Leita í fréttum mbl.is

Ungur maður byggir

 

 

Ungur maður byggir

Ungur maður með 4 manna fjölskyldu, nýbúinn að læra rafvirkjun, þarf einhvers staðar að búa. Hvað getur hann gert?

Leigt íbúð á 200.000 kr? Borga skatta. Vinna myrkrana á milli. Kaupa allt sem ung fjölskylda þarfnast og börnin og  konan vinnur úti.Gott heimilislíf en enginn afgangur. Er þetta  framtíðin spyr hann sig?

Greiðslumatið fleygði honum umsvifalaust á dyr. Eignalaus ræfill sem enga vexti getur borgað. Farðu út og komdu aldrei aftur. Þú getur ekkert keypt .Aldrei!

Ertu bara ekki alveg  vonlaus spyr  hann sjálfan sig í þunglyndi .

Er til leið?

Hann á pabba sem á fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Gott lítið en traust fyrirtæki með hreina kennitölu  getur fengið lán eins og það vill hjá fjármálafyrirtækjum sem lána út lífeyrissjóðspeninga.Ekkert greiðslumat fyrir fyrirtæki.

Hann á afa sem kann eitthvað að teikna. Hann á tvær vinnufúsar hendur og vilja til að koma sér áfram. Hann á fjölskyldu sem vill rétta fram hjálparhönd. Hann á tengdapabba sem er þaulreyndur húsasmíðameistari.  Ungi maðurinn fær inni í gamalli íbúð hjá honum til bráðabirgða.

Lóð?

Eru til lóðir að byggja á. Jú, kosta víst hátt í 20 milljónir víðast á höfuðborgarsvæðinu. Engar til í Reykjavík, það er þó einfalt. Og verða ekki samkvæmt stefnu Dags Bergþórusonar.

Er það  stefna sveitarfélaganna til þess að laða til sín skattgreiðendur framtíðarinnar að hafa lóðirnar svo dýrar að unga fólkið geti ekki keypt þær?  En stóru verktakafyrirtækin  sitja ein að lóðunum  með aðgang að fjármagni. Ókeypis lóðir eru í hinsvegar í boði á Hornafirði. þar skilja menn á hverju framtíðin byggist.

 Nógar íbúðir ef þú átt pening. Þú átt hann bara ekki og færð hann heldur ekki að láni af þvi að þú átt hann ekki segja stúlkurnar í greiðslumatinu.

Smáíbúðahverfi fyrir sjálfbyggjara eru hvergi til.  Enginn sveitarstjórnamaður virðist þekkja söguna frá í gamla daga.   Mannvirkjastofnun bætir svo við kröfum ofan á kröfur til að þóknast EES. Gerir allt þriðjungi dýrara vegna kratabullsins sem tröllríður þjóðfélaginu.  Allt til aðauka ánægjuna fyrir unga fólkið heima á Hótel Mömmu.  

Gámahús má hvergi hafa. Starlight Ranch í Orlando væri fljótur að seljast hér þar sem einbýlishúsin kosta minna en 10 milljónir í fullbúni grónu og malbikuðu hverfi.  Húsin frá Stólpa-Gámum eru betri en þau hús og ekkert dýrari. Er ekki um að gera fyrir ungt og ástfangið fólk að geta byrjað einhversstaðar.

 

Það finnst loks fyrirheitna landið í gamalli  illseljanlegri lóð í Mosfellsbæ. Fyrirtæki pabba slær lán fyrir fylltri byggingarklárri lóð í Mosfellsbæ á 8 miljónir. Afi teiknar hús með unga fólkinu. Það er samþykkt timburhús  og það er byrjað um vorið 2016. Fjölskyldan vinnur um helgar og kvöld. Engin vinna borguð út.

Hvernig er húsið núna, ári  eftir að framkvæmdir hófust? 217 m2 með nógu framtíðarplássi þó fjölskyldan stækki.Helgar-og kvöldvinna fjölskyldunnar.

Og hvað kostar það svo vill einhver vita?  Það er verið að vona að það verði ekki búið að leggja út meira og skulda en hundraðþúsundkall á fermetrann þegar flutt verður inn.

 Viðráðanlegt ef vinnuþrekið helst. Það er ýmislegt  hægt ef viljinn er fyrir hendi?  -laxatunga1laxatunga2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband