21.5.2017 | 16:09
"All will be well!"
Dauðans óvissi tími sem sr. Hallgrimur talar um er eitthvað sem stundum læðist að manni þegar mann síst varir. Að tími reikningskilanna geti verið í nánd er ný hugsun sem maður hefur aldrei hugleitt en er samt eilífur áhrifavaldur í þessum heimi í huga skálda og stórmenna. Samt deyja þeir ekkert öðruvísi en Pétur eða Páll.
Maður sjálfur er auðvitað eilífur lengst af ævinni og hefur plentí að gera. Má ekki vera að því að sinna sínnum nánustu eða að vanda sig.
Svo kemur allt i einu læknir sem maður hefur aldrei séð fyrr og segir við mann sisona: Þú ert með krabbamein í kjaftinum. Þú ert ekki að fara neitt í frí til Ameríku. Þú ert ekki að fara neitt annað en í 35 geisla sem hefur kannski 85 % sjans að lukkast. Annars líklega er þetta tvísýnt.
Ertu ekki að djóka?
Meðferðin klikkar svo þannig að hluti meinsins þolir geislana og skýtur upp kollinum aftur. Hvað er þá næst? Jæja, maður hættir að hugsa um það og snýr sér að öðru. Á maður að leggjast á bæn eða að reyna að standa í lappirnar? Þykjast vera maður? Það er hafin chemo sem hrífur ótrúlega snöggt og meinið nærri hverfur og ég verð sem nýr.
Maður er búinn að vera hálft ár á placitaxól og erbitux eða cetuximab meðferð á 14 daga fresti. Þar hittir maður fjöldann af dásamlegu fólki sem maður þekkir og er í sömu erindagerðum og svo þessa engla sem þarna starfa. Og maður er í fullu fjöri með kjaftinn á fullu. Skrifast á og er í útgáfustarfsemi með Sám fóstra.https://issuu.com/radandi_auglysingastofa/docs/samur_fostri_1_tbl_april_2017_280x4
Jón Valur skrifar svo í athugasemd á blogginu þar sem mér varð á að vanda mig ekki í orðum um trúmálin:
" "Um Guð sem skapara talaði Páll postuli skynsamlega til heimspekinga Grikkja á Aresarhæð í Aþenuborg: Postulasagan, 17.24-29.)"
Ég skrifaði honum á móti:
"Þú virðist efast stundum líka eins og Matthias gerði sem orti ódauðleg ljóð af þvílíku afli sem hann gerði..."
Jón segist hvergi hvika í trúnni enda sannkristinn maður.
En ég þarf kannski að skrifa eitthvað um trúmálin sem ég er ekki vanur að gera af tillitsemi við annað fólk. Ég vil ekki meiða tilfinningar neins viljandi sem vill hafa þær fyrir sig. Islam er hinsvegar annar hlutur en kristnin sem ég stend jákvæður til þjóðkirkjunnar vegna siðaboðskaparins og kærleikans og góðra áhrifa hennar á þjóðlífið. En ég stend öndverður vegna pólitíkurinnar,öfganna og illskunnar í Islam og vil ekki sjá það drasl neinsstaðar nálægt mér og alls ekki á Íslandinu mína góða ef kostur er á öðru.
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2017 kl. 16:15 | Facebook
Athugasemdir
Christopher Hitchens makes a shocking confession???
Gangi þér vel.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 17:21
Meðan ég les þetta, hef ég fyrir framan mig bekkjarmynd með okkur úr Grænuborg.
Hér er hlekkur á grein um það, hvernig mönnum farnast almennt, eftir því hvernig menn bregðast við válegum tíðindum:
https://www.abcd.is/is/mal-og-menning/228-enn-fornir-i-skapi.html
Lifðu vel
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 20:12
Vona að þú fáir lyf við hæfi og náir bata.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 20:39
Það er alltaf gaman að lesa pistla þína Halldór. Gangi þér allt í haginn og megir þú ná fullri heilsu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 23:46
Sæll Halldór. Takk fyrir að deila þessari reynslu þinni og sögum af ættingjum og vinum. Gangi þér vel i þessari lífsins orustu, þú gengur alltaf hreint fram af þinni einstöku einurð !
Gunnlaugur I., 22.5.2017 kl. 01:05
Halldór.
Er alveg viss um ad thetta gangi vel hjá thér og
thú verdur spraekari sem aldrei fyrr.
En eins og áhyggjur gamla, gamla hafnfirdingsins..!!
Hann var mest hraeddur vid thad ad vakna daginn eftir
steindaudur...':)
Ef thad er haegt, thá er allt haegt.
Bestu bata kvedjur frá Hollandi.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 01:09
Takk fyrir allir þið vinir mínir og takk fyrir einlægar heillaóskir mér til handa.
Halldór Jónsson, 22.5.2017 kl. 01:49
Baràttukjvedjur, hèdan ùr sudrinu nafni. Megi allar gòdar vaettir styrkja thig og kaeta, sem mest og lengst.
Gòdar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.5.2017 kl. 06:03
Gott að gefa eftirsjánni frí en virkja andann, jafnvel vínandann ... lífið býr líka í litlu hlutunum, litlu stundunum sem samanlagt gefa öllu tilgang ... hestaskál !
Ólafur Als, 22.5.2017 kl. 17:02
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Mér dettur í hug að halda hérna samt dálítið áfram með trúmálin mín til þess að gera grein fyrir minni afstöðu,skilja sjálfan mig örlítið betur kannski og ef einhver vill forvitnast um mína afstöðu til trúar.
Ég er ekki fermdur að eigin vali en ég var skírður vegna ákvörðunar móður minnar hennar Karenar Elísabetar.Eg les ekki biflíuna nema sem sagnfræði og gef lítið fyrir særingar.
Faðir minn Jón Á Bjarnason, sem var lítill kirkjunnar maður en stilltur vel, talaði stundum á stórhátíðum um það að nú skyldum við ganga á Aresarhæð sem Jón Valur nefndi hér að framan. Hann náði þá gjarnan í Hákon bróður sinn og við gengum ógleymanlega túra saman á Öskjuhlíð upp að tömkunum og gengum þá steyptan hitaveitustokkinn.
Þar hittum við marga skemmtilega karaktéra eins og til dæmis hann Harald Guðmundsson fasteignasala sem pabbi spurði á kjördegi hvort hann væri búinn að kjósa?. "Jón minn,ég er löngu hættur að kjósa því þetta eru allt organiséraðir bófaflokkar sem eru að bjóða fram."
Ég var þá ungur og skildi þetta tal ekki alveg. En ég hef oft hugsað um þetta síðan og af því að ég gekk síðar til liðs við Sjálfstæðisflokkinn af trúfestu þá er ég ekki alveg dús við hann Harald hvað minn flokk varðar.Ég vil fylgja sjálfstæðisstefnunni í þjóðmálum enda er hún mjög einföld í sínum tveimur liðum um frelsi einstaklingsins til orðs og æðis og sjálfstæði þjóðarinnar.
En ég skil margt núna af af því sem hann þarna í ljósi sögunnar á mínum bráðum 80 árum. Vonbrigði og sigrar skiptast á í pólitíks en fyrir mér tengjast alltaf krateríinu og vinstrimennskunni.
Það var hún Mæsa föðursystir mín sem á þetta hugtak um hann Gussa á loftinu sem kom upp þegar ég var að tala við hann Jón Val vin minn á blogginu.
Mér finnst fólk oft treysta um of á handleiðslu frekar en á sig sjálft. Leiðir til þess að fólk reynir ekki?
En þetta með trúmálin kemur oft allt af gerð hvers og eins og uppeldinu ekki síður.
Börn Ágústar H. Bjarnason prófessors voru lítið kirkjunnar fólk. En það hafði sínar hugmyndir um annað líf.
Pabbi minn Jón Ólafur var í það minnsta mjög blendinn í trúnni ef ekki alveg laus við trú en lét mömmu eftir að skíra og ferma börnin ef þau vildu slíkt sjálf.
Helga föðursystir og hún Mæsa systir hennar voru miklu harðari í kirkjufjandmennskunni en pabbi. Og hann Hákon var líkari pabba í hversdagslegu hófstilltu tali. En ég held að hann hafi alls ekki verið hið minnsta trúaður maður held ég. Ég veit ekki svo glöggt um Halla föðurbróður þar sem við ræddum ekki saman um trúmál. En okkur var vel til vina okkur Halla og hann var hjálpsamur og góður maður.
Mamma mín Karen Elísabet Halldórsdóttir Skaptson Hedvigardóttir Wathne var sannkristin kona og hennar fólk allt.
Amma mín Sigríður, dóttir Jóns Ólafssonar ritstjóra, eitthvert mesta andlega ofurmenni sem ég hef kynnst nokkru sinni, sagði við mig:
"Það er til annað líf".
Af hverju segirðu þetta amma mín sagði ég? "Ég bara veit það" sagði hún. "Ég skal láta þig vita eg ég get ef þetta er rétt hjá mér." Ekki var fleira sagt á þessum fundi okkar af mörgum.
Mörgum árum eftir að hún kvaddi bauð Guðmundur Einarsson verkfræðingur mér á skyggnilýsingu hjá Hafsteini miðli.Guðmundur var feykilega skemmtilegur maður og fjölfróður. Hann trúði á annað líf og leitaði svara.
Þar lýsti Hafsteinn meðal annars aragrúa fólks, sem aðrir könnuðust við en ég, "skínandi bjartri veru sem aldrei hafði gengið á íslenskum búningi en alltaf á dönskum búningi." "Hún kveðst heita Sigríður og vera Jónsdóttir."
Ég þóttist kenna ömmu mína Sigríði því hún lýsti hérna megin með fleiri wöttum en aðrir sem ég hef síðan hitt. Ég spurði því samstundis eins og maður átti að gera ef maður kannaðist við eitthvað: "Hvað segir hún amma mín um framhaldslífið?" Svarið kom leiftursnöggt: "Hún segist aldrei hafa neitað staðreyndum." Og meira var það ekki.
Mér datt í huga að Hafsteinn gæti lesið hugsanir fundarmanna þegar hann lýsti Jóni Valfells sem ég þekkti vel. Ég spurði sem einasti fundarmannanna sem hann þekkti og spurði hvernig honum liði. " Hann segist stundum hafa getað verið kurteis" kom svarið eldsnöggt. Enginn annar vissi um það atvik sem þarna tengdist mér og átti upptök í gengnum gleðifundi þar sem lá vel á Jóni og öllum öðrum En Jón var afburðaskemmtilegur maður og margvís.
Ég hef ekki sannfærst um annað líf eða trúmál þrátt fyrir þetta og trúi ekki mikið á þetta en frekar á sérgáfu Hafsteins Björnssonar sem ég þekkti aldrei neitt frekar.
Dauðinn er fyrir mér eiginlega sá mikli rukkari sem réttir oss reikinginn yfir það sem skrifað var hjá oss eins og hann Tómas segir.
Ég þarf eiginlega ekkert meira og reyni að sætta mig við það nú í auðmýkt þegar ég sem gamli grínistinn horfi framan í dauðans alvöruna í fyrsta sinn á ævinni og verð að gera mér ljóst að ég er hugsanlega ekki eilífur eins og mér hefur samt líklega alltaf fundist ég vera það sem af er þessu lífi. Merkilegt að ég skyldi aldrei trúa því raunverulega innst inni að ég myndi ekki lifa forever og að framtíðin væri ekki óendanleg?
Ég horfi mikið á myndir Hubble sem ná aragrúa ljósára út í geiminn. Mér finnst trúlegt að hann Guð almáttugur hefði um meira að hugsa en hvernig mér líður eða hvað ég er að bardúsa í ljósi þeirra rámu regindjúpa sem þar við blasa. Mikill væri sá máttur ef svo væri ekki?
Nú er framundan óræð sigling hjá mér og ég veit ekki alveg hvert stefnir. Ég er samt bjartsýnn, blessunarlega kvíðalítill enda þéttheimskur en fullur af lífsvilja og gríni því mér finnst svo gaman að vera til og margt eftir að gera sem ég vil koma í framkvæmd.
Núna er ég einkennalaus á platinum lyfjum sem hafa minnkað meinið stórkostlega niður í næstum ekkert. En líklegt er að þessi lyf hætti að verka og krabbinn komi aftur og þá er víst alvara á ferðum.
En það er hinsvegar nýkomið nýtt lyf Nivolumab eða Opdivo hér í Ameríku og er víst líka leyft í Evrópu, hvort sem það er fáanlegt á Íslandi eða ekki vegna fjárhagsstöðuvanda heilbrigðismálanna. Þetta lyf brýtur blekkingarvarnarmúr krabbafrumanna þannig að T-frumurnar sjá þær í réttu ljósi og ráðast á þær og reyna að drepa þær eða drepa þær alveg.Gera fyrst gat á þær með proteini sem eir kalla perforin og sprauta svo cytotoxin-eitri inn í þær. Eða þannig er það þegar bæunar eru til CAR-T cellur við hvítblæðilækningar.Einhvernveginn þannig er þessi mekanismi án þess að ég hafi hundsvit á neinu.
Makalaust hvað vísindamenn vita mikið um svona örsmáa hluti? Allaveg eru raddir farnar að heyrast að miklar framfarir í lækningum geti verið framundan.
Þeir eru jafnvel farnir að tala um að krabbinn geti orðið sigraður sem nú drepur meira en hálfa milljón manns á ári í USA. Nixon boðaði sigur árið 1971 en hann hefur aðeins dregist.
Það er rosaleg grein í Popular Mechanics um krabbarannsóknir sem ég er að lesa sem fer um víðan völl og rannsóknir. Mjög áhugaverð en knúsuð.Leiðarinn er hinsvegar óhugnanlegur að lesa.
Lífslíkur fólks í sömu stöðu og ég hafa aukist mikið við þetta lyf Opdivo og dánartíðni fallið talsvert.
Þetta getur hugsanlega breytt miklu fyrir mig. En sem sagt veit ég ekki neitt um þetta né hvað minn læknir hann Örvar hyggst fyrir. En óneitanlega hressist maður við slík tíðindi. Kannski kemst maður bara yfir þetta?
Mér líður hinsvegar núna prýðilega og finn ekkert fyrir neinum óþægindum og hef fulla lyst á whisky, bjór og mat.
En nú minnist ég ftur orða Winstons Churchills og skil þau eilítið öðruvísi en ég gerði á fyrri tíð:
"For the rest live dangerously, take life as it comes, one day at a time.
Dread nought!
All will be well"