26.8.2017 | 11:09
Thedda hættir á þingi
og gerir athyglisverða grein fyrir ástæðunum.
Hún segir hreint út eins og til dæmis Davíð Oddsson hefur margoft bent á áður, að embættavaldið og faglegir álitsgjafar hafi dregið allt vald úr höndum hinna lýðræðislegu fulltrúa á Alþingi. Alþingi sé orðið að stimpilpúða framkvæmdavaldsins og embættakerfisins. Ekkert mál komi annars staðar frá og Alþingi sé einungis orðið að málstofu. Fyrir löngu hefur Alþingi gengið fram af kjósendum með blindandi afgreiðslu á ESB tilskipunum þar sem hverskyns vitleysu er ausið yfir þjóðina hvort sem það gengur i berhögg við hagsmuni hennar eður ei. Oftar til mikils kostnaðarauka fyrir þjóðina þar sem um er að ræða algert óþarfa aukið flækjustig málaflokka, sem ekki eiga við á Íslandi vegna smæðarinnar eins og til dæmis aðskilnað framleiðslu og sölu í orkumálum og fleira mætti nefna til.
Lágur þröskuldur inn á Alþingi hefur skilað þangað inn allskyns ruslaraliði úr smáflokkum sem ekkert hafa til málanna að leggja nema einskisnýtan kjafthátt. Það er virkilega fátt um alvörufólk orðið á Alþingi en mun meira af innantómu glamurliði sem engu skilar nema kostnaði og tímasóun.
Allt þetta sér Theódóra Þorsteinsdóttir lögfræðingur úr Kópavogi og segir af sér þingmennsku fyrir bæjarmálin þar sem henni finnst að einhver verk séu að vinna.
Þetta eru athyglisverð tíðindi og íhugunarverð. Við Íslendingar verðum virkilega að huga að því á hvaða braut æðsta stjórn ríkis okkar er. Nýjustu tíðindi úr Framsóknarflokknum til dæmis staðfesta það sem marga hefur grunað, að frjáls hugsun eigi víða undir högg að sækja og skoðanakúgun fárra úr rétttrúnaðarhópum ráði allt of miklu um framkvæmd málaflokka. Til dæmis er líklegt að rekstur málflokksins um hælisleitendur og flóttamenn sé að verulegu leyti framkvæmdur í andstöðu við meirihluta kjósenda, sömuleiðis Schengen aðildin , vegabréfaeftirlitið og fleiri regluverk.
Þetta eru vissulega tíðindi að fá þessa einkunnagjöf til Alþingis að Thedda skuli bara hætta þar sisona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"Lágur þröskuldur inn á Alþingi hefur skilað þangað inn allskyns ruslaraliði úr smáflokkum sem ekkert hafa til málanna að leggja nema einskisnýtan kjafthátt."
Hvaða vitleysa er þetta, ég veit ekki betur en að Svandís Svavarsdóttir sé yfir 20% flokki,þar þyrfti aldeilis háan þröskuld! ;-)
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 11:37
Upphrópanir um "ónýtt" Alþingi og "eitthvað nýtt" hefur auðveldað embættismönnum að taka yfir löggjafarvaldið. Grænjaxlar, sem aðeins kunna að hrópa og heimta fyrir sérhóp sinn, hafa í krafti glórulausar gagnrýni komist á þing og jafnvel í ráðherraembætti án þess að hafa grundvallar kunnáttu í stjórnun eða lagasetningu.
Fólk sem aldrei hefur haft stjórn á sjálfu sér er ekki líklegt til að geta stjórnað öðrum. Við erum nú að sjá afleiðingarnar.
Ragnhildur Kolka, 26.8.2017 kl. 12:10
Já Bjarni, þú hefur lög að mæla, það eru sannarlega undantekningar.
Ragnhildur, já þú sérð þetta líka.
Halldór Jónsson, 26.8.2017 kl. 12:15
Í grein í Morgunblaðinu í dag er ágætis ábending varðandi það að framkvæmdavaldið tekur sér allt að hálft dómsvald.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs eru ákvæði sem skerpa á löggjafarvaldinu meðal annars með auknum áhrifum þingnefnda til að draga úr ofurvaldi framkvæmdavaldsins.
Ráðherrar megi til dæmis ekki gegna þingmennsku meðan þeir eru í ráðherrastóli.
Ómar Ragnarsson, 26.8.2017 kl. 14:26
Spurning þetta með ráðherrana og setu þeirra á þingi. Ef það fyrirkomulag virkaði rétt þá eru þeir góðir tengiliðir löggjafans inní ráðuneytin þar sem embættismenn stjórna sennilega oft of miklu. Sbr. "Yes-Minister".
Kolbrún Hilmars, 26.8.2017 kl. 15:11
Það sem ég las út úr þessu viðtali var að flokkarnir semdu um það sín á milli hvaða frumvörp færu í gegn og hver ekki. Það væri þýðingarlaust fyrir einstaka þingmenn að leggja fram frumvörp ef þau hafi ekki fengið blessun þingflokksins. Ég sá ekkert minnst á álitsgjafa og embættismenn hjá henni.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.8.2017 kl. 15:53
"Lágur þröskuldur inn á Alþingi hefur skilað þangað inn allskyns ruslaraliði úr smáflokkum sem ekkert hafa til málanna að leggja nema einskisnýtan kjafthátt. Það er virkilega fátt um alvörufólk orðið á Alþingi en mun meira af innantómu glamurliði sem engu skilar nema kostnaði og tímasóun."
Einu sinni voru thad kommunistar sem einkum gripu framfyrir hendur lydraedisins og kaefdu thad oft i blodugu ofbeldi. En ad ihaldsmadurinn ur Kopavogi skipi ser i thaer radir er gratlegt.
Thetta er lydraedid i hnotskurn hvort sem okkur likar thad eda ekki.
Maria (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 17:17
Ég held að það sé borðliggjandi að enginn núverandi þingmanna lesi öll þau skjöl sem er dreift á Alþingi.Hugmyndin var að þingmenn deili með sé verkum en það virðist ekki ganga upp í núverandi kerfi. Enda mun líklegra til vinsælda i Fésbókarfréttasamfélaginu að vera með upphlaup í frímúnutum (Fundarstjórn Forseta) en að fræðast um lög og reglugerðir sem samþykktar eru á færibandi.
Grímur (IP-tala skráð) 27.8.2017 kl. 10:21
Það er rétt hjá þér Jósef, þetta er ekki allt eftir henni haft
Halldór Jónsson, 27.8.2017 kl. 13:34
María, gleymir þú ekki misvægi atkvæða þegar þú horfir á Alþingi?
Halldór Jónsson, 27.8.2017 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.