Leita í fréttum mbl.is

Malbik er ónýtt efni

til vegagerðar er löngu vituð staðreynd. Alveg sama þótt flutt sé inn rándýrt útlenskt grjót.

Í Sámi fóstra er grein um hvernig íslensk steypa úr gamla Esjubergsefninu endist. Ingólfur Jónsson ráðherra tók þá ákvörðun eftir að við Guðmundur Einarsson vorum í viðtali hjá honum að VV2 yrði steyptur 22 cm þykkur í stað 10 cm malbiks.Hann tók upp síman og hringdi í Sigurð Jóhannsson vegamálastjóra og sagði: Vegurinn verður steyptur. Ekkert fleira.

Kostnaðaraukningin varð 8 % við þessi skipti.

Í greininni í Sámi fóstra er mynd af yfirborði vegarins í Kollafirði sem er orðið nær hálfrar aldar gamalt. Grjótið stendur uppúr og umferðin hamast á því nætur og daga með nöglum og ekki. Það gefur sig ekki. 

Það er líklega annað en harkan í innflutta grjótinu sem gefur sig í malbikinu. Tjaran nær ekki að halda því og það losnar upp og það koma holur og vatnið og frostið sér um afganginn.

Smásteinatrúin breiddist svo út í vegasteypuna svo menn voru farnir að steypa á úr perlumöl ca 20 mm í stað 38 mm sem notuð var í Kollafirði.Steypan heldur Esjuberggrjótinu föstu sem þolir álagið þó það sé ekkert spes-hart. Það er munurinn.

Steypan í Vesturlandsveginum hefur enst núna líklega fimm sinnum lengur en ef malbikað hefði verið, þökk sé Ingólfi Jónssyni frá Hellu.

Svo segir í Mogga í dag:

helgi@mbl.is Meginhluti þess steinefnis sem notað er í malbik hér á landi er fluttur inn frá Noregi. Það gera malbikunarstöðvarnar til að fullnægja kröfum Vegagerðarinnar, bæjarfélaga og annarra verkkaupa um styrkleika malbiksins. „Þótt við búum á klettaeyju úr grjóti er basaltið ekki nógu gamalt. Það er ekki nógu slitsterkt til að ráða við nagladekkin. Norska granítið er nokkurra milljóna ára gamalt og mun endingarbetra,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar HlaðbærColas. Kröfur um styrk aukast Hans fyrirtæki flytur inn frá Noregi í ár meira en hundrað þúsund tonn af steinefni. Það er notað í malbik á vegi, götur og flugbrautir. Malbik með steinefnum úr íslenskum námum er aðallega notað þegar verið er að malbika bílastæði og göngustíga og í undirlag malbiks. Notað er meira en tvöfalt meira af innfluttum steinefnum en innlendum hjá Hlaðbæ-Colas. Fyrirtækið hefur flutt inn steinefni í áratugi. Sigþór segir að kröfur verkkaupa til gæða malbiks hafi verið að aukast og því hafi innflutningur aukist heldur á síðustu árum. Naglar á flutningabílana Innflutt ljós og slitsterk steinefni eru almennt notuð þegar vegir um jarðgöng eru malbikaðir. Það var gert þegar Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun árið 1998. Þá var áætlað að malbikið myndi endast í 5-7 ár en það dugði í 16-17 ár því ekki var malbikað aftur fyrr en á árunum 2014 og 2015. Aftur var malbikað með norsku efni. Sigþór Sigurðsson segir að sérstaklega sterk blanda hafi verið notuð í malbikun Hvalfjarðarganga 2014-2015 og segist hann hafa spáð því að malbikið myndi endast í 25 ár fyrst eldra malbikið entist í 17 ár. Það virðist ekki ætla að ganga eftir því nú þegar sér á slitlaginu. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, telur að nýja malbikið endist ekki jafn lengi og það eldra. Umferðin sé orðin miklu meiri en var í upphafi og nú hafi það bæst við að flutningabílar landsbyggðarinnar séu komnir á nagladekk. Þeir séu fljótir að rífa upp malbikið. Reiknar hann ekki með að malbikið endist lengur en í 7-8 ár, eða helmingi skemur en það gamla. Líkur eru á að malbik endist lengur í jarðgöngum en á vegum úti. Jafn hiti er í göngunum og lítil bleyta og ekki þarf að salta. Ekki fannst nógu gott efni Sigþór Sigurðsson segir að miklar kröfur séu gerðar í nýju göngunum um styrkleika steinefna. Segir hann að Húsavíkurgöng séu gott dæmi um það. Þar séu sérstaklega þungir vagnar keyrðir fram og til baka. Heimamenn hafi verið fengnir til að leita að námum á svæðinu en engar hafi fundist nógu góðar. Því hafi efnið verið flutt frá Noregi og sérstaklega sterkt efni í efra lagið. Sama eigi við um Norðfjarðargöng sem nú er verið að malbika. Fundist hafi náma í Jökuldal sem hægt hafi verið að nota að hluta en síðan flutt inn efni í efra malbikslagið, slitlagið. Sigþór segir að ef náma sé nálægt framkvæmdastað sé ódýrara að nota efni þaðan en ef aka þurfi langar leiðir sé ódýrara að flytja efnið inn frá Noregi. Annað efni á flugbrautir Notuð hafa verið norsk steinefni í flestar flugbrautir sem HlaðbærColas hefur malbikað á undanförnum árum. Þó var íslenskt efni notað á Egilsstöðum. Aðrar kröfur eru gerðar til malbiks á flugbrautum en vegum. Sigþór segir að í verkefni sem fyrirtækið er núna að vinna að á Keflavíkurflugvelli sé sóst eftir þoli gegn slípun sem verði þegar vélarnar lenda. Þetta sé önnur áraun en á vegunum þar sem nagladekkin myndi hjólför. Keypt var sérstakt efni frá Noregi" 

Í landinu er til Gomaco-vél uppi í Borgarnesi, eða var til síðast þegar ég vissi, sem er getur steypt fulla vegbreidd af svona steypu með hraða sem gæti verið 1-2 km á dag ef hægt er að skaffa svo mikla steypu svo hratt, líklega þarf 2-3 steypustöðvar til þess.

Stjórnmálamenn nútímans eru hinsvegar þannig að þeir geta ekki hugsað lengra en til einsárs fjárhagsáætlunar í einu. Sá síðasti sem gerði það ekki var Gunnar Birgisson þegar hann steypti götur í Kópavogi með þessari vél, sumar þriðjungi og sumar helmingi þynnri heldur en var í Kollafirði. Þær eru margar heilar eftir nær 20 ár.

Afreinin niður á Hafnarfjarðarveg var til dæmis einungis 5-7 cm og steypt ofan á gamalt malbiksundirlag og stendur sig fínt eftir allan þennan tíma.

Hæðarnákvæmni vélarinnar var með eindæmum góð og vegurinn rennisléttur  en gallarnir voru þegar handlagt var út til hliðar fleygar og litlar breikkanir sem urðu hólóttar. Einnig kom í ljós að bögglaberg  dugði ekki sem undirlag undir steypu, það fjaðrar og þá brotnar steypan. Ca.30 cm Granular base eins og við notuðum í gamla daga þarf til ef steypa á ofan á. 

Nú stendur þessi Gomaco vél ónotuð ef þá ekki er búið að fleygja henni.Íslenskur ráðamaður getur ekki tekið ákvörðun um að kaupa helmingi dýrari hlut sem endist sex sinnum lengur en sá sem endist ekki nema eitt ár. Það gerir fjárhagsáætlunin sem blaðamennirnir skrifa um sem pólitískan árangur stjórnandans.

Hér í Florida eru þessir gömlu kunningjamaskínur mínar úti um allt að steypa vegi. En Kaninn er víst bara asni að áliti íslenskra ráðamanna sem flestir eru kratískir unglingar eða Píratar nú til dags. Sjáið bara hvernig þeir DayBee, Hjalli á hjólinu gefast í Reykjavík eða Bigga á þinginu?

Malbik er og verður ónýtt efni miðað við steinsteypuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Flott hjá þér Halldór 

Kristmann Magnússon, 17.5.2017 kl. 15:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það fellow Kandísmoli

Halldór Jónsson, 17.5.2017 kl. 18:40

3 identicon

Alveg rétt hjá þér, MOggin er fullur af bulli sem á sér engan líka ... bestu göturnar að keyra á, eru úr rauðamöl.  Líka þær, þar sem rauðamöl er notuð í malbikið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 19:32

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Algerlega sammála þessum pistli. Aur skal geyma en krónu kastað. Sorglegt hvað yfirstjórn vegamála er vanmáttug og jafnvel duglaus í að benda á augljósar staðreyndir.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.5.2017 kl. 19:33

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð grein.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2017 kl. 21:44

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ólafur Kr. Guðmundsson komst að því við athugun að hjá Reykjavíkurborg hafði verið ákveðið að þynna malbikslagið úr 10 sm niður í 5 "til að spara." 

Árangurinn skilaði sér í stórtjóni á götunum og bílunum, sem er miklu meira en meintur sparnaður. 

Ólafur komst að því að þegar farið var í löngu tímabært viðhald á Reykjavíkurflugvelli var ekkert slegið af kröfum um þykkt og endingin er sláandi betri heldur en á þeim svissneska osti sem gatnakerfi Reykjavíkur er. 

Einhver mesti bölvaldur efnahagslífsins í heiminum eru ársuppgjör og ársfjórðungsuppgjör. 

Allt snýst í kringum þau, því að þau ráða hlutabréfaverði og arði, og á slíkt einblína eigendurnir. 

Hjá stjórnmálamönnum er einblínt á skoðanakannanir og næstu kosningar, sem hjá flestum flokkkum eru á tveggja ára fresti, byggðakosningar og Alþingiskosningar. 

Ómar Ragnarsson, 18.5.2017 kl. 08:29

7 identicon

Góð athyglisverð grein

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.5.2017 kl. 08:57

8 identicon

gæti það verið að einkahagsmunir spili inni td hjá olíu fyrirtækjum

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.5.2017 kl. 09:01

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Halldór, þetta þurfti að segja.  En hvort það virkar, það er svo önnur saga.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.5.2017 kl. 16:59

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Malbik er ónýtt efni

Halldór skrifar.  "Kostnaðaraukningin varð 8 % við þessi skipti."

Við að nota steinsteipu í staðin fyrir malbik varð 8% aukakostnaður.

Það sýnist sem að steinsteipan marg borgi sig.

Getum við trúað því að olíufélögin, og þá Flóa ríkin, sem eiga líka Federal Reserve, og þá dollarann, og þá líka NWO, það er New World Order, stjórni sveitarfélögunum á Íslandi. 

Reynum að hugsa.

Egilsstaðir, 25.05.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.5.2017 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband