Leita í fréttum mbl.is

Rjúkandi rústir

eru það sem eftir situr af Vinstri Grænum sem stjórnmálaflokki.

Gersamlegt getuleysi formannsins við að hafa stjórn á flokknum er yfirþyrmandi. Líklega er Katrín Jakobsdóttir einhver ofmetnasti einstaklingur í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Hún hefur brosað blítt í allar áttir en ekki getað tekið afgerandi afstöðu í neinum málum. Hún hefur látið frekjudalla eins og Svandísi Svavarsdóttur og óstýrilátt unglingagengi hindra stjórn sína á flokknum og rústað möguleikanum á að koma flokknum til áhrifa, líklega um langan aldur. Framtíð VG sem stjórnmálaflokks er vægast sagt mjög í vafa og árangur flokksins í næstu kosningum verður ólíklega mikill.

Formannsskipti hljóta að vera yfirvofandi hjá þessum flokki sem vissulega líkist æ meira sértrúarsöfnuði fremur en hefðbundnum stjórnmálaflokki.

 

Það leggur einnig svartan reyk upp úr rústum Framsóknarflokksins sem hlýtur að kalla á stjórnarbyltingu með afgerandi hætti eigi sá flokkur að eiga sér pólitíska framtíð á næstu misserum. En ellefuhundruð ára saga flokksins í þjóðarsálinni er þó stöðugra veganesti heldur en alræði öreiganna sem VG byggir á.

Það er varla heldur heiður himinn yfir Sjálfstæðisflokknum sem vel getur verið búinn að innsigla lengri tíma  klofning sinn með samstarfinu við Viðreisn, sem getur hryggilega alveg eins lifað næstu kosningar af.

Píratar og Samfylking eru líklega orðnir að þátíð í íslenskum stjórnmálum  og Björt Framtíð mun varla hljóta stór verðlaun kjósenda eftir undangengna hækjutilveru sína.

Það rýkur upp úr rústum flokkakraðaksins íslenska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418415

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband