Leita í fréttum mbl.is

Kindakjötsfárið

er að sliga fjárbændur. Líklega mest vegna milliliðakerfisins og lélegrar verkunar afurðanna.

Þegar maður fer í kjörbúð, jafnvel þar sem er kjötborð, þá kaupir maður kjöt sem maður heldur að sé í lagi. Svo er þetta eldað og þá er þetta eins og gúmmí, þurrt og allt öðruvísi en það var í gamla daga. Sumir segja að þetta sé eldgamalt kjöt, búið að liggja í frystigeymslum lengi. Áreiðanlega er þetta kjöt sem aldrei hefur hangið uppi. Líka af stressuðum kindum og þreyttum eftir flutninga, sem eru drepnar með rafmagnssjokki að hætti EES í stað þessa að vera skotið og skorið eins og í den þegar kjötið var ætt. 

Nú færðu hvergi almennilegt kindakjöt, hvorki hangikjöt, saltkjöt eða nýtt kjöt. Þetta er bara óæti, þurrt eins og gúmmí sem hoppar upp ef þú stingur í það gaffli. Það er alvega sama þó að Baldvin sér að reyna að dásama þetta fyrr útlendingum, þetta er bara ekki vara eins og hún getur verið.

Kjötbirgðirnar hrannast upp því neytandinn vill þetta ekki vegna þess hversu lélegt og dýrt þetta er. Kindakjöt ætti að vera ódýrasta kjötið þar sem það er tilkostnaðarlítið í fóðrun sem gengur á landgæði með ofbeit án þess að eigandinn leggi nokkuð til. Frystigeymslan og slátrunin hleður á þetta kostnaði en bændurnir eru að drepast í fátækt.

Bændur ættu að taka sig saman og slátra heima. Hengja kjötið í gáma og selja beint til neytenda almennilega vöru. Hætta þessari helvítis miðstýringu og EES kjaftæði öllu. Skaffa okkur almennilegt kjöt eins og var í gamla daga þegar var slátrað heima.Verðið myndi lækka við þetta og bændur fá meira í sinn hlut sem þeim veitir ekki af.

Annars vex bara kindakjötsfárið og birgðasöfnunin af ónýtri vöru sem enginn vill kaupa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En það er búið að hafa fyrir því að koma þessu kerfi á, smátt og smátt í meira en 50 ár.

Þú vilt varla fara að skemma það bara til þess að fá ódýrari og betri vöru og gera bændur sjálfala?

Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2017 kl. 11:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það væri ljótan ef þeim færi að líða ögn skár? Enda kannski von með fallandi gengi Framsóknarflokksins sem hefur haldið þeim í ánauð SÍS og núna arftakanna í kerfinu sem enginn veit hverjir raunverulega eru nema það sé auðvald KS?

Halldór Jónsson, 1.8.2017 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband