Leita í fréttum mbl.is

Grátbroslegt

var að hlusta á Ágúst Ólaf Ágústsson, fyrrum varaformann Samfylkingarinnar, tala við Pétur á Sögu. Það er eins og þessi frambjóðandi hafi ekkert inngrip í hagfræði þrátt fyrir að faðir hans, Ágúst ,prófessorinn sem vildi flytja inn þúsundir blámanna frá Afríku til að setjast að í Rangárvallasýslum, sé lærður í þeirri grein og hefði kannski getað sagt honum til. 

Ágúst Ólafur þessi, oddviti Samfylkingar einhvers staðar,  þessi fór mikinn og boðaði inngöngu í Evrópusambandið þó hann viðurkenndi að líklega vildu Íslendingar ekki þangað inn eins og sakir stæðu. Það myndi bara koma með kalda vatninu og tímanum.

Þetta væri nauðsynlegt til að við gætum kastað krónunni og fengið evrópska vexti sem væru núll prósent. Þá gæti unga fólkið farið að byggja og lífeyrissjóðirnir gætu farið að ávaxta fé sitt í útlöndum í stað þessa að okra á Íslendingum. Hann var auðvitað ekkert að benda á að sú ávöxtun myndi varla eiga sér stað í hinum fjölmörgu Evrulöndum en tiltók ekki sérstaklega hvar ávöxtunarmöguleikarnir myndu annarsstaðar liggja. Né heldur benti hann á að þá væru húsnæðislánin i erlendri mynt eins og víða var 2009 þegar gengið féll.

Hann virtist ekki skilja af hverju vextir í Evrulöndunum væru núll prósent en ekki háir eins og hér.Og Pétur fattaði ekki að leiðrétta hann með því að skýringin á vaxtaleysinu væri skortur á hagvexti í Evrulöndunum þar sem allt væri í kaldakoli með atvinnuleysi ungs fólks upp á tugi prósenta. Frambjóðandinn ágúst Ólafur virtist ekki skilja að samband sé milli hagvaxtar, verðbólgu og vaxta. Hann sagði að krónan bara félli og félli en hafði ekki heyrt um gengisstyrkinguna og verðhjöðnunina á Íslandi í framhaldi af því. Hvar skyldi hann hafa alið manninn nýlega?

Það er skelfilegt að svona menn skuli vera á leiðinni  inn á Alþingi Íslendinga í stað þess að vera á leiðinni í barnaskóla til að læra grunnatriði í hagfræði, sem þeir þyrftu að kunna áður en þeir fara að segja öðru fólki til.

Það er grátbroslegt að hlusta á svona fávísa frambjóðendur Samfylkingarinnar eins og þennan Ágúst Ólaf Ágústsson til Alþingis Íslendinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það er alveg greinilegt að þessi maður á verulega bágt.  Ekki virðist faðir hans hafa getað kennt honum neitt í hagfræði en faðirinn er með þeim færari hér á landi í því fagi....

Jóhann Elíasson, 26.10.2017 kl. 14:52

2 identicon

ágúst Ólafur er bæði lögfræðingur og hagfræðingur

Margret Fafin Thorsteinson (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 15:47

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hefur honum gengið vel að tileinka sér það sem hann "átti" að læra í hagfræðinni.......

Jóhann Elíasson, 26.10.2017 kl. 16:06

4 identicon

Ef ég man rétt, þá samdi dr. Ágúst Einarsson ritgerð fyrir allmörgum árum, þar sem hann komst að þeirri fræðilegu niðurstöðu að æskilegasti fólksfjöldi á Íslandi væri 5 milljónir. 

Eða misminnir mig?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 16:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Eru þessir rmenn að tala sér þvert um hug? Í hvaða tilgangi þá?

Halldór Jónsson, 26.10.2017 kl. 23:50

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Margrét

Ágúst Ólafur er með BA próf í hagfræði, sem er ekki meistara- eða candidatsgráða eins og hún var kölluð áður. Þannig er hann í reynd hagfræðinemi þar sem fullu námi í hagfræði er ekki náð fyrr en með meistaragráðunni/candidatsgráðunnni.

Faðir hans hins vegar státar af því að hafa doktorsgráðu í hagfræði. En eins og hinn mæti síðuhafi Halldór bendir á, þá virðist hinn sprenglærði faðir hans ekki hafa náð að kenna syninum mikla hagfræði, ekki frekar en Ágúst Ólafur virðist hafa sjálfur ekki tekið eftir öllu í háskólanum sem þar var kennt á leið hans til BA prófsins. Það sannast á málflutningi hans í hagfræðilegum málefnum svo sem eins og með gjaldmiðilinn okkar, evru og fleira. Meira að segja gamli krataskipperinn Jón Baldvin tuktaði Ágúst Ólaf nýverið í sjónvarssal vegna ESB og gjaldmiðilsmála. Lagði Ágúst Ólafur við það tækifæri niður rófuna og sat hnípinn undir og þögull drjúga stund á eftir eftir þá flengingu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.10.2017 kl. 09:37

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Cacoethes

ef við gæfum okkur að Ágúst sé ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir a vera, þá er það eiginlega verra ef hann er að tala sér um hug og gegn betri vitund. Hann gerir sér ljóst að ESB aðild nýtur ekki fjöldafylgis ef maður leggur saman Samfó og Viðreisn. Þetta er svona fjórði hver maður sem gefur lítið fyrir fullveldið 100 ára. Hann er kannski eins sannfærður um að krónan sé ónýt og hann er að tala.

Halldór Jónsson, 27.10.2017 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband