27.10.2017 | 12:33
Steingrímur Jóhann
skrifar hugvekju í Morgunblaðið á miðopnu í dag. Hún hljóðar svo í Herrans nafni:
"Í kosningunum næstkomandi laugardag felst sögulegt tækifæri til tímabærra breytinga. Tvær síðustu hægristjórnir hafa hrökklast frá, sú seinni eftir aðeins átta mánuði. Þrjár síðustu ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt eða tekið þátt í hafa sprungið.
Að baki er glataður tími, heilt ár farið í súginn frá kosningum í fyrra.
Takmarkaður vinnufriður hefur gefist fyrir endurteknum hneykslis- og spillingaruppákomum og orðstír landsins hefur ítrekað beðið hnekki. Er ekki komið nóg af slíku í bili? Nú þarf að verða breyting á. Við þurfum trausta stjórn sem hefst handa og notar hagstætt árferði til að byggja upp. Þannig stjórn bjóðumst við Vinstri græn til að mynda með þeim sem eru okkur sama sinnis um þörfina á breyttum og betri vinnubrögðum, uppbyggingu í stað kyrrstöðu, eflingu velferðarsamfélagsins og fjárfestingu í innviðum, fjárfestingu í framtíðinni.
Formaður VG,
Katrín Jakobsdóttir,
talar mjög skýrt um sinn vilja. Hún vill leiða heiðarlega og trausta ríkisstjórn, góða stjórn fyrir fólkið í landinu. Ég leyfi mér að spyrja býður einhver flokkur betur? Eiga íslensk stjórnmál einhvern sem er betur til þess fallinn en
Katrín Jakobsdóttir
að sameina þjóðina að baki sér, einhvern sem þjóðin getur betur treyst. Ekki benda ítrekaðar mælingar á trausti og trúverðugleika stjórnmálaforingja til þess. Undirritaður er sannfærður um að örvæntingarfullar tilraunir að undanförnu til að reyna að rýra trúverðugleika Katrínar hafa þegar snúist í höndum þeirra sem það hafa reynt og munu hitta þá sjálfa fyrir í kosningunum á laugardaginn. Almenningur vill ekki stjórnmálabaráttu þar sem óhróðri er dreift um andstæðinga. Þetta hef ég heyrt fjölmarga nefna undanfarna daga að gefnu tilefni. Ekki heldur að stefna eins flokks sé skrumskæld af öðrum flokki eða reynt að magna upp tilefnislausa hræðslu,
hvort sem það er við skattahækkanir sem ekki standa til eða annað.
Það sem ónefndum andstæðingum
Katrínar
hefur yfirsést er að styrkur hennar liggur einmitt í því að hún beitir ekki óvönduðum með- ulum í sinni stjórnmálaframgöngu.
Hún er málefnaleg, hófstillt og kemur sínum boðskap þannig til skila að þjóðinni líkar og þjóðin skilur. Það er m.a. af þessum sökum sem
Katrín Jakobsdóttir
er svo prýðilega til þess fallin að leiða næstu ríkisstjórn. Gegnumheiðarleg og traust, vönduð í málflutningi og öllum samskiptum, er hún óumdeilanlega í góðri stöðu til að laða menn til samstarfs, samstarfs sem grundvallast á heilindum og er þar með líklegt til að endast. Tryggjum Vinstri grænum góða kosningu,
Katrínu Jakobsdóttur
sterkt umboð til að leiða næstu ríkisstjórn og gerum næstkomandi laugardag sögulegan. Við getum gert betur, miklu betur en að undanförnu og skulum gera það saman."
Ég velti fyrir mér hvort höfundurinn sé ekki í raun að setja nafn Katrínar í staðinn fyrir það nafn sem hann vildi frekar hafa þarna í raun og veru? Hverjum og hæfileikum hvers er hann að lýsa í raun og veru?
Hefði þessi grein ekki verið trúverðugri fyrir framhaldið ef þarna hefði staðið annað nafn í stað Katrínar?
Er víst að nafn Katrínar Jakobsdóttur verði mesti áhrifavaldur í næstu stjórnarmyndunarviðræðum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég held að Steingrímur sé að þylja upp þá kosti sem hann telur sjálfan sig hafa umfrram aðra menn.
En er það ekki fyndið þegar hann gefur mesta uppgangstíma +í sögu þjóðarinnar þessa einkunn:
"Að baki er glataður tími, heilt ár farið í súginn frá kosningum í fyrra."
Hvar hefur maðurinn verið? Nú eru sólarlitlir dagar sagði víst Axlar-Björn formyrkvaður þegar páskasólin skein í heiði.Hefur hann yfirleitt litið glaðan dag síðan 2013?
Halldór Jónsson, 27.10.2017 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.