Leita í fréttum mbl.is

Húsnæðismálin

eru mér hugleikin eftir að hafa horft svona lengi á úrræðaleysi sveitarstjórnarmanna í þessum efnum.

Kannski er það heldur ekki verkefni stjórnmálamanna að leysa húsnæðismál fólks. En eiga þeir ekki að skapa aðstæður til þess að fólk geti ráðið fram úr síum málum? Svo var talið í gamla daga en er líklega ekki lengur.

Ég hef oftlega stungið upp á því í ræðu og riti  að sveitarstjórnir láti í té lóðir  fyrir Gámahús til að leysa bráðasta húsnæðisvandann sem er yfirþyrmandi. Undirtektir ráðamann hafa verið á einn veg. Bara grafarþögn.

Ég hef líka reynt að biðja um að gerðar verði litlar lóðir með frestun á gjöldum  fyrir sjálfbyggjara með Smáíbúðahverfið sem fyrirmynd. Sama grafarþögnin mætir mér í mínum eigin flokki og heimabyggð í Kópavogi. Ég er líklega ekki marktækur enda gamall og vitlaus.

 Nú kemur loks fram rödd sem tekið er mark á og tjáir sig um húsnæðisvandann..

 „Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, er tilbúin að skoða ýmsar leiðir til þess að bregðast við stöðunni á leigumarkaði í Reykjavík. Þar á meðal vill hún taka til athugunar hvort fýsilegt væri að byggja gámabyggð fyrir erlent farandverkafólk í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, til að létta á spennunni á almennum leigumarkaði.

 »Ef það væru veitt tímabundin leyfi til þess að setja upp gámahús innan borgarmarkanna, þá gætu þessir aðilar flutt þangað,« segir Sveinbjörg og tekur vinnubúðirnar við Kárahnjúka sem dæmi um slíka tímabundna lausn. Sveinbjörg segir líklegast að slík byggð þyrfti að vera skipulögð í úthverfum borgarinnar.

 Lengstu biðlistar sögunnar

1.022 einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík og segir Sveinbjörg listana aldrei hafa verið jafn langa.

»Þetta er sjö ára uppsafnaður vandi. Í stefnu Félagsbústaða segir að það eigi að auka framboð um 100 íbúðir á ári en árið 2010, þegar Jón Gnarr var borgarstjóri, var bara skrúfað fyrir þetta,« segir Sveinbjörg.

 Gæti leyst vanda einstæðinga

Sveinbjörg telur einnig að Reykjavíkurborg ætti að byggja fjölbýlishús með litlum íbúðum á lausum byggingarlóðum í útjaðri borgarinnar til þess að mæta sívaxandi húsnæðisþörf, ekki síst á meðal einstæðinga í Reykjavík. »Það kemur fram í okkar tillögum að það væri eðlilegt að það væri byggð félagsleg blokk af hálfu Reykjavíkurborgar sem gæti tekið stóran hluta af þessu fólki inn til sín,« segir Sveinbjörg. Slíka byggingu mætti síðar selja inn á almennan markað í áföngum.

Nauðsyn brjóti meginstefnu     

Stefna Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum felur í sér ákveðin skilyrði um félagslega blöndun. »Við vitum að fólk dvelur í bílunum sínum á bílastæðum og fólk býr á tjaldsvæðum, þannig að nauðsyn hlýtur að brjóta þessa meginstefnu borgarinnar um félagslega blöndun. Þetta gætu verið tímabundin úrræði til að leysa úr þessum vanda sem upp er kominn,« segir Sveinbjörg.

 Elín Odd­ný Sig­urðardótt­ir, vara­formaður vel­ferðarráðs, seg­ir borg­ina vinna að lausn hús­næðis­vand­ans með fjölþætt­um hætti. Sam­hliða því að vinna að veru­legri fjölg­un fé­lags­legra leigu­íbúða sé til dæm­is einnig unnið að aðkomu borg­ar­inn­ar að al­mennu íbúðafé­lagi ASÍ, Bjargi, í formi stofnstyrkja.

Spurð hvort sú lausn leysi þann vanda sem nú sé fyr­ir hendi, seg­ir hún að hlut­ina þurfi að meta heild­stætt.

Sjálfri hugn­ist henni ekki gáma­byggð eða fé­lags­lega eins­leit hverfi. „Reynsl­an sýn­ir að það kost­ar sam­fé­lagið gríðarleg­an pen­ing,“ seg­ir hún.

Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að aldrei hafi verið fleiri á biðlista eftir félagslegum íbúðum en nú, en árið 2003 hafi þeir verið jafn margir og í dag. Það dragi þó ekki úr alvarleika málsins.

 Velferðarráði barst nýverið bréf frá Barnaheillum, þar sem lýst var áhyggjum af börnum í þeim húsnæðisvanda sem borgin glímir við, en ráðið hefur óskað úttektar á stöðu barnafólks sem er á biðlistanum.

 Ráðinu er ekki kunnugt um barnafjölskyldur sem búi í iðnaðarhúsnæði í borginni.

Ilmur segir flesta á biðlistanum einstaklinga í leit að eins til tveggja herbergja íbúðum.

Ilm­ur seg­ir flesta á biðlist­an­um ein­stak­linga í leit að eins til tveggja her­bergja íbúðum.

 

„Það er áætl­un um að fjölga fé­lags­leg­um íbúðum um 100 á ári. Það hef­ur staðist þangað til í ár. Fé­lags­bú­staðir eru ekki á plani í ár af því það er erfitt að kaupa og þá sér­stak­lega þess­ar litlu íbúðir sem mest eft­ir­spurn er eft­ir,“ seg­ir hún.

„Við sjá­um fram á fjölg­un þó það sé ekki að ger­ast akkúrat núna, en það er bara vegna skorts á hús­næði,“ seg­ir hún.

Ilm­ur er ekki hlynnt hug­mynd­um um að fólkið fái gáma til að búa í til bráðabirgða. Hún nefn­ir að áhersla borg­ar­inn­ar sé á fé­lags­lega blönd­un.

Á sama tíma tók Dagur Bergþóruson við 17 hælisleitendum á hverri viku frá áramótum  og útbvegaði þeim húsnæði.Og þeir eru ekki látnir liggja úti í Laugardal né fá þeir inni í gámum.

 Það er því engin fjölgun að gerast í félagslegum íbúðum akúrat núna.

Fólk sem er húsnæðislaust er ekki að fá úrlausnir núna. Fyrst einhverntíman síðar.

Guðbjörg er einstæð móðir, á fimm dætur, þrjár þeirra uppkomnar en tvær enn á grunnskólaaldri.

Hún flutti til Reykjavíkur árið 2008. Síðan þá hefur hún verið í mesta lagi tvö ár í sömu íbúðinni og flutt alls sex sinnum. Stúlkurnar hafa þurft að skipta um skóla vegna flutninganna og því fylgir mikið rót, að sögn Guðbjargar.

 Þrjú ár á biðlista

 Hún hefur verið þrjú ár á biðlista eftir leiguíbúð hjá Reykjavíkurborg. »Ég held að það standi »hahaha« fyrir aftan nafnið mitt á biðlistanum. Ég er að bíða eftir 4 herbergja íbúð og fékk þau svör í vikunni að það væri eiginlega engin von um að ég fengi íbúð.«

 Í byrjun sumars stóð Guðbjörg í þeim sporum að verða heimilislaus með dætur sínar. »Við erum búnar að vera húsnæðislausar allan júní. Ég er bara svo ótrúlega heppin að eiga góðan fyrrverandi eiginmann, þannig að við fengum að vera í íbúðinni hans á meðan hann er á sjónum,« segir hún.

Þetta eru úrræði hina kjörnu fulltrúa fólksins. Skyldu þeir verða endurkjörnir vegna frammistöðunnar í húsnæðismálunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð hugmynd hjá Sveinbjörgu í því ástandi sem nú er að setja upp bráðabirgðahúsnæði fyrir bráðabirgðafólk.  Þannig ætti að rýmkast fyrir fjölskyldufólkinu sem er á hrakhólum.

Kolbrún Hilmars, 30.6.2017 kl. 14:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, hví ekki? Er ekki allt betra en Gatan og bílastæðin?

Halldór Jónsson, 30.6.2017 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband