Leita í fréttum mbl.is

Hversu margir bæjarfulltrúar?

eiga að vera í bæjarstjórn Kópavogs?

Í Kópavogi bjuggu um síðustu áramót 35.246.Þar er nú einn bæjarfulltrúi á hverja 3.204 íbúa.

Í Helsinki eru 85 borgarfulltrúar eða einn borgarfulltrúi á hverja 7.406 íbúa.

Í Reykjavík eru 15 borgarfulltrúar eða einn borgarfulltrúi á hverja 8.216 íbúa.

Í Stokkhólmi er 101 borgarfulltrúi eða einn borgarfulltrúi á hverja 9.330 íbúa.

Í Osló eru 59 borgarfulltrúar eða einn borgarfulltrúi á hverja 11.340 íbúa.

Og í Kaupmannahöfn eru 55 borgarfulltrúar eða einn borgarfulltrúi á hverja 13.889 íbúa.

Þegar borgarfulltrúum hefur verið fjölgað í Reykjavík eins og vinstri menn vilja verður einn borgarfulltrúi á hverja 5.358 íbúa.

Verður  Kópavogi betur stjórnað með 11 manna bæjarstjórn en 7 sem væri hlutfallið eftir fjölgun í Reykjavík?  Manni virðist það óneitanlega vera svo með því að fara um þessa bæi.

Nú hefur hægri sinnaður meirihluti verið í Kópavogi í 27 ár og bærinn er gerbreyttur frá þeim tíma.  En vinstri meirihluti er ekki alltaf vænlegri til árangurs eins og var hér á árum í Kópavogi lengi fyrir 1990.  

En er nokkur þörf á fjölgun bæjarfulltrúa í Kópavogi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Árið 1930 voru borgarfulltrúar í Reykjavík 15 talsins, en íbúarnir aðeins 28.052 (minna en fjórðungur núverandi íbúatölu, 122.460 m.v. 1. des. sl.). Fjöldi borgarfulltrúa hefur þó ekkert breytzt, nema hvað nú eru vinstri mennirnir búnir að gera sér þetta að mikilli féþúfu, með því að stórhækka laun borgarfulltrúa, miða þau við laun alþingismanna, þrátt fyrir sáralitla vinnu! og ennfremur að setja varaborgarfulltrúa á laun! vitaskuld að ástæðulausu, og því þarf öllu umsvifalaust að breyta (það vilja mín samtök), þá er vandalaust að fjölga fullgildum borgarfulltrúum í 23.

Nú eru 8.164 íbúar á hvern borgarfulltrúa, en voru 1.870 árið 1930. Það er ekkert sem mælir gegn því, að borgarbúar fái heldur meira val á að kjósa t.d. nýja flokka til áhrifa. Sbr. einnig hér: 23 verða borg­ar­full­trú­arnir

Jón Valur Jensson, 21.9.2017 kl. 13:12

2 identicon

Í Lundi í Svíþjóð með íbúafjölda á við Reykjavík (120.000)eru borgarstjórnarfulltrúarnir 65.

Jón (IP-tala skráð) 21.9.2017 kl. 14:42

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verkefni þingmanna og sveitarstjórnarmanna fara ekki beint eftir fjölda íbúa. Ef það væri reglan, þyrfti aðeins einn þingmann í fulltrúadeildinni í Bandaríkjunum, þúsund sinnum færri en á Íslandi. 

Ómar Ragnarsson, 21.9.2017 kl. 21:42

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið að tölurnar fyrir Alþingi og Bandaríkjaþing víxluðust, á að vera að ef þingmannatalan ætti að vera í beinu hlutfalli við íbúafjölda þyrfti aðeins einn þingmann á Alþingi. 

Ómar Ragnarsson, 21.9.2017 kl. 22:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fjallar ekki grein Halldórs um bæjarfulltrúa Kópavogsbæjar? Dagur stýrir Reykjavík og veit örugglega hversu marga borgarfulltrúa höfuðborgin þarfnast. 

Hversu margir eiga þeir þá að vera í Kópavogi? Segjum 11 vitandi aðeins um fjölda íbúa hér,en finnst rétt hjá Ómari að verkefnin spili auðvitað inn í og þau þekkir bæjarstjórnin.
Kópavogur gekk lengi undir nafninu barnabærinn örugglega réttnefni;þegar við fluttum hingað 1965.þá var urmull af börnum út um öll holt og bala.Bæjarstjórnin hafði ekki undan að byggja barnaheimili eins og farið var að krefjast á þeim tíma.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2017 kl. 00:13

6 identicon

Til að skapa gott þjóðfélag þarf yfirstjórn að vera lítil.

Skattar lágir. Fáar og sanngjarnar reglur. Ég get ekki betur séð

en við séum á öfugri leið. Það virðast allir halda að lausnin sé

taka meira frelsi af fólkinu, hækka skatta og fjölga starfsfólki hjá hinu opinbera sé rétta leiðin. Það lítur út fyrir mér að það séu eingöngu vinstra fólk í framboði.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 22.9.2017 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418239

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband