Leita í fréttum mbl.is

Framhald fíflaríisins?

í refsiaðgerðum Merkel í ESB gagnvart vinum okkar Rússum vegna sameiningar Krímskaga við móðurlandið sitt Rússland er okkur nú boðað frá Brussel.

Af hverju viðurkennum við ekki staðreyndir og hættum almennt að sleikja okkur upp við stórveldin eins og að fara ekki í fleiri Íraksstríð á þeirra forsendum?

Við  megum ekki selja Rússum Makrílinn okkar næsta hálfa árið að boði frú Merkel.  Við þjáumst hlutfallslega miklu meira en Þjóðverjar vegna áframhald þessa viðskiptaþvingana-fíflaríis sem selja sjálfir allt eins og áður.

Hvern fjandann erum við að elta þessa vitleysinga í ESB sem gefa hvort eð er skít í okkur hvenær sem þeim dettur í hug eins og í Icesave,fiskveiðistjórnun eða flóttamannamálum.

Brexit er staðreynd og bráðum Frexit trúlega líka. En  hér ræða menn í alvöru um stjórnarþáttöku Benedikts flokkseiganda í Viðreisn ESB-viðræðna!

Burt með EES og Schengen sem allra fyrst.Tökum upp eigið landamæraeftirlit sem frjálst og fullvalda ríki.  Förum að standa í lappirnar Íslendingar og hættum að láta þessa ólýðræðislegu embættismannahjörð í hinu brennandi húsi Evrópusambandsins teyma okkur.

Fari þetta Evrópumóverk allt saman og veri.

Sjálfstætt Ísland fyrir sjálfstæða Íslendinga. Gerum sjálfstæða viðskiptasamninga við hinn frjálsa heim. Höfnum öllum tollabandalögum með litlu Evrópu.

Ekkert framhald fyrir mína parta á þáttöku í viðskiptaþvingana-fíflaríi Evrópusambandsins.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband