Leita í fréttum mbl.is

Til hvers?

í veröldinni er verið að svona skrípaleikjum:

Svo segir í Mogga:

"Alþingismenn hafa lagt fram fjölda fyrirspurna til ráðherra fyrstu tvo daga vikunnar.

Píratarnir Jón Þór Ólafsson og Björn Leví Gunnarsson hafa lagt fram 11 samhljóða fyrirspurnir til hvers ráðherra fyrir sig. Fyrirspurnin er svohljóðandi:

„Hverjar eru tekjur og gjöld ráðuneytisins og þeirra stofnana sem heyra undir málefnasvið ráðherra og hver er áætluð þróun útgjalda samkvæmt fjármálaáætlun 2018– 2022? Óskað er eftir sundurliðun eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun, sundurliðað í launakostnað og rekstrarkostnað, skipt eftir lögbundnum verkefnum, þ.m.t. tímabundnum verkefnum, yfirstandandi og fyrirhuguðum, og öðrum kostnaðarliðum.“

Það verður því nóg að gera í ráðuneytunum.."

Af hverju senda þessir vesalings þingmenn ekki tölvupóst sem getur svalað forvitni þeirra og greinilegri almennri fáfræði um ríkisfjármál. Jón gæti sem best verið í malbikinu á meðan og hinn hjálpað honum jafnvel?.

Er einhver sem getur sé einhvern tilgang í þessu annan en sprellikúnstir og það að eyða tíma og fjármunum landsmanna í auglýsingamennsku fyrir sjálfa sig, fá nafnið prentað í Mogga við þetta tækifæri? Halda þeir að þetta afli þeim atkvæða? Halda þeir að þetta sé sniðugt?

Til hvers er þessi heimska sem kemur hart niður á virðingu Alþingis sem er ekki beysin fyrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband