Leita í fréttum mbl.is

Hver byrjaði?

var spurt í Barnaskólanum í gamla daga þegar slagur hafði orðið.

Í Leiðara Mogga stendur þetta:

"...Obama og ríkisstjórn hans tóku saman lista yfir 7 ríki þar sem múslímar eru í meirihluta íbúa. Þáverandi ríkisstjórn flokkaði þessi sjö ríki sem »countries of concern,« eins og það var orðað í greinargerð hennar. Í desember 2015 staðfesti Obama lög um að setja mætti tilteknar hömlur varðandi vegabréfsáritanir borgara sem hefðu verið í Íran, Írak, Súdan og Sýrlandi eftir 1. mars 2011. Tveimur mánuðum síðar bætti Obama við löndunum Líbíu, Sómalíu og Jemen. Sagði forsetinn að þetta væri gert vegna »vaxandi hættu sem stafaði af erlendum hryðjuverkamönnum«.

 

Ríkisstjórn Trumps byggir lista sinn alfarið á þessu mati fyrirrennara sinna. Nú birtast hinir og þessir fræðimenn, hér sem annars staðar og segjast furðu losnir á þessu »vali Trumps«. Aðrir fullyrða út í bláinn að um sé að ræða bann vegna trúarskoðana þessa fólks og gera ekkert með það þótt bannið taki ekki til fjölmargra múslímaríkja, þar á meðal hinna fjölmennustu í veröldinni! Ekki er fótur fyrir því að þetta þriggja mánaða bann lúti trúarlegum forskriftum. Hins vegar er það óneitanlega bundið landfræðilegum forskriftum. Slík mismunun hefur lengi gilt í Bandaríkjunum gagnvart öðrum ríkjum og hefur Ísland lengi notið vinsemdar í þeim efnum og hingað til ekki æst sig út af mismununinni.

 

Á Íslandi hrífast nú jafnvel atvinnustjórnmálamenn með í æsingnum og taka sér ekki nokkra daga til að kanna málið áður en hlaupið er á sig. Sumir þeirra hafa sömu afsökun og Trump-stjórnin að vera nýkomnir til starfa, þótt hinir íslensku búi að vísu við fullmönnuð, ef ekki ofmönnuð ráðuneyti. Í fyrradag, þennan eina dag, þegar ýmsir hér og í Evrópu hrukku af hjörunum, komu yfir 300 þúsund manns til Bandaríkjanna. Þar af voru 109 stöðvaðir vegna hinna nýju tilskipana og eftir fáeinar klukkustundir var allur þorri þeirra farinn áfram ferða sinna.

 

Það skondna við lætin í Evrópu er ekki síst það, hvar meginástæðu þessa máls er að finna. Obama forseti steig sín skref árið 2015 og Trump forseti ákvað nú að setja tímabundnar takmarkanir gagnvart þeim sjö ríkjum sem Obama taldi valda sérstökum áhyggjum. Hvort tveggja er gert vegna flóttamannaupplausnar í Evrópu!

 

Ekki er um það deilt að Merkel kanslara varð stórkostlega á með yfirlýsingum sínum um þau mál enda viðurkennir hún það sjálf að mestu nú. Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantsála telja varlega áætlað að yfir 5000 vígamenn Isis leynist nú á meðal þeirra milljóna óskráðra erlendra borgara sem flæddu yfir Evrópu. Til þeirrar staðreyndar má rekja ákvarðanir fyrrverandi og núverandi yfirvalda í Bandaríkjunum. Þau vilja finna leiðir til að tryggja að þessir liðsmenn flæði ekki til Bandaríkjanna frá Evrópu. Það væri að minnsta kosti rétt að hafa það með í umræðunni, þegar mesti hávaðinn er búinn..."

 

Á Alþingi Íslendinga standa kvenkyns þingbörn upp í pontu að garga að Forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump sé fasisti.

Er enginn sem skammast sín fyrir það niður á hvaða plan Alþingi Íslendinga er sokkið?

Í Mogga skrifar blaðamaðurinn Ásdís það að hún vildi heldur sofa hjá öllum dvergunum 7 og Mjallhvíti líka frekar en Dónald Trump. Aldeilis kyntröll hún Ásdís.

Skammast sín enginn fyrir Moggann í dag?

Já, það skiptir aldeilis máli hver byrjaði slaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband