirvöld muni halda meirihlutanum. Ekkert nema alger skortur á stjórnarandstöðu í Borginni getur slegið slíku ryki í augu kjósenda að Hjálmar Sveinsson haldi forystuhlutverki sínu og áhrifum lengur en að næstu kosningum.

Vatnið mun ekki renna upp í móti til langframa þótt Hjálmar Sveinsson og Dagur Bergþóruson segi því að gera það. Fólkið vill einkabílinn en ekki strætó, Borgarlínur eða reiðhjól. Þeir sem ekki skilja þetta eru nátttröll í nútímanum sem verða kosnir frá af fólkinu.

Vatnið streymir yfirleitt þangað sem það vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta hljómar eins og brandari ársins. Manni stekkur þó ekki bros...

Af einhverjum ástæðum kemur Don Quixote í hugann.

http://4.bp.blogspot.com/_9AeuD2eCaOg/TNFucgS2kaI/AAAAAAAAAdU/QDNSU5lnvf8/s1600/don_quixote.gif

Ágúst H Bjarnason, 19.12.2016 kl. 10:37

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Að taka öll mislæg gatnamót og Sundabraut út af Aðalskipulagi Reykjavíkur gegn 1,0 miakr/ár frá Vegagerðinni í "vistvænar almenningssamgöngur" er atlaga að miklum hagsmunum allra íbúa, sem þurfa að reka erindi sín í Reykjavík.  Hvar sér svo þessara fjármuna stað í almenningssamgöngum ?  Er það í næstum tómum og allt of stórum vögnum, sem eru akandi um höfuðborgarsvæðið lungann úr deginum ?  Eru það "strætósamgöngur" á milli Reykjavíkur og dreifbýlisins, þar sem haldið er uppi samkeppni við einkaframtakið ?  Bullið í Hjálmari Sveinssyni, áhugamanni um skipulagsmál og helzta ráðgjafa Samfylkingar um umferðarmál, um, að mislæg gatnamót og brýr í stað ljósastýrðrar umferðar leysi ekki vanda umferðarinnar í fjarlægri framtíð, er verðugur bautasteinn um afspyrnu sérvitringslega og fráleita afstöðu til mengunarmála, öryggismála og ferðatíma nú og í nánustu framtíð.

Bjarni Jónsson, 19.12.2016 kl. 10:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Næst mun þessi "snillingur" sennilega uppgötva að engin ástæða sé til að hreinsa snjó af götum borgarinnar, það muni hvort eð er snjóa aftur!!

Gunnar Heiðarsson, 19.12.2016 kl. 12:44

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta allir þið glöggskyggnu kappar.

Hjálmar þessi Sveinsson segir svo um sjálfan sig:

"Ég er með BA frá Háskóla Íslands og magistergráðu í heimspeki, bókmenntum og þýskum fræðum frá Freie Universität í Berlin. Ég starfað lengi við fjölmiðla, þar af 12 ár sem dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið. Þar var ég umsjónarmaður þáttarins Krossgötur og einn af umsjónarmönnum Spegilsins. Ég hef skrifað og gefið út nokkrar bækur. Stofnaði árið 2000 fræðibókaritröðina ATVIK, ásamt vinum mínum Geir Svanssyni og Irmu Erlingsdóttur, og bókaútgáfuna OMDÚRMAN árið 2007.

Ég er útivistarmaður og stunda langhlaup. Ég elska að hjóla um Reykjavík og allar borgir sem ég kem til.

Ég er giftur Ósk Vilhjálmsdóttur. Börnin okkar heita Borghildur, Hulda Ragnhildur og Vilhjálmur Yngvi.

Síðan vorið 2010 hef ég starfað í borgarstjórn."

Sem sagt, maðurinn er menntaður í öllu öðru en skipulagsmálum. Það er eftir öðru að kommarnir setji hann yfir skipulagsmál Reykjavíkur af því að hann elskar að hjóla um borgina. 

Þetta er maðurinn sem á að móta framtíðina fyrir okkur hin.

Hvenær koma annars kosningar? Hvenær ætlar einhver nýr Davíð að stíga fram og tala við Borgarbúa um nútímann?

 

 

Halldór Jónsson, 19.12.2016 kl. 13:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sama tíma og ákveðið var 2012 á algerlega fölskum forsendum að gera nýjan og óþarfan Álftanesveg var öllum vegabótum í Reykjavík kippt í burtu í 10 ár!  

Fölsku forsendurnar:

1.  Hættulegasti vegur á höfuðborgarsvæðinu. Rangt: 22 sambærilegir kaflar voru hættulegri.

2.  Vegurinn ber ekki umferðarþungann:  Rangt: Umferðin er núna um 7000 bílar á dag, sem er helmingi minni umferð en talin er kalla á 2 plús 1 veg á Norðurlöndunum.  

Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 14:46

6 identicon

Það er von, að Dagur og kompaní hafi engan áhuga á því að næla sér í meira fé til gatnaviðgerða og umferðarmannvirkja. Þau setja allan sinn metnað í að láta fólk ganga eða hjóla um borgina, og vilja útrýma einkabílnum, leigubílum sjálfsagt líka, enda er Samfó að tapa á þessu, eins og síðustu kosningar sýndu, svo ekki var um villst, og nýjasta skoðanakönnunin í Fréttablaðinu í dag sýnir, að Samfó er að tapa í borginni líka. Vitum til, ef rétt reynist, sem Benedikt sagði, að Viðreisn yrði með í sveitastjórnarkosningunum 2018. Þá verður Samfó jafnlítil hérna í Reykjavík eins og á landsvísu núna, og Dagur má þakka fyrir, ef hann kemst inn einn, þar sem Viðreisn mun fá alla kjósendurna til sín. BF má svo passa sig. VG mun hirða heilmikið af þessum tveimur flokkum líka. Píratar fá svo restina, þótt ég geri ráð fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira en sagt er, að hann fái í skoðanakönnuninni. Spyrjum því að leikslokum, og hvernig útkoman hjá Samfó verður vorið 2018 hér í Reykjavík. Hjálmar fellur þá örugglega. Ég er næsta viss um það, enda hafa allir fengið nóg af vitleysunni í honum og þeim hinum svo sem líka. Það er allt á eina bókina lært hjá þessum krökkum, og ekki allt af viti, því miður.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 18:40

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hugmyndafræðin hjá Hjálmari gengur alveg upp,  þá þeim forsendum að gera notkun einkabíla ill mögulega í borginni. Það fækkar þeim sem þar vilja búa og er þá hamlandi á fjölgun efnameiri íbúa. Það er að segja þetta virkar en er augljóslega ekki fyrir venjulegt fólki, heldur er verið að búa til borg fyrir servitringa og fátæklinga sem ekki geta rekið bíl.

Guðmundur Jónsson, 19.12.2016 kl. 18:42

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það bara ekki stendan að gera nógu stór slömm í Reykjavík þar sem fátæklingar búa. Dugmeira fólkið flýr annað þar sem það getur um frjálst höfuð strokið, haft rýmra í kringum sig og verið með sín börn í sæmilegu öryggi fyrir fyllilýðnum sem einkennir Kvosarlífið. Það vill almennilega skóla, hreinar götur og torg og páss fyrir sig og bílinn sinn sem gerir því kleyft að fara út á gras þegar gott er verður. Ég var  bíllaus í stórborgum erlendis og líka bíllaus í Reykjavík. Aldrei datt mér í huga að hjóla í þessu veðurlagi sem hér er. Maður er viðþolslaus þangað maður er mótoríséraður hvar sem maður er, kemst ekkert og getur ekkert séð né hreyft sig. Maður bara er ekki eins og þetta kommalið sem sem hefur asklok fyrir himinninn sinn og unir sér best á sinni krá á sama stað.

Halldór Jónsson, 19.12.2016 kl. 20:25

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það gerðist eitt sinn í kaupfélagi að þangað barst varningur sem naut mikilla vinsælda. Seldist þessi varningur auðvitað strax upp og fengu færri en vildu. Þegar þeir sem ekki fengu grennsluðust fyrir um hvort ekki væri von á meiru var svarið: "Það þýðir ekkert að panta þetta, það selst bara strax upp."

Þessi saga kom upp í hugann undir "spekilekanum" úr hinum efnilega Hjálmari Sveinssyni: Það dugar ekkert að leggja vegi því bílunum fjölga stöðugt. Það dugar ekkert að byggja fleiri hús því þau fyllast bara strax af fólki. Og svo framvegis...

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2016 kl. 22:33

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bjálfahátturinn er alger, hjá thessum borgarstjórnarmeirihluta. Hjálmar er ekki sá eini. Skiptir litlu hvar drepid er nidur. Umferdarmál,skipulagsmál,fjármál og hvad eins sem nefna má, er allt í skötulíki. Verid ad eydileggja midbaeinn med vidbjódslegum, andlausum fuglabjörgum úr steypu og gleri, auk thess sem gert er í thví ad gera bíleigendum helst algerlega ófaert ad leggja leid sína thangad. Thetta eru ekki einungis bjálfar, thetta eru borgarskaerulidar og nidurrifsöfl af verstu gerd. Ekki baetir andleysi og aulagangur minnihlutans bjartsýni manna um einhverjar breytingar. Thad er gódur grunnur fyrir ný frambod í naestu kosningum. Thetta getur traudla ordid verra en thad er. Thad er gott ad búa ekki í Reykjavík.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 20.12.2016 kl. 18:04

11 Smámynd: Halldór Jónsson

það er að mínu viti einn maður í Sjálfstæðisflokknum sem hefur nægan dugnað, næga forystuhæfileika,nægan sjarma og nægan kjaft til að taka þetta fíflalið í nefið í Borginni og það er maðurinn sem má ekki nefna án þess góða fólkið úr Samfó sáluga og kommeríiunu,  besserwisserarnir og bjúgnaheilarnir rjúki upp til handa og fóta og byrji að öskra um spillingu. Sem þeir hafa engin dæmi um auðvitað. En þeir eru bars avo hræddir við hann sem andstæðing því þeir vita að hann getur malað þá alla.

Ef hann gæfi sig í það þá getur hann unnið Borgina ef hann byrjar fljótlega.

Halldór Jónsson, 20.12.2016 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband