18.3.2017 | 09:25
Uppskurður lífeyissjóðakerfisins
er orðin alger nauðsyn.
Í glöggri grein Alberts Þórs Jónssonar í Morgunblaðinu í dag koma fram athyglisverðar staðreyndir:
"Erlendar eignir íslenskra lífeyrissjóða námu um 764 ma.kr. í lok árs 2016 sem eru 22% af heildareignum, sem námu 3.509 ma.kr. Eftir afnám gjaldeyrishafta og væntanlega lækkun vaxta á næstu misserum hafa skapast kjöraðstæður til að hefja fjárfestingar í erlendum verðbréfum fyrir íslenska lífeyrissjóði, þannig geta þeir dreift áhættu af fjárfestingum sínum á önnur hagkerfi heimsins. Íslenska hagkerfið er ógnarsmátt í þeim samanburði auk þess sem íslenska krónan er smæsti gjaldmiðill heims. Raungengi íslensku krónunnar er nú á svipuðum slóðum og árið 2007 sem gerir það mjög hagfellt að hefja erlendar fjárfestingar af fullum krafti. Á þann hátt má ná markmiðum um fjárfestingastefnu en þær gera ráð fyrir því að erlend verðbréf séu á bilinu 35 - 50% af heildareignum.
Aldarfjórðungur er síðan íslenskir lífeyrissjóðir hófu að skoða fjárfestingar í erlendum verðbréfum en frá árinu 2000 stækkaði þessi eignaflokkur í eignasafni þeirra umtalsvert og var orðinn um 25-30% í kringum árið 2007. Á þeim tíma var raungengi íslensku krónunnar mjög hátt. Eftir það hafa verið verulegar takmarkanir á þessum fjárfestingum vegna gjaldeyrishafta á Íslandi, en erlendar fjárfestingar jukust töluvert á árinu 2016. Fjárfestingastefna flestra lífeyrissjóða gerir ráð fyrir að erlend verðbréf séu á bilinu 35-50% af heildareignum viðkomandi lífeyrissjóðs, þannig að fjárfesta þarf umtalsvert erlendis á næstu árum þannig að íslenskir lífeyrissjóðir nái markmiðum um fjárfestingastefnu sína. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og horfa til 50 ára í fjárfestingum sínum og þess vegna er áhættudreifing lykilatriði í fjárfestingastefnu þeirra.
Mikilvægi áhættudreifingar
og eignasamsetningar lífeyrissjóða
Áhersla á að hefja erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða ættu því að vera í algjörum forgangi þannig að þeir nái markmiðum um fjárfestingastefnu sína á árinu 2025 sem eru erlendar fjárfestingar á bilinu 1.925 ma.kr.-2.750 ma.kr. miðað við 35-50% eignasamsetningu. Tímasetningin hefur aldrei verið betri til að hefja þetta ferli að fullum krafti til hagsbóta fyrir lífeyriseigendur og sjóðfélaga. Vænlegt er að fjárfesta með reglulegum hætti á næstu árum og ná þannig hámarki fjárfestingastefnu á árinu 2025. Búast má við að heildareignir lífeyrissjóðanna nemi 5.500 ma.kr. árið 2025. Ef gert er ráð fyrir að 40% heildareigna í erlendum fjárfestingum á þeim tíma munu erlendar eignir nema 2.200 ma.kr. Þetta þýðir að fjárfesta þarf fyrir 1.620 ma.kr. fram til ársins 2025 eða 180 ma.kr. í erlendum fjárfestingum á ári sem er 17 ma.kr. á mánuði fram til ársins 2025 til að ná þessu markmiði. Auk þess er mikilvægt að nýta tækifærin ef miklar lækkanir eiga sér stað á verðbréfamörkuðum og auka enn frekar kaupin þó meginstefnan sé regluleg kaup.
Aukagreiðslur inná lífeyrisskuldbindingar
ríkissjóðs við LSR
Í núverandi efnahagsástandi væri skynsamlegt fyrir ríkissjóð að greiða niður skuldir og hagræða í rekstri sínum. Einnig væri skynsamlegt fyrir ríkissjóð að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar sínar við LSR (Lsj. starfsmanna ríkisins) með árlegum greiðslum á næstu árum. »Í ársskýrslu LSR 2015 (bls. 35-38) kemur fram að samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt voru skuldbindingar B-deildar LSR 701,4 ma.kr. í árslok 2015 en voru 634,9 ma.kr. árið áður. Skuldbindingar B-deildar LSR voru 359 ma.kr. í árslok 2005 og hafa því tvöfaldast á 10 ára tímabili. Hækkun á skuldbindingum má aðallega rekja til breytinga á launum, áunninna réttinda og aukinna lífslíka. Frá árinu 1999 hefur ríkissjóður greitt 90,5 ma.kr. inn á skuldbindingar sínar við B-deild LSR og LH (Lsj. hjúkrunarfræðinga). Fjárhæðin uppfærð með ávöxtun sjóðanna nam 247,3 ma.kr. í árslok 2015. Þar af námu uppsafnaðir vextir og verðbætur 155,3 ma.kr. Ekki er óraunhæft að greiða árlega töluverða fjármuni inn á lífeyrisskuldbindingar árlega til ársins 2025 og hagræða í ríkisrekstri á sama tíma. Síðan væri hægt að fjárfesta þá fjármuni með reglulegum hætti og slá þannig tvær flugur í einu höggi með því að lækka lífeyrisskuldbindingu ríkissjóðs og ná áhættudreifingu til lengri tíma með því að koma fjármunum út úr íslensku hagkerfi inn í önnur stærri hagkerfi. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna nema nú um 145% af landsframleiðslu sem er með því hæsta á heimsvísu og mun hækka verulega á næstu árum sem leiðir til þess að leita þarf að fjárfestingavalkostum í öðrum hagkerfum heimsins. Mikilvægt er að ríkissjóður sýni forystu og ábyrgð í sínum fjármálum með því að hefja greiðslur inn á lífeyrisskuldbindingar auk þess sem hagræðing í ríkisrekstri er forgangsatriði þegar efnahagslífið gengur vel.
Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem horfa til 50 ára og þess vegna skiptir eignasamsetning og áhættudreifing höfuðmáli í þeirra fjárfestingastefnu. Eignasamsetning skilar yfirleitt 99% af árangri í ávöxtun yfir langan tíma. Mikilvægi áhættudreifingar á önnur hagkerfi, gerir erlendar fjárfestingar áhugaverðar sem fjárfestingavalkost auk góðrar ávöxtunar yfir langan tíma. Á undanförnum árum hafa verið gjaldeyrishöft sem hafa takmarkað möguleika íslenskra lífeyrissjóða til fjárfestinga nema í íslenska hagkerfinu sem hefur aukið áhættu þeirra umtalsvert horft til lengri tíma. Afnám gjaldeyrishafta er upphaf að nýju tímabili í sögu landsins þar sem lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum gefst tækifæri til að ná betri áhættudreifingu í eignasöfn sín með erlendri fjárfestingu sem er góð fjárfestingastefna þegar horft er til langs tíma."
Albert skautar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að þarna er fjárhættuspil í gangi með eignir Íslenska Ríkisins.
Ríkið er að láta ábyrgðarlausa Lífeyrissjóðina spila Matador með skattfé almennings.
Í heimskreppu gætu allar erlendar fjárfestingar sjóðanna verið í hættu.
Hver á þá að bæta Ríkinu það tap sem orðið gæti?
Það er algerlega borðliggjandi að Ríkið getur gert upp allar sínar skuldbindingar við LSR og meira til ef það sækir skatteignir sínar til sjóðanna núna og hættir fjárhættuspilinu.
Eina breytingin fyrir lífeyrisþegana sem eru sagðir "eiga" sjóðina(það af þeim sem ekki hefur tapast eins og 2008) er sú að þeir fá lífeyrir sinn útborgaðan án skattgreiðslunnar sem núna er sýnd sem bókhaldsfærsla.
Íslenska Ríkið mun bráðum eiga 2000 milljarða hjá lífeyrissjóðunum í óhöfnu skattfé. Og stefnir óðfluga í miklu meira.
Hvað á að halda þessu lengi áfram og svelta Ríkissjóð?
Eftir hverju er verið að bíða?
Uppskurður Lífeyrissjóðakerfisins er meira en tímabær út frá hagsmunum heildarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Lífeyrissjóðakerfið er stærsta "scam" Íslandssögunnar....Við skulum hafa eitt áhreinu: LÍFEYRISSJÓÐIRNIR EIGA EKKERT, ÞAÐ ERU SJÓÐSFÉLAGAR LÍFEYRISSJÓÐANNA SEM EIGA ÞAÐ SEM UM RÆÐIR. Á meðan "lífeyrissjóðirnir" kaupa upp megnið af atvinnulífi landsmanna, FÁ SJÓÐSFÉLAGARNIR BRÉF ÞESS EFNIS AÐ ÞAÐ VERÐI AÐ SKERÐA LÍFEYRISRÉTTINDI ÞEIRRA VEGNA BÁGRAR STÖÐU SJÓÐSINS. Þetta gengur ekki alveg upp í mínum huga.
Jóhann Elíasson, 18.3.2017 kl. 10:26
Velferðarkerfið er enn verra. Vinstri menn standa vörð um atkvæðin sín / "heilbrigðisstéttina" sem er að sökkva börnum á bólakaf í ógeðslegt lyfjafen. Til að afvegaleiða umræðuna þá benda þeir á brennivínið í heilagri vandlætingu.
http://ruv.is/frett/mikil-aukning-i-avisunum-thunglyndislyfja
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 11:31
Afto hefur verið talað um að skattleggja lífeyrissjóði. Forsenda þess að þeir eru ekki skattlagðir er sú, að þegar fólk fer að taka lífeyri úr þeim er hann skattlagður eins og aðrar tekjur. Ef sjóðirnir yrðu skattlagðir þar til viðbótar, erum við að tala um tvöfalda skattlagningu. Ýmsum kann að þykja það æskilegt. Það hlýtur þó að vera spurning um siðferðiskennd ekki satt? Annars þarf að hafa í huga að sjóðirnar sem stofnaðir voru um áramót 1969/1970 í kjölfar samninga á vinnumarkaði 1969 (sem átti sér reyndar nokkra forsögu) eru nú um þessar mundir og vel fram yfir 2025 í hámarki, þ.e. innstreymi er meira en útstreymi. Þeir verða svo í jafnvægi vel fram yfir 2035 en fara þá hægt að dragast saman. Hraðinn fer eftir því hvernig mannfjöldasamsetningin hér á landi þróast. Þetta leiðir til þess að margur sem aðhyllist skyndilausnir í efnahagsmálum sér í hillingum hvernig ná megi þessu fé í eyðsluhít ríkissjóðs. Horfa þá viljandi framhjá því að það skerðir lífskjör þeirra sjálfra þegar þeir komast á lífeyrisaldur, sem leiðir til þess að auka þarf skattlagningu á sífellt lækkandi hlutfall vinnandi fólks til að halda uppi gegnumstreymiskerfi.
Skoðandinn (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 08:37
Skoðandi
ég er ekki að tala um tvísköttun heldur að taka skattinn af strax þegar greitt er inn í sjóðinn. Bara taka strax það sem ríkisins er.
Halldór Jónsson, 19.3.2017 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.