7.7.2017 | 09:14
Villi Bjarna
skrifar góða hugvekju í Mbl. í dag sem ástæða er til að minnast á fyrir þá Samfylkingarmenn og kommatitti sem ekki viðurkenna að þeir lesi Mogga.
Villi segir:
"Það getur verið að hugsjón frelsisins sé ekki neitt sérstaklega merkileg hugsjón, en hún er æðsta hugsjón bundins manns, og meðan er bundinn maður í heiminum stendur hún í gildi á sama hátt og hugsjón saðningarinnar er í gildi meðan til er soltinn maður. Svo ágætlega mælti skáldið og þessi orð eru enn í fullu gildi. Frá því greinarhöfundur fór að fylgjast með fréttum af líðandi stund með frásögnum nokkurra snillinga, sem sögðu þær beint úr Lundúnafréttum fyrr um morguninn, hefur meginstef allra frétta verið barátta mannsandans fyrir hinum frjálsa heimi. Í fararbroddi þjóða hins frjálsa heims voru lengst af Bandaríkin og Bretland. Þeim við hlið stóðu Frakkland og Þýskaland auk Norðurlandaþjóða sem stóðu saman, þó að sumar þeirra þjóða kenndu sig við hlutleysi en aðrar voru og eru aðilar að NATO.
Þeir sem hafa langtímaminni muna sem gerst hafi í gær þegar Sovétríkin og fylgiríki þeirra gerðu innrás í Ungverjaland og síðar í Tékkóslóvakíu en í millitíðinni voru settir upp eldflaugaskotpallar á Kúbu, pallar fyrir eldflaugar sem gátu borið kjarnaodda, í túngarðinum hjá Bandaríkjunum. Vissulega háðu Bandaríkjamenn vonlausa styrjöld í Víetnam á sama tíma.
Frelsi og nýsköpun
Eitthvað kunna hlutföll í heiminum að hafa raskast á þeim 40 árum sem liðin eru frá lokum styrjaldarinnar í Víetnam. Kínverska alþýðulýðveldið hefur tekið sæti Formósu hjá Sameinuðu þjóðunum og þau lönd sem lutu í gras í síðari heimsstyrjöldinni hafa orðið efnahagsleg stórveldi. Vissulega er Kína mikið efnahagsveldi. Stafar það að nokkru af því að Bandaríkin hafa verið rekin með verulegum halla á utanríkisviðskipum á liðnum áratugum. Það hefur leitt til þess að Bandaríkin eru orðin smá. Í öllu falli telur núverandi forseti Bandaríkjanna nauðsynlegt að gera Bandaríkin stór aftur.
Sem dæmi um viðreisn hinna sigruðu þá hafa flestar nýjungar í framleiðslu tækja til afþreyingar, eins og sjónvörp, myndbandstæki og filmulausar myndvélar orðið til með þjóðum sem töpuðu. Enginn þykir maður nema hann aki á þýskum bíl. Nýsköpun var ekki kæfð í ósigrum. Frakkland var meðal sigurvegara. Enginn stendur þeim á sporði í framleiðslu munaðarvöru, hvort heldur í klæðum eða drykk. Sumar þeirra þjóða sem voru sigurvegar í stríðinu framleiða ekkert nema hrávöru.
Garry Kasparov benti greinarhöfundi á þetta á fundi. Þannig er sorglegt að sjá hvernig gengi rúblu gagnvart dollar sveiflast með olíuverði. Svo háð er herveldið Rússland olíuverði. Þær þjóðir sem tapað hafa frelsinu eða aldrei notið þess, framleiða ekki neitt annað en hrávöru. Svo virðist sem frelsi andans sé grundvöllur nýsköpunar í framleiðslu.
Frelsi og samvinna
Eftir að styrjöld í Evrópu lauk þá töldu hugsjónamenn í þeim löndum sem börðust að slíkt mætti ekki endurtaka sig. Þar fóru fremstir Frakkar tveir, Schuman og Monnet. Á sama tíma var stjórnarfar í Frakklandi óstöðugt með 22 ríkisstjórnir á 12 árum, þar til Charles de Gaulle reyndi að stjórna Frökkum, vitandi að það kynni að vera erfitt að stjórna þjóð sem hefur 246 tegundir af ostum. Það tókst þó því frá stofnun 5. lýðveldisins hefur ríkt stöðugleiki í Frakklandi.
Hugmyndafræði hershöfðingjans var íhaldssemi og að Frakkland skyldi vera óháð erlendu valdi. Jafnframt var undirritaður samningur um vináttu Frakka og Þjóðverja í höllu forseta Frakklands og við hana er kennd, Élysée Treaty. Hershöfðinginn gerði sér ljóst að fólk gæti átt vini þótt grunnt gæti verið á því góða milli stjórnmálamanna.
Það var í heimabæ Charles de Gaulle, Colombey-les-Deux-Églises, sem Frakklandsforseti og Þýskalandskanslari innsigluðu vináttu þjóðanna með minningarsafni um síðari heimsstyrjöldina og líf hershöfðingjans. Safnið var opnað árið 2008.Annar styrjaldarleiðtogi, norðan við Ermarsund, sjálfur Churchill, á að hafa sagt að besta leiðin til að efla sjálfstæðið væri að fórna því. Með því vildi hann leggja áherslu á samvinnu þjóð.
Allir kanslarar Þýskalands eftir stríð reyndu að sameina þýsku þjóðina. Helmunt Kohl tókst það að lokum. Hver hefði trúað því að nokkru síðar yrði þýskur kanslari fæddur undir oki kommúnisma?
Áhyggjur af frelsinu
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af frelsinu og hinum frjálsa heimi. Það er nefnilega svo að hinn frjálsi heimur er ávallt í vörn gegn oki alræðis og vangetu.Á þeim 60 árum sem liðin eru frá því greinarhöfundur fór að fylgjast með heiminum hafa aðstæður breyst á þann veg að Bandaríkin og Bretland virðast ekki í forystu hins frjálsa heims. Á því virðist hafa orðið breyting.
Núverandi Bandaríkjaforseti er óútreiknanlegur og það er ekki traustvekjandi fyrir þær þjóðir, sem ávallt hafa staðið með Bandaríkjunum. Á sama veg er það í raun í Bretlandi, sem hefur ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi hvað taki við í samskiptum við þær þjóðir sem eftir eru.
Svo virðist sem frjáls för fólks, sameiginlegir dómstólar við úrlausn ágreiningsefna og sameiginlegt eftirlit á mörkuðum sé meginágreiningsefni. Það eru einmitt þessi atriði sem eru hluti af samvinnu til að samvinna skili árangri. Og hvað tekur við?
Greinarhöfundur hefur undarlega reynslu af samskiptum við sendiherra þeirra ríkja sem áður tilheyrðu Varsjárbandalaginu. Flestir hafa látið þá skoðun í ljós að frelsi þeirra og sjálfstæði hafi fyrst verið tryggt þegar lönd þeirra fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO. Reyndar er eitt land, það er Kosovo, sem á í erfiðleikum með tilvist sína. Vegna þess að landið fær varla áheyrn hjá þessum samtökum en óskar eftir aðild eftir langvarandi sjálfstæðisbaráttu. Þetta er athyglisvert fyrir þá sem hafa þurft að hlusta á söngva um Ísland úr NATO.
Frelsi og siðgæði
Það kann að vera að ekki sé til neitt sem heitir siðgæði, aðeins mismunandi hagkvæmar venjur. Þannig er glæpur hjá einum dyggð hjá öðrum. Og glæpur á einum tíma kann að vera dyggð á öðrum. Og dyggð einnar stéttar glæpur annarrar. Eins er það dásemd þess sem hefur verið í dýflissu að frelsast. Það á við þær þjóðir sem gengið hafa til liðs við Atlantshafsbandalagið en voru áður í Varsjárbandalaginu.
Greinarhöfundur hefur alist upp við frelsi, sem ekki hefur skaðað aðra.Greinarhöfundur þekkir einnig til samvinnu manna og þjóða.
Það er frelsi og samvinna sem skilar sigrum hins frjálsa heims."
Ekki deilir bloggari áhyggjum með Villa af Kosovo. Þetta er ekki ríki heldur í raun hérað eins og Rangárvallasýsla og á að réttu heima með Serbíu. Það var innflytjendastraumurinn frá Albaníu sem eyðilagði Kosovo til langframa svipað og hér er að gerast með innflæði óskyldra þjóða þar sem stjórnvöld okkar og góðafólkið sjá ekki að menningaruppruni skipti máli þegar kemur að aðlögun innflytjenda.
En það sem hann segir um Rússland er athyglisvert. Hvað kaupum við eiginlega af Rússum? Hvað hafa þeir að selja okkur utan hrávöru? Ég held að það sem Trump og Pútín gætu rætt í dag í Hamborg væri það hvernig Bandaríkin með sitt hugvit gætu látið Rússa fara að framleiða fyrir sig í stað þess að láta Kínverjana einoka þetta.Það myndi hjálpa Rússum á lappirnar.Ég bind samt miklar vonir við að Trump og Pútín nái saman um um eitthvað skynsamlegt sem gæti orðið til þess að heimurinn færi að taka eitthvað skynsamlegar á málum sínum.En Kínverjarnir eru erfiðir fyrir Trump sem ættu þó að átta sig á því hversu háðir þeir eru Bandaríkjunum um alla hluti. Ég man enn Kúbudeiluna þegar heimurinn stóð á öndinni þegar ég var að yfirgefa Stuttgart eftir 5 ára dvöl þar.Það var svakalegt hugarástandið þann dag.Þess vegna skiptir máli hvernig fer á með þeim forsetunum í dag.
Hvað framleiðum við Íslendingar í rauninni í framhaldi af þessum hugleiðingum annað en fisk og græjur honum tengd ásamt með vitlausum innfluttum reglugerðum frá ESB? 40 dollara hamborgara ofan í túrista í láglaunastörfum eins og ferðaiðnaðurinn er allstaðar? Heimtum svo gengisfall í stað að slá af frekjunni? Ég tel ekki álið og erlenda stóriðju með þar sem það er ekki upprunnið hjá okkur. Hvað höfum við í rauninni annað að selja utan aðgang að landslaginu nema hugvit eins og í Eve Online til dæmis? Má ekki gera meira?
Ég deili ekki litlu áliti Villa á Trump, sem áttaði sig á hvert krateríið var búið að leiða Bandaríkin. Ég trúi enn á kallinn þann.Af því að hann er óútreiknanlegur og sjálfstæður en ekki prógrammeraður eins og Merkel og Macon.Hann kemur með nýja sýn á málin eins og raunar Villi sjálfur gerir ítrekað og skilur peninga líka eins og Villi.
Það er allavega gott að vita til þess að til eru upplýstir Alþingismenn eins og Villi Bjarna sem virðast standa báðum fótum í sögunni og nútímanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.