31.12.2016 | 14:36
87.5% ný viðhorf
fyrir Sjálfstæðismenn í aðsigi?
Í Morgunblaðinu á föstudaginn skrifar Hjörtur J. Guðmundsson merkilega hugleiðingu um hvernig Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn geti náð saman um Evrópumál.
Hjörtur segir m.a.:
.Málin sem helzt strandar á eru samkvæmt fréttum annars vegar sjávarútvegsmálin og hins vegar Evrópumálin. Viðreisn vill að aflaheimildir verði boðnar hæstbjóðanda sem færi í grundvallaratriðum gegn núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Hins vegar fælist í því ákveðinn undirbúningur fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og fleira í stefnu flokksins enda má gera ráð fyrir að bjóða yrði upp aflaheimildirnar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Hvað varðar Evrópumálin sjálf er ljóst að himinn og haf er á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem vilja ganga í Evrópusambandið, og Sjálfstæðisflokksins sem er því alfarið mótfallinn og þar með öllum skrefum í þá átt að opna á málið. Til að mynda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi nýja vegferð til Brussel. Einu gildir í þeim efnum þótt reynt yrði að fara í kringum stefnu flokksins með því að láta þingið afgreiða málið. Líkt og Vinstri-græn gerðu 2009.
Tækist einkum Viðreisn að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að hunza stefnu sína í Evrópumálum eða fara í kringum hana, sem væri í eðli sínu nákvæmlega það sama, og framkvæma stefnu Viðreisnar með einum eða öðrum hætti yrði það óneitanlega kaldhæðni örlaganna. Þar með hefði Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, tekizt að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að gera það sem honum mistókst ítrekað á meðan hann var þar innanborðs.
Þetta væri hliðstætt og ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í stjórnarsamstarf við Frjálslynda flokkinn á sínum tíma og samþykkt að afnema fiskveiðistjórnunarkerfið. Ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri raunar sú pólitíska viðurkenning sem Viðreisn þyrfti til þess að festa flokkinn í sessi. Viðurkenning sem hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Borgaraflokkurinn hlaut. Enda heyra báðir flokkar sögunni til í dag.
Í Kryddsíld nú rétt í þessu segir Benedikt að hann sé 87.5 % viss um að hann sé að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Í áramótagrein í Mogunblaðinu í dag segir sami Benedikt:
Evrópusamvinnan innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur reynst þjóðinni vel, en mikilvægt er að fylgjast með þróun mála þar innan dyra þar sem Ísland er í raun aukaaðili og tekur upp stóran hluta lagarammans, án þess að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Viðreisn er þeirrar skoðunar að rétt sé að þjóðin taki ákvörðun um það hvort aðildarviðræður verði teknar upp að nýju við Evrópusambandið
Er Benedikt 87.5% búinn að beygja Sjálfstæðisflokkinn til hlýðni við sig?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2017 kl. 09:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 82
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 3420048
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gosi var og er frakkur, dug mikil við orð án staðfestu og án sannleika og raninn lengist.
Skjóni er kannski ekki besti klárinn, en þó skárri en asni.
Ætli Bjarni að tvímenna með Gosa á Skjóna á landsfund, hvað þá?
Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2016 kl. 15:50
Þakka þér Halldór margt fróðlegt og skemmtilegt og hafðu árangur og nægju sem og fólk þitt allt á nýju ári. Hrólfur Hraundal
Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2016 kl. 15:51
Hrólfur, þakk þér fyrir margar hressilegar athugasemdir á liðinni tíð. Gangi þér allt í haginn á nýju ári og láttu endilegha heyra í þér sem oftast.
Halldór Jónsson, 31.12.2016 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.