5.4.2017 | 09:05
Hvernig Óli Björn?
á þetta að ganga upp?
"Selja á flugstöðina og nýta þá fjármuni sem losna til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngum - í vegi, brýr, göng, hafnir og innanlandsflugvelli.
Með sölunni losar ríkissjóður tugi milljarða sem eyrnamerktir verða umbótum og uppbyggingu í samgöngum um allt land. Þessir fjármunir bætast við það sem ætlað er til árlegrar fjárfestingar í samgöngum á komandi árum samkvæmt fjármálaáætlun, þar á meðal smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og Dýrafjarðargöng.
Sá er þetta skrifar er sannfærður um að hagsmunum almennings og fyrirtækja er betur borgið með því að nýta fjármuni í umfangsmiklar umbætur í samgöngum en að binda þá í flugstöð, sem aðrir en ríkið eru betur færir um að reka.
Um leið og Alþingi markar stefnuna til næstu fimm ára í opinberum fjármálum er nauðsynlegt að fram fari umræða og athugun á því hvort og þá hvernig nýting eigna ríkisins þjóni hagsmunum landsmanna best. Alveg með sama hætti og almenningur gerir þá eðlilegu kröfu til fjárveitingavaldsins að dýrmætum skatttekjum sé vel varið er ætlast til þess að bundnir fjármunir séu nýttir í það sem mikilvægast er."
Hver á að kaupa Flugstöðina?Ef ekki flugvöllinn bara líka? Segjum svo að Lífeyrissjóður Verslunarmanna verði neyddur til að kaupa? Á eitt-tvöþúsund milljarða? Hver á að borga honum 35-70 milljarða í hreinar árstekjur? Ætlar Ragnar formaður að fara að reka Flugstöð? Eða getum við selt hana til Grikklands? Ragnar kaupi þá eitthvað í Grikklandi í staðinn eins og til dæmis Píreus höfn?
Og hver er hagnaðurinn af ókeypis Dýrafjarðargöngum fyrir örfá hundruð bíla? Eða óeinkavæddri Vestmannaeyjaferju? Gefast þessar eyrnamerkingar skattfjár svo vel eins og bensíngjaldsins til dæmis?
Er það bísness að borga niður skuldir Ríkisins á 1-2% vöxtum þegar hagvöxtur er 8 %. Væri ekki athugandi að fá Ólavíus Ólavíus til ráðslags um svona mál alveg eins og Óla Björn í bjartsýniskasti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3420148
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Verður ekki með sömu rökum hægt að selja flugvellina og vegina, sem byggðir verða, til þess að gera ný samgöngumannvirki?
Því að flugstöð er samgöngumannvirki.
Um daginn var Verslunarráð með tillögu í blákaldri alvöru um að selja 20 lögreglustöðvar og annað eins af kirkjum.
Verslunarráð nefndi kirkjurnar og til þess að selja eina þeirra þarf fyrst að taka hana eignarnámi af því að hún er þegar í einkaeigu, og selja hana aftur!
Sérstök lög um eignarnám á Hrafnseyrarkirkju gætu verið fordæmi fyrir að setja sérstök lög um Þingvelli til að afnema núverandi lög, sem banna sölu og veðsetningu á þeim gróðavænleg reit.
Og síðar fordæmi fyrir að taka flugvellina og vegina eignarnámi og selja þá aftur, og búa þannig til hringekju þar sem skiptast á eignarnám og sala.
Ómar Ragnarsson, 5.4.2017 kl. 13:47
Við þurfum að reikna út út hvað margar brýr, hve mörg jarðgöng, hve langa vegi, hve marga spítala og annað er hægt að framkvæma, fyrir 30% gengishækkunina, (ca. tölur) í stað þess að láta Seðlabankann, eftir skipun Alþjóðabankans, láta okkur eyða öllum tekjunum, í oft óþarfa, og neyða fyrirtækin til að safna skuldum, til að þessi útflutningsfyrirtæki, þurfi að taka lán í bankanum, við vitum, að ef fyrirtækin taka ekki lán í bankanum, þá getur bannkinn ekki skrifað tölur og lánað fólki og fyrirtækjum, og þá eignast bankinn, ekki neitt.
Við munum að Líbýa fór að nota Denarinn, og var um leið sprengd í tætlur.
Assad tók ekki lán í Alþjóðabankanum og Sýrland sprengt í tætlur.
Ísland nær skuldlaust, 2008, og tekið niður.
Fjárfestarnir hirtu allt af okkur 2008.
Seldu til dæmis fyrirmyndar fisksölufyrirtækin, Orkuveitu Suðurnesja, Bláalónið og fleira, hæstbjóðanda, til útlanda.
Nú eru fjárfestarnir komnir á fulla ferð við að hirða allt af okkur aftur.
Við förum að hugsa, og sex og sykur í hófi.
Það hefur sýnt sig í gegn um árinn og aldirnar að ef eitthvert þjóðfélag fer í sexið og sykurinn, þá hættir það þjóðfélag að hugsa.
Lesum um gömlu göturnar, og hættum að láta fjárfestana mjólka okkur eins og kýr í fjósi.
Bið ykkur vel að lifa.
Verð að ná í kostinn.
Egilsstaðir, 05.04.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 5.4.2017 kl. 13:49
Sæll Halldór
Það er algerlega og fullkomlega glötuð hugmynd að selja peninga-gæsina KEF. Hún má alls ekki enda á höndum þeirra sem skipa gróðanum af henni úr landi, eins og með fullkomnu öryggi yrði um að ræða.
Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi.
Hvernig má það vera að mönnum með fullu viti detti ekkert annað í hug en svona fyrir-hrun bjálfaskapur?
Það má alltaf stilla öllum hlutnum þannig upp í reikningsdæmum að selja eigi þetta eða hitt til að skaffa þetta eða hitt sem svo verður selt til að skaffa þetta eða hitt í staðinn. Þetta trading mentality og sjoppuhugarfar verður að hætta þegar um strategíkst mikilvæg málefni föðurlandsins er að ræða.
Þeim sem langar í flugvöll núna gátu sjálfir byggt hann þegar þess var þörf. Svona pilsfalda-kapítalisma andskotans er ég búinn að fá algerlega nóg af.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2017 kl. 15:01
1) Að selja KEF rýir tekjustofna ríkisins. Hreint og beint.
2) Rýrnandi tekjustofnar þýða aðeins eitt. Skattahækkanir eða minni opinbera þjónustu.
3) Þingmenn hafa fyrst og fremst eyðsluskyldur gagnvart kjósendum sínum (e. spening obligations). Til þess eru þeir kosnir. Þeir mega ekki gjaldfalla á þessum skyldum.
4) Ekkert sparast. Tekjur ríkisins rýrna hins vegar til muna. Ef KEF er selt þá munu tekjur þjóðfélagsins einnig rýrna til muna því hagnaðinum yrði skipað úr landi. Landið yrði verr sett en áður.
5) Þetta er AGS-ESB módelið frá Grikklandi og heimska heljarins.
6) Það er þegar búið er að leggja álögur á borgarana til að fjármagna vegakerfið. Hvar eru þeir peningar?
7) Ef við hefðum okkar eigin her, þá væri hægt að láta hann gera þetta til að bæta strategískar hersamgöngur á milli landshluta.
8) En við höfum ekki neinn her og það setur okkur í enn verra ljós þegar að svona hókus-pókus kemur. Þá peninga væri sem lágmark hægt að setja í vegakerfið. Ef það er ekki hægt þá er ríkið einfaldlega illa rekið.
9) Takið rekstrar hagnaðinn af KEF og setjið hann í vegi ef með þarf. Það er hægt. Inn í framtíðina.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2017 kl. 15:41
Rýrir - á það að vera
Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2017 kl. 15:41
Hér er ein nýsköpunarhugmynd í þessum málum:
1) Dwight Eisenhower forseti lét byggja bandaríska þjóðvegakerfið (inter-state) til þess að geta flutt herafla frá vesturströnd til austurstrandar í einum grænum. Þetta er enn stærsta einstaka opinbera fjárfesting og mannvirki mannkynssögunnar.
2) Tölvu-örgjörvinn var fundinn upp til að nota til stýra eldflaugum bandaríska hersins.
3) Internetið var fundið upp til að nota í gagnaflutninga fyrir bandaríska herinn
4) Oracle er til vegna þess að bandaríska herinn vantaði gagnagrunn.
5) Okkur vantar íslenskan her til að stuðla að framförum í landi okkar. Hann mun margborga sig mjög fljótt, alveg eins og tæknigeiri sjávarútvegsins hefur skilað sínu.
Smellum íslenska hernum á vegaáætlun!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2017 kl. 15:58
Darios Persakóngur lét leggja vegi. napíleon lét leggja vegi og planta öspum meðfram þeim til að herinn gæti marsérað í skugga, Roosewelt og Hitler létu leggja vegi og Eisenhower vissi hvað vegir þýddu fyrir Patton og liðsveitirnar. Íslensk þingfífl vita ekki neitt nema einhverja skræðuspeki. Hvar er praktíkin Gunnar Rögnvaldsson og Jónas bóndi.
Íslendingar ná því aldrei að verða þjóð frekar en ESB af því þeir eiga ekki föðurland sem þeir eru reiðubúnir að deyja fyrir eins og Bandaríkjamenn. Við erum bara braskaralíður sem er tilbúinn að selja ömmu sína eins og allir útrásarvíkingarnir, með eða án ökklabanda. Fyrirlitlegur skríll án prinsípa sem er tilbúinn að selja landið fimm sinnum ef hann getur fyrir fjörtíu evrur úr silfri eins og Júdas á sinni tíð. Til þess höfum við fjármálaráðherra og viðreisnarspekinga. Hverjir skyldu kjósa þá næst?
Halldór Jónsson, 5.4.2017 kl. 22:09
Já svei
Halldór Jónsson, 5.4.2017 kl. 22:10
þín orð Halldór.
Íslendingar ná því aldrei að verða þjóð frekar en ESB af því þeir eiga ekki föðurland sem þeir eru reiðubúnir að deyja fyrir eins og Bandaríkjamenn. Við erum bara braskaralíður sem er tilbúinn að selja ömmu sína eins og allir útrásarvíkingarnir, með eða án ökklabanda.
Vinsamlegast hafðu mig ekki með í þinni braskara hjörð Halldór Jónsson. Ég hef unnið fyrir mér síðan ég var nýuára og geri það enn fæddur fjörutíu og fjögur. Það er ekki nóg að vera bara kjaftaskur og skilja ekki helminginn af þvaðri sínu sjálfur. Grundvallar þörf kjaftaska svo sem þú sýnist vilja vera og Benni fjármála bjáni er að sýnast en láta staðreyndir vera.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2017 kl. 23:24
Hrólfur,
ég var nú að skamma okkur sem þjóð fyrir kæruleysið sem einkennir okkur, ég ætlaði ekki að halda því fram að þú værir þannig í þessum þjóðarmetnaðarlausa Viðreisnar flokki alþjóðahyggjunnar.Mér hefur alltaf fundist að þú værir raunverulegur patríót. Það getur vel verið að ég sé bara kjaftaskur en ég vil samt andæfa þessu landsöluliði hver sem raunveruleg hetjulund yrði á örlagastund þó maður vildi standa sig.
Halldór Jónsson, 6.4.2017 kl. 02:08
Fer alltaf um mig hrollur þegar stjórnmálamenn tala um
að "Eyrnamerkja" hluti til hins og þessa.
Man ennþá eftir því hvernig salan á símanum var
"Eyrnamertk" fyrir nýjan spítala.
Ekkert af þeim peningum skilaði sér.
Þessar alþingisdruslur sem tala um að selja okkar
bestu kýr, eru ekki með réttu ráði og ætttu
að segja af sér hið fyrsta áður en það kostar
okkar þjóð tugi milljarða vegna hugsunarleysis og
vitleysu.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.4.2017 kl. 03:54
Hvernig fór með söluna á Póst og síma, forðum daga?
Peningana átti að nýta til mikilla verka og okkur talin trú um að starfsemi þessa fyrirtækis væri mun betur rekið í höndum einkaaðila.
Peningarnir hurfu án þess að neitt bitastætt stæði eftir.
Fyrirtækinu var skipt upp, reyndar að boði frá ESB. Eftir standa tvö fyrirtæki. Síminn var svo heppinn að farsímabyltingin kom í kjölfarið og það því svo sem í lagi. Hægt gengur þó að tengja landsbyggðina við raunhæfar tengingar.
Verr hefur gengið hjá Póstinum, jafnvel þó hann hafi nánast einokun á sínum rekstri. Undanfarin ár hefur þjónusta þess fyrirtækis fallið frá því að vera slæm í að vera óforsvaranleg. Liður í að halda þessu fyrirtæki gangandi er að gefa því á hverju ári heimildir til enn skertari þjónustu. Fjöldi sveitabæja í byggð eru nú taldir utan byggða hjá póstinum. Pósthúsum, einkum á landsbyggðinni, hefur fækkað svo að sumir þurfa að aka langann veg til að finna slíkt.
Eitt er víst að ef KEF verður selt mun þjónusta þar skerðast enn frekar og arðurinn fluttur úr landi í stað þess að nýta hann til uppbyggingar á Vellinum.
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2017 kl. 06:47
Halldór, biðst velvirðingar á misskilningi mínum 5/4 kl. 23.24.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2017 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.