Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að bankasölunni?

Er það ekki helst það, að ríkið skuldar einhverja aura á lágum vöxtum. Á sama tíma er hagvöxtur nærri 7 %.

Bankarnir græða milljarða á ári.  Af hverju liggur þá svona á að selja þessa banka? Þetta er fyrsti kafli.

Næsti kafli er að kaupendur ætla ekki að koma með einn eyri frá sjálfum sér heldur ætla þeir að borga sjálfum sér út úr því keypta  allt kaupverðið eða svo. Er ekki búið að lýsa þessu ferli í blöðum með nokkuð glöggum hætti?

Hver er þá gróði seljandans, sem er ég og þú?  Fer ekki bara einn banki úr okkar eigu yfir í eigu einhverra vogunarsjóða sem hirða af honum milljarða hagnað til langs tíma.

Er þessi bankasala góður bísness fyrir mig og þig eða eitthvað trúaratriði frjálshyggjunnar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er og var ekki Arion banki að mestu í eigu fjárfesta með 13% eignaraðild íslenska ríkisins?

Er fjárfestum ekki frjálst að selja sinn hlut hverjum sem er, hvenær sem er og fyrir hvaða upphæð sem er?

Fólk virðist gleyma því að það hefur engin völd í stjórn bankans og það væri skrítið ef að 13% gætu skikkað 87% hluthafa að gera það sem 13% hluthafi vill.

Sparið púðrið þangað til að Íslandsbanki og Landsbankinn verður seldur, þá hafið þið meiri völd um hverjum, hvenær og fyrir hvað bankinn er seldur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.4.2017 kl. 15:56

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef ríkið hefði leyst til sín Arion hefði það getað innleyst 100 milljarða í arð og það munu vogunarsjóðirnir að sjálfsögðu gera. Ástæðan er sú að eigið fé bankans er talsvert hærra en lög krefjast og margfalt hærra er evrópskra banka viðað við umfang. 

Sigurður Þórðarson, 2.4.2017 kl. 17:27

3 identicon

Neanderdalsmaðurinn lifði hér á jörðu í u.þ.b. 300 þús. ár og við tók "hinn viti borni maður" sem kom fram á sjónarsviðið fyrir u.þ.b. 40 þús. árum og lagði heiminn undir sig.

Mun hann ná að lifa lifa svo lengi?

Hér fjallar þýski eðlisfræðingurinn, Harald Lesch um olíuna og framtíðina: Harald Lesch - Ende des Ölzeitalters? / ZDF

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband