Leita í fréttum mbl.is

Minning um góđan dreng

Ţessi minningargrein birtist loks í Morgunblađinu í dag löngu eftir útfarardag Jóhannesar.
 
 
.
Jóhannes

Jóhannes Guđmundsson fćddist 29. ágúst 1928. Hann lést 1. júní 2017. 
Útför Jóhannesar fór fram 13. júní 2017.
 
Mig langar til ađ minnast vinar míns Jóhannesar Guđmundssonar verkfrćđings sem lést 1. júní sl.
 
Jóhannes var ţegar virtur verkfrćđingur á stofu Sigurđar Thoroddsen ţegar 
 
Jóhannes Guđmundsson fćddist 29. ágúst 1928. Hann lést 1. júní 2017. Útför Jóhannesar fór fram 13. júní 2017.
 
Mig langar til ađ minnast vinar míns Jóhannesar Guđmundssonar verkfrćđings sem lést 1. júní sl. Jóhannes var ţegar virtur verkfrćđingur á stofu Sigurđar Thoroddsen ţegar pabbi minn tróđ mér ţar inn sem lćrlingi vegna kunningsskapar viđ Sigurđ einhvern tímann um 1960.

Jóhannes tók mér forkunnarvel á efri hćđinni viđ Miklubraut og umgekkst mig sem jafningja sem kynni eitthvađ. En Jóhannes leiđbeindi mér og sjálfstraustiđ jókst dag frá degi innan um menn eins og Loft, Hjálmar, Sigurbjörn, Pétur og svo sjálfan nestorinn Sigurđ Thoroddsen sem ţá bar ćgishjálm yfir ađra verkfrćđinga vegna langrar reynslu í virkjanamálum.

 Ţetta voru allt frábćrir félagar og oft var fjörugt á kaffistofunni. Eitt sinn kom Sigurđur međ mótmćlaskjal viđ hersetuna á Keflavík. Ég neitađi og sagđist vera hersinni. Ţetta varđ Sigurđi eiginlega nokkuđ áfall. Hann sagđi nokkrum sinnum eftir ţađ upp úr ţurru í kaffinu og dćsti: Ja, svo Lilli er hersinni! En Sigurđur var sagđur fremur hallur undir bolsévika á ţessum árum.

 
En ţetta kom ekki í veg fyrir ađ hann vćri hinn ljúfasti viđ mig í daglegri umgengni. Vífill Oddsson hafđi ţá veriđ á undan mér ţarna og lagđi Sigurđur áherslu á ţađ viđ mig ađ hann hefđi veriđ mjög góđur mađur og efnilegur. Greinilega lá í orđunum hvatning til mín. Sem hreif ţví viđ Vífill höfum ávallt veriđ miklir vinir síđan og ég litiđ upp til hans miklu ţekkingar.

 

Jóhannes Guđmundsson varđ vinur minn ćvilangt og okkar kynni voru ávallt ánćgjuleg. Jóhannes var fluggáfađur mađur sem orti dróttkvćđi, dýrt kveđin og hlađin kenningum. Hann var fćr verkfrćđingur og kom ađ fjölda flókinna viđfangsefna. Hann varđ líka hestamađur og átti ég ţátt í ađ hann hafđi hesta í Gusti međ höfuđsnillingnum Árna Jóhannssyni, vini mínum, brúarsmiđ og veraldarsöngvara. Á milli ţeirra og míns hesthúss réđ annar höfuđsnillingur ríkjum, Zophonías Márusson, sem verđur öllum ógleymanlegur sem honum kynntust. Ţađ voru oft stórkostlegar samrćđustundir á ţessari litlu torfu ţarna í Glađheimum sem nú eru horfnir undir hallir sumarlandsins.
 
En ţá var Stóri-Björn Sigurđsson lögreglumađur formađur í hestamannafélaginu Gusti og réđ ţví sem hann ráđa vildi međ ljúfmennsku án ţess ađ nokkur dirfđist ađ mótmćla enda vissi Björn manna best hvađ félaginu var ţarfast.

 Jóhannes var ófeiminn, bćđi ţá og síđar, ađ rćđa verkfrćđileg viđfangsefni viđ mig og útskýra hvernig hann reiknađi ýmisleg mannvirki á sinn séníala hátt og einfaldan svo mađur dáđist ađ. Ţađ var ekkert pukur međ neitt heldur málin rćdd hreint út.

 Jóhannes átti viđ nokkra vanheilsu ađ stríđa á efri árum og gekk ekki alltaf heill til skógar. Kom ţó nokkuđ reglulega í Laugarnar ţar sem viđ hittumst oft og tókum tal saman ţó hann vćri misupplagđur. En ljúfmennskan og húmorinn yfirgaf hann aldrei og vinátta okkar var ávallt söm og jöfn.

 Ég á ađeins ljúfar minningar um Jóhannes Guđmundsson stórverkfrćđing. Hann var sannkallađ valmenni í mínum huga.

 Halldór Jónsson 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hugljúf minning Halldór.

Takk fyrir ađ deila.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 29.6.2017 kl. 11:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband