11.1.2017 | 15:29
Orð í tíma töluð
hjá Friðriki Pálssyni í Morgunblaðinu hinn 10.janúar s.l.
Friðrik segir:
"Óþægilegt var að sjá það í fjölmiðlum síðustu daga, að einn af dómurum Hæstaréttar, þótt hann hafi ekki dæmt í viðkomandi máli borgarinnar gegn ríkinu, sé hluthafi í Valsmönnum hf. og stjórnarmaður í Hlíðarenda ses. Síðarnefnda félagið fer með hlutafjáreign knattspyrnufélagsins Vals í Valsmönnum hf., samkvæmt upplýsingum frá Brynjari Harðarsyni, framkvæmastjóra Valsmanna hf., í Morgunblaðinu 6. mars 2014.
Í dómsmálinu fyrir Hæstarétti var tekist á um það, hvort neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar skyldi lokað, en borgarstjóri krafðist þess enda þótt hann væri vel meðvitaður um hversu alvarlegar afleiðingar það myndi hafa fyrir flugöryggi og sérstaklega fyrir sjúkraflug.
Forsenda þess að Valsmenn hf, og Hlíðarendi ses, gætu hafið byggingarframkvæmdir eða selt lóðir sínar á Hlíðarendasvæðinu var að neyðarbrautinni yrði lokað. Þessi Hæstaréttardómur skipti því gríðarlegu máli fyrir Valsmenn hf., sem hafa á undanförnum árum þverneitað að gera neinar þær breytingar á byggingaráformum sínum að neyðarbrautin gæti áfram nýst fyrir sjúka og slasaða þegar mikið liggur við. Peningahagsmunir félaganna ganga fyrir.
Í Bylgjunni 5. þ.m. lýsir svo Dagur B. Eggertsson því yfir, að »það hefði verið óverjandi að taka á borgina milljarða eða tugmilljarða skaðabætur vegna þess að brautin væri ennþá opin«.
Á að skilja orð borgarstjóra þannig að Reykjavíkurborg hafi verið hótað jafnvel tugmilljarða skaðabótakröfu ef brautinni yrði ekki lokað og að borgarstjórinn hafi talið það svo líklegt að þannig skaðabótakrafa yrði samþykkt að hann teldi það óverjandi að taka þá áhættu að leyfa brautinni að standa þar til aðrar lausnir væru fundnar?
En er ekki óverjandi að borgarstjóri láti hræða sig með bulli um tugmilljarða skaðabótakröfur sem í þessu samhengi er vitanlega langt utan þess sem gæti nokkurn tímann orðið að veruleika? Óbilgjörn framganga meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart notendum flugvallarins í þessari baráttu fyrir lokun neyðarbrautarinnar sýnir að Alþingi verður þegar í stað að bregðast við og tryggja að borginni takist ekki að loka flugvellinum fyrir fullt og allt innan fárra ára, eins og hún hefur ákveðið.
Ný ríkisstjórn verður jafnframt að taka málefni Reykjavíkurflugvallar og þá sérstaklega sjúkraflugsins föstum tökum. Ekki er boðlegt að sitja og bíða eftir dauðsföllum vegna rangra ákvarðana, sem lítill vandi er að vinda ofan af. Sjálfsagt er að verða við kröfu sveitarfélaga á landsbyggðinni um tafarlausa opnun neyðarbrautarinnar."
Hér er talað tæpitungulaust um stöðuna eins og hún er. Greinin birtist sama dag og Dagur Bergþóruson Borgarstjóri allra Reykvíkinga í höfuðborg allra landsmanna eyðileggur hófsama tillögu um að gera ráðstafanir til að grípa megi til þessarar brautar þegar aðstæður krefjast.
Er það vansalaust fyrir Alþingi og ríkisstjórn að sitja hjá þegar verndun mannslífa er sett skör neðar en pólitískt bitbein í Borgarstjórn Reykjavíkur á flugvelli allra landsmanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3420595
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Hafðu mikla þökk fyrir tæpitungu þína Halldór.
Megi hún skila sér alla leið á borð samgönguráðherra.
Gleymum því heldur aldrei að það eru svona mál sem sýna hið rétta eðli stjórnmálamanna.
Og þar féllu margir á prófinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2017 kl. 16:20
Snilldarpistill hjá þér Halldór að venju.
Það sem er þó ótrúlegast af öllu og það er
að þetta borgarstjóra f**l skuli vera læknir
í þokkabót.
Hversu margir myndu treysta honum fyrir sínum
limum og lífi...??????
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 16:30
Takk fyrir kvejur að austan Ómar. Það eruð ekki síst þið sem eruð þolendur af fíflaskap Borgarstjóra og hans liðs.
Siggi vinur, já ekki myndi ég leita til hans svo mikið er víst.
Halldór Jónsson, 11.1.2017 kl. 21:27
Sagt hefur verið að Degi Bergþórusyni hafi lukkast ágætlega læknisverk þá hans brauð varð til af því að plástra landsbyggðarmenn.
En svo hafi hann verið nefrisin að það máttu allir í þeirri sveit þar undir ganga sem væru þeir mest til óþurftar.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.1.2017 kl. 22:59
Ólafur Bjarni Halldórsson frá Ísafirði skrifar vel um þetta mál á Vísir.is og er með nákvæmari tölur en þær uppl. sem ég var með hér um atkvæðagreiðsluna á vegum borgarstjórnar Ingibjargar Sólrúnar:
Þátttaka 30.219 eða 37,2%, Á móti Vatnsmýri 14.913 49.3%, með Vatnsmýri 14.529
48,1% - auðir og ógildir 777 2,6%.
Borgarstjórn setti sjálf þau skilyrði að kosningin væri því aðeins bindandi að 75% tækju þátt eða að 40.000 manns greiddu öðrum hvorum kostinum atkvæði sitt. Langur vegur var því frá að kosningin fæli í sér neina skuldbindingu og því þyrfti meira að koma til ef taka ætti svo veigamikla ákvörðun.
Auk þess var með öllu óljóst hvað tæki við yrði völlurinn lagður af. Þannig stendur málið enn. Enginn álíka góður kostur liggur fyrir þó mörgu hafi verið velt upp. Þess vegna er vilji meirihluta þjóðarinnar skýr, og eru Reykvíkingar þar með taldir. Sá meirihluti telur Vatnsmýrina vera besta kostinn bæði með öruggisrökum vegna sjúkraflugs og tryggum samgöngum við höfuðborgina og þá marvíslegu þjónustu sem þar hefur verið sett niður með skattfé allra landsmanna."
Jón Valur Jensson, 12.1.2017 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.