Leita í fréttum mbl.is

Hver borgar Borgarlínuna

spyr hann frændi minn Stefán Gunnar Sveinsson í grein í Mogga í dag. Mér finnst þetta vera grein sem hver Sjálfsstæðismaður þyrfti að lesa að minnsta kosti og jafnvel hefðu einhverjir kommatittir gagn af það lesa það sem hann skrifar um þetta verðandi kosningamál.

Stefán Gunnar skrifar:

"Mér skilst að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu nú orðin sammála um það, að hin svonefnda Borgarlína sé alveg bráðnauðsynleg lausn á öllum samgönguvanda svæðisins.

Eini gallinn er að fyrirséð er að Borgarlínan á eftir að kosta einhvers staðar á milli 150 og upp í 200 milljarða króna miðað við áætlanir, sem þýðir á Vaðlaheiðargengi krónunnar að þær munu líkast til kosta á bilinu 200 til 300 milljarða króna.(Pí-lögmál Halldórs.-innskot bloggara!) Það er sko ekkert slor. Og hvað er verið að reisa fyrir þetta fé?

Á heimasíðu Borgarlínu má lesa: „Hryggjastykkið [svo] [á] nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan – nýtt kerfi almenningssamgangna sem flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Borgarlínan á sem sagt að verða „raunhæfur valkostur í samgöngum og mun gegna lykilhlutverki við að breyta ferðavenjum.“

Fyrir utan málfræði- og stafsetningarvillurnar segir þessi texti mér ekki neitt annað en að einhver í embættismannakerfi sveitarfélaganna er rosalega spenntur fyrir þessu verkefni. Erum við að tala um lest? Erum við að tala um einhvers konar „betri“ útgáfu af strætó? Hver veit? Eina sem við vitum er að þetta mun kosta hellingsmikið af peningum og þá hlýtur þetta bara að vera gott, alveg sama hvað verður fyrir valinu.

Fyrir utan kannski það versta, sem er að fjármögnunarhliðin er víst ekki alveg komin. En hey, það skiptir ekki máli, því eins og bankinn minn segir: Þetta er alveg hægt, ef þú hefur plan.

Planið gengur að vísu út á það svona nokkurn veginn að slá víxil hjá okkur skattgreiðendum enn og aftur, í formi hækkaðra skatta, álaga, og svo einhverrar nýsköpunar í skattpíningu sem kallað er „innviðagjald“.

Það eina sem mér skilst að standi í vegi fyrir þessum framförum, er að það er víst ólöglegt fyrir sveitarfélögin að byrja að innheimta þetta allt sjálf, nema ríkið komið þeim til aðstoðar. Er ekki nokkuð rakið að svo verður? Hvað gera menn hjá ríkinu ekki fyrir vini sína í Reykjavíkurborg og nágrenni? Því að hvað gæti verið betri nýting á fjármunum okkar en að sólunda milljörðum í samgöngumáta 19. aldarinnar, einmitt þegar sjálfkeyrandi bílar eru á næsta leiti?

Og af hverju taka fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstigi þátt í þessu? sgs@mbl.is "

Þetta er þörf og raunsæ grein þar sem ungur maður spyr stjórnmálamenn hver eigi að borga? Því það er hann sem þessi fornaldarheimska beinist að.

Mér finnst furðulegra að stjórnmálamenn taki upp sem sjálfsagðan hlut að byggja skuli Borgarlínu. Með henni geti fátækt fólk og atvinnulaust jafnvel ferðast frá Mosfellssveit til Seltjarnarness á einhverjum skemmri tíma en það getur núna með strætóum sem ganga um allt. Hversvegna er þessi mikla áhersla á tímastyttingu?Er sá atvinnulausi eða öryrki að missa af einhverju? Hvað kostar tíminn?

Hver er fjárhagslegur ávinningur fólksins sem borgar lágt fargjald en hærri skatta vegna þessa múgsefjunaruppátækis Dags B. og Hjálmars?

Af hverju á ungur maður sem er nýbúinn að byggja sér hús í Mosfellssveit að fara að borga innviðagjald af því að það liggur við Borgarlínuna? Hann er á vinnubíl því hann þarf að fara um allt með verkfærin sín? Hann mun aldrei fara með Borgarlínunni.

Hvaða iðnaðarmaður getur selt sendibílinn sinn með græjunum sínum og farið að keyra með Borgarlínu út á dauðan enda langt frá þeim stað sem hann á að mæta á?

Hvaða einstæð móðir getur nýtt Borgarlínu til að skutlast með börnin sín í allt sem þau þurfa?

Er ekki nær að lækka bensínið og álögurnar á bílana til þessa að gera bílinn ódýrari? Breikka göturnar í stað þessa að þrengja þær? Eru Borgarlínur einhversstaðar nema í miðjum milljónaborgum?Í Seattle sam þykktu borgararnir að taka á sig skatt vegna Borgarlínu nnar sem er núna komin þar. Hefur verið talað um atkvæðagreiðslu af Degi Bé?

Það lífa ekki allir í 101 og þurfa ekkert að fara annað nema kannski í Tryggingastofnun að sækja bæturnar? 

Er ekki nútíminn hraði og meiri hraði? Samgöngur til að veita þjónustu á sem allra skemmstum tíma?

 

Borgarlína er fyrir mér bara Bjálfalína sem auðvitað enginn sem borgar nema skattgreiðendur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo vill Hjálmar Sveinsson hafa þetta sem mesta stórflutninga að austur-evrópskri fyrirmynd. Þá er bara málið að hafa stóra sjálfkeyrandi strætisvagna. Hundrað mann vagna tveggja hæða og/eða harmonikku vagna.

Að sleppa bílstjóra og hafa vagnana að sjálfsögðu á endurnýjanlegum orkugjöfum mun spara svo mikla peninga að það verður hægt að þre- og fjórfalda fjölda vagna og tíðni ferða jafnvel enn meira. Þar sem nýtingin verður náttúrulega mikið betri m.a. þarf bara litla rútu upp í Mosfellsdal.

Reyndar sagði erlendur sérfræðingur sem borgaryfirvöld fengu til ráðgjafar fyrir tveimur árum að það ætti að þre- og fjórfalda fjölda strætisvagna með núverandi kostnaði áður en menn færu svo mikið sem að hugsa um borgarlínu. En það hentar ekki draumóramönnunum sem ráða borgarmálunum að hlusta á slíkt.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband